Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 63
MÁNUDAGUR 21. desember 2009 51 Sarah Jessica Parker segist gjarn- an vilja eignast fleiri börn. Leik- konan á soninn James, sjö ára, og fimm mánaða tvíburana Lorettu og Tabithu með eiginmanni sínum, leikaranum Matthew Broderick. Í viðtali við bandaríska dagblað- ið USA Today útilokar leikkonan ekki ættleiðingu, en þau hjón eign- uðust tvíburana með hjálp stað- göngumóður. „Það er enginn sem segir að við munum ekki halda áfram að reyna að stækka fjölskylduna okkar með hinum ýmsu leiðum. Kannski ætt- leiðingu, hver veit?,“ segir Parker, sem er 44 ára. Þá segist hún njóta þess að vera bæði móðir og leik- kona, en viðurkennir að hún þurfi aðstoð við húsmóðurhlutverkið. „Ég hef heyrt að margar leikkonur þykjast ekki fá neina aðstoð og það getur ekki verið satt. Það er mjög ósanngjarnt gagnvart vinn- andi húsmæðrum í Bandaríkjun- um sem lesa um stjörnurnar og skilja ekki af hverju þær geta ekki losnað við aukakílóin eftir að þær eignast börn. Staðreyndin er að stjörnurnar sem þær lesa um hafa pening til að borga einkaþjálfara og kokk, sem gerir samanburðinn óraunhæfan,“ segir hún. Vill eignast fleiri börn Breska söngkonan Leona Lewis segist vera búin að jafna sig á lík- amsárásinni sem hún varð fyrir í bókabúð í London í október. Þá vatt sér ókunnur maður upp að henni er hún var að árita sjálfsævisögu sína og sló hana í andlitið. „Til að byrja með var þetta mikið áfall og ég var í miklu uppnámi en núna er ég eiginlega búin að jafna mig. Ég vil bara horfa fram á veginn og ég vil ekki láta þetta hafa áhrif á mig. Enda hefur það ekki gert það,“ sagði hin 24 ára Lewis. Árásar- maðurinn játaði sekt sína í rétta- sal fyrir skömmu og á yfir höfði sér fangavist. Leona segist ennþá vera ósköp venjuleg manneskja þrátt fyrir frægðina. „Ég held að fólk líti á mig eins og stúlkuna í næsta húsi, sem ég er eiginlega. Ég er mjög jarðbundin og ánægð með að fólk líti þannig á mig.“ Jafnar sig á árás LEONA LEWIS Lewis er búin að jafna sig á líkamsárásinni sem hún varð fyrir í október. Thom Yorke, söngvari Radiohead, mætti óvænt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmanna- höfn fyrir skömmu. Umhverfismál hafa verið Yorke afar hugleikin um árin og hefur hann að undanförnu bloggað óspart um ráðstefnuna á heimasíðu Radiohead. Svo virðist sem honum hafi leiðst þófið því skyndilega birtist hann í Kaup- mannahöfn með blaðamannapassa um hálsinn til að fylgjast með fram- vindu mála með eigin augum. Hann segir gagnsæi hafi vantað á ráðstefnuna og að hinn almenni borgari botni hvorki upp né niður í þróun mála. Mætti óvænt á ráðstefnu THOM YORKE Söngvari Radiohead mætti óvænt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 21. desember 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Tónlistarhópurinn Katla heldur jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kötlu skipa Hörður Bragason á píanó, Birgir Bragason kontrabassa, Svava Kristín Ingólfsdóttir söngur og Ingibjörg Guðlaugsdóttir á básúnu. Á efnisskránni verða norræn jólalög. 20.30 Kór Menntaskólans í Reykja- vík heldur tónleika í Setjarnarneskirkju við Kirkjubraut. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. 21.00 Camerarctica heldur tónleika í Dómkirkjunni við Austurvöll. Á efnis- skránni verður tónlist eftir W.A. Mozart, þar á meðal „Eine kleine Nachtmusk“ 21.30 Bebopfélag Reykjavíkur stend- ur fyrir djammsessjóni í jazzkjallara Café Cultura á Hverfisgötu 18. Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson saxófón- leikarar verða í forsvari. HAMINGJUSÖM HÚSMÓÐIR Sarah Jessica Parker segist vera hamingjusöm móðir og leikkona en viðurkennir að hún þurfi aðstoð við húsmóðurhlutverkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.