Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 74
62 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
Enska úrvalsdeildin
Arsenal - Hull 3-0
1-0 Denilson (48.), 2-0 Eduardo (58.), 3-0 Abou
Diaby (79.).
Aston Villa - Stoke 1-0
1-0 John Carew (60.).
Blackburn - Tottenham 0-2
0-1 Peter Crouch (46.), 0-2 Peter Crouch (82.).
Fulham - Manchester United 3-0
1-0 Danny Murphy (21.), 2-0 Bobby Zamora
(45.), 3-0 Damien Duff (74.).
Manchester City - Sunderland 4-3
1-0 Roque Santa Cruz (3.), 2-0 Carlos Tevez (11.),
2-1 John Mensah (15.), 2-2 Jordan Henderson
(23.), 3-2 Craig Bellamy (34.), 3-3 Kenwyne
Jones (61.), 4-3 Roque Santa Cruz (68.).
Portsmouth - Liverpool 2-0
1-0 Nadir Belhadj (32.), 2-0 F. Piquionne (81.)
Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með P.
Wolves - Burnley 2-0
1-0 Nenad Milijas (15.), 2-0 Kevin Doyle (50.).
Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem vara-
maður á 68. mínútu í liði Burnley.
Everton - Birmingham 1-1
1-0 Diniyar Bilyaletdinov (5.), 1-1 S. Larsson (21.).
West Ham - Chelsea 1-1
1-0 Alessandro Diamanti, víti (44.), 1-1 Frank
Lampard, víti (60.).
STAÐAN
Chelsea 18 13 2 3 43-15 41
Man. United 18 12 1 5 37-17 37
Arsenal 17 11 2 4 44-20 35
Aston Villa 18 10 5 3 29-14 35
Tottenham 18 10 3 5 40-22 33
Man. City 17 7 8 2 33-27 29
Birmingham 18 8 4 6 19-18 28
Liverpool 18 8 3 7 34-25 27
Fulham 17 7 5 5 23-17 26
Sunderland 18 6 3 9 25-28 21
Stoke City 17 5 6 6 15-20 21
Wolves 18 5 4 9 17-31 19
Blackburn 18 5 4 9 17-32 19
Burnley 18 5 4 9 21-37 19
Everton 17 4 6 7 23-31 18
Wigan 17 5 3 9 20-38 18
Hull City 18 4 5 9 17-37 17
Bolton 16 4 4 8 23-33 16
West Ham 18 3 6 9 26-35 15
Portsmouth 18 4 2 12 17-26 14
Enska B-deildin
Bristol City - Reading 1-1
Ívar Ingimarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í
byrjunarliði Reading. Gylfi var tekinn af velli á 65.
mínútu en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á
sem varamaður í hálfleik.
Crystal Palace - Barnsley 1-1
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Barnsley.
Peterborough - Watford 2-1
Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford.
Plymouth - Coventry 0-1
Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth sem
og Aron Einar Gunnarsson með Coventry.
QPR - Sheffield United 1-1
Sheffield Wednesday - Swansea 0-2
Derby - Doncaster 0-2
Nottingham Forest - Preston 3-0
Newcastle - Middlesbrough 2-0
STAÐA EFSTU LIÐA
Newcastle 22 15 4 3 37-12 49
West Brom 21 11 6 4 43-21 39
Nott. Forest 22 10 9 3 33-18 39
Cardiff 21 11 3 7 38-22 36
Swansea 22 9 8 5 20-18 35
Leicester 21 9 7 5 26-23 34
Sheff. Utd. 22 8 8 6 33-31 32
Blackpool 21 8 7 6 33-25 31
Enska C-deildin
Hartlepool - Yeovil 1-1
Ármann Smári Björnsson lék allan leikinn með H.
Skoska úrvalsdeildin
Hearts - Celtic 2-1
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn á
miðjunni með Hearts.
Franska úrvalsdeildin
AS Monaco - Lyon 1-1
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmanna-
hópi Monaco, annan leikinn í röð.
Belgíska úrvalsdeildin
KSV Roeselare - Sint-Truiden 1-2
Bjarni Þór Viðarsson lék allan leikinn með KSV.
Spænska úrvalsdeildin
Real Madrid - Zaragoza 6-0
1-0 Gonzalo Higuain (3.), 2-0 Rafael van der
Vaart (26.), 3-0 Van der Vaart (28.), 4-0 Higuain
(34.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Karim
Benzema (71.).
Athletic Bilbao - Osasuna 2-0
Sevilla - Getafe 1-2
Villarreal - Racing 2-0
Valladolid - Sporting 2-1
Malaga - Mallorca 2-1
Espanyol - Almeria 2-0
Tenerife - Atletico 1-1
Deportivo - Valencia 0-0
STAÐA EFSTU LIÐA
Barcelona 15 12 3 0 36-9 39
Real Madrid 15 12 1 2 40-13 37
Sevilla 15 9 3 3 26-13 30
Valencia 15 8 5 2 27-16 29
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Chelsea hefur fjögurra
stiga forskot á toppi ensku deild-
arinnar eftir jafntefli við West
Ham á Upton Park í gær 1-1. Á Old
Trafford geta menn allavega andað
örlítið léttar eftir að Fulham niður-
lægði Manchester United á heima-
velli sínum á laugardag. Chelsea
hefði því getað náð sex stiga for-
ystu hefði liðið náð að leggja West
Ham.
„Þessi kafli tímabilsins er alls
ekki auðveldur enda leikið þétt.
Við höfum oft spilað betur en ég
er sannfærður um að við verðum
enn betri eftir viku. Að mínu mati
var þetta stig alls ekki slæmt, við
erum með fjögurra stiga forystu
og getum haldið góða jólahátíð.
Við vorum að leika á móti baráttu-
glöðu liði sem sýndi mikinn kar-
akter,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri
Chelsea.
Gianfranco Zola, kollegi hans hjá
West Ham, var goðsögn sem leik-
maður hjá Chelsea. „Ég er virki-
lega ánægður með mitt lið, við
vorum óheppnir að ná ekki öllum
þremur stigunum í leiknum. Chel-
sea er með hörkugott lið og hefur
það sem þarf til að vinna titilinn,“
sagði Zola.
Bæði mörkin á Upton Park
komu úr vítaspyrnum, West Ham
tók forystu rétt fyrir hálfleik en
þá skoraði Alessandro Diamanti
af punktinum. Þegar um stund-
arfjórðungur var liðinn af seinni
hálfleik gerði dómaratríóið svo
slæm mistök þegar Chelsea fékk
víti. Matthew Upson átti góða
tæklingu og fór beint í boltann en
aðstoðardómarinn benti til merk-
is um brot og Mike Dean dómari
benti á punktinn.
Frank Lampard þurfti að þrítaka
spyrnuna þar sem leikmenn voru
komnir inn í teiginn þegar spyrnt
var. Lampard brást ekki bogalistin
og jafnaði í 1-1 sem urðu úrslitin.
Það leyndi sér ekki á knattspyrnu-
stjóra Manchester United, Sir Alex
Ferguson, að hann hefur áhyggjur
af framhaldinu eftir 3-0 tap liðs-
ins gegn Fulham á laugardag. Eng-
landsmeistararnir voru langt frá
sínu besta í leiknum og áttu fleiri
feilsendingar en þekkjast á þeim
bænum.
Helsti höfuðverkur liðsins er
varnarlínan sem er þynnri en góðu
hófi gegnir enda sjö af átta varnar-
mönnum liðsins verið að glíma við
meiðsli. Miðjumennirnir Michael
Carrick og Darren Fletcher hafa
starfað sem afleysingamenn í
vörninni en þeir áttu í miklu basli
með spræka leikmenn Fulham.
„Ég sé ekkert ljós við enda gang-
anna,“ sagði Ferguson sem er far-
inn að óttast að Englandsmeist-
aratitillinn gæti runnið liðinu úr
greipum með þessu áframhaldi.
„Ég get bara vonað að miðað við
hvernig deildin er í dag að þessi
úrslit séu ekki það slæm fyrir
okkur. Ég vona að þessi úrslit
muni ekki kosta okkur titilinn. Við
verðum að fá varnarmenn okkar
til baka ef við ætlum að eiga raun-
hæfan möguleika á að vinna titil-
inn.“
Margir stuðningsmenn United
sakna Cristiano Ronaldo sárt en
Ryan Giggs segir að Portúgalans
sé ekki saknað innan liðsins. „Við
höfum aldrei verið eins manns
lið. Ég hef ekki tekið eftir mikl-
um breytingum, við erum ennþá
meira og minna sami hópur leik-
manna.“
Bobby Zamora er í feikilegu
formi um þessar mundir og var
hann lykillinn að þessum sigri
Lundúnaliðsins. Hann var sífellt
ógnandi í fremstu víglínu og skor-
aði eitt af mörkunum þremur.
„Ég neita því ekki að við vorum
heppnir að mæta Manchester Unit-
ed í þessu ástandi. Þeir eiga við
mikil meiðslavandræði að stríða og
við stefndum á að nýta okkur það.
Þetta eru svo sannarlega laun erf-
iðisins fyrir okkur og niðurstaða
harðra æfinga,“ sagði hinn ofur-
klóki knattspyrnustjóri Fulham,
Roy Hodgson.
Zamora fékk að sjálfsögðu sinn
skammt af hrósi frá Hodgson. „Ég
er ekki vanur því að heimta að ein-
hverjir leikmenn mínir fái lands-
liðssæti. En ef Fabio Capello vill
skoða Bobby nánar þá veit hann
hvar hann er að finna. Ég er glaður
tilbúinn að gefa honum allar upp-
lýsingar sem ég hef um hann.“
Arsenal nálgaðist liðin fyrir
ofan sig með því að leggja Hull 3-0.
Úrslitin hefðu þó getað orðið önnur
ef markvörðurinn Manuel Almun-
ia hefði ekki varið vítaspyrnu frá
Geovanni sem hefði getað jafnað
metin í 1-1. Arsenal á möguleika á
að komast upp í annað sætið vinni
liðið þann leik sem það á inni.
Þá vann Aston Villa mikilvægan
sigur á varnarsinnuðu liði Stoke
og ætlar greinilega að taka fullan
þátt í baráttu um sæti í Meistara-
deild Evrópu. elvargeir@frettabladid.is
Við öllu að búast hjá toppliðunum
Mörg óvænt úrslit voru í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Chelsea jók forskot sitt á toppnum þrátt fyrir
að gera aðeins jafntefli gegn West Ham þar sem Manchester United steinlá óvænt fyrir Fulham. Arsenal
vann Hull og getur komist upp fyrir Englandsmeistarana í annað sætið vinni liðið leik sem það á inni.
ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER Frank Lampard þurfti að þrítaka vítaspyrnu gegn West
Ham í gær og skoraði í öll skiptin. Aðeins eitt af mörkunum taldi. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Stuðningsmenn Liver-
pool eiga ekki sjö dagana sæla um
þessar mundir og þurfa að lifa við
sífelldar háðsglósur, hvort sem það
er á veraldarvefnum eða í daglegu
lífi. Því mun ekki linna eftir að
liðið lá fyrir botnliði Portsmouth
um helgina 2-0.
Ýmsar sögur eru á kreiki um
ástandið á Anfield. Talað hefur
verið um klíkumyndanir innan
leikmannahópsins, stöðugan
óróleika vegna eigenda félagsins
og fleira. Útlit er fyrir að knatt-
spyrnustjórinn Rafael Benítez sé
búinn að missa traust leikmanna
og stuðningsmönnum hans fer
óðum fækkandi.
Á blaðamannafundi eftir leikinn
á Fratton Park mætti hann með
kaldhæðnina að vopni og talaði í
sífellu um að dómari leiksins hefði
verið fullkominn. Benítez var allt
annað en sáttur við dómarann Lee
Mason sem tók virkilega umdeilda
ákvörðun með því að reka Javi-
er Mascherano af velli rétt fyrir
hálfleik en þá var staðan 1-0. Það
gerði leikmönnum Liverpool erf-
itt fyrir í seinni hálfleik en ekki
er hægt að horfa framhjá því að
fyrir þetta atvik var spilamennska
liðsins langt undir væntingum og
lykilmenn liðsins skugginn af
sjálfum sér.
Þessu er Benítez þó ekki sam-
mála. „Mér fannst spilamennska
liðsins í fyrri hálfleik góð og við
stjórnuðum leiknum. Við fengum
á okkur mark en vorum samt með
stjórnina. Rauða spjaldið breytti
hins vegar öllu,“ sagði Benítez.
Eftir úrslit helgarinnar er
Liverpool í áttunda sæti deildar-
innar en Birmingham komst
upp í sjöunda sætið í gær með
því að gera 1-1 jafntefli við
Everton á útivelli. Fyrir leikinn
hafði Birmingham unnið fimm
leiki í röð og hefur liðið komið
skemmtilega á óvart á tímabilinu.
Í gær fór einnig fram nýliðaslag-
ur þegar Wolves unnu góðan sigur
á Burnley 2-0. Sigur Úlfanna var
verðskuldaður en liðin eru nú jöfn
að stigum í 12.-14. sæti deildar-
innar með 19 stig hvort. - egm
Liverpool tapaði fyrir Portsmouth og virðast hrakfarir liðsins engan enda ætla að taka:
Benítez beitti kaldhæðni eftir leikinn
Í HEITU SÆTI Það var þungt yfir Rafael
Benítez á laugardag. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Ítalinn Roberto Mancini
lýsti því yfir fljótlega eftir að
hafa verið látinn taka pokann
sinn hjá Inter í fyrra að draumur
hans væri að taka við liði í ensku
úrvalsdeildinni. Honum varð að
ósk sinni á laugardagskvöld þegar
Manchester City boðaði til blaða-
mannafundar og tilkynnti um
stjóraskipti.
Mark Hughes missti vinnuna en
margir kollegar hans hafa stigið
fram og lýst yfir furðu sinni á
þessari ákvörðun stjórnar City.
Þar á meðal er knattspyrnustjóri
Tottenham, Harry Redknapp. „Ég
átti erfitt með að trúa þessu þegar
ég fékk fréttirnar. Þessi ákvörð-
un veldur mér vonbrigðum. Liðið
hefur tapað tveimur deildarleikj-
um á tímabilinu, útileik gegn
Manchester United þar sem sigur-
markið kom í blálokin og svo gegn
mínu liði,“ sagði Redknapp.
„Liðið er rétt við sæti í Meistara-
deildinni og á leik til góða. Mér
finnst þetta furðuleg ákvörðun á
þessum tímapunkti. Mark er góður
stjóri og hefði hann fengið meiri
tíma er ég ekki í vafa um að City
hefði notið mikillar velgengni.“
Margir telja að Hughes hafi
náð fínum árangri miðað við þær
gríðarlegu breytingar sem hafa
orðið á leikmannahópi City. Red-
knapp segir að starfsumhverfi
knattspyrnustjóra á Englandi sé
að umturnast með auknum fjölda
erlendra eigenda.
„Starfsaldur manna verð-
ur sífellt styttri. Fjölmargir
moldríkir eigendur gera miklar
kröfur og vilja allir að þeirra lið
sé í efsta sæti. Þeir skilja ekki að
þeir geta ekki allir unnið. Þetta á
aðeins eftir að versna,“ sagði Red-
knapp.
Hughes stýrði City í síðasta sinn
þegar liðið vann sigur á Sunder-
land 4-3 í mögnuðum leik á laugar-
dag. Eftir leikinn gekk hann að
stuðningsmönnum liðsins og klapp-
aði fyrir þeim. Á þeim tímapunkti
var ekki búið að tilkynna honum
uppsögnina en gera má ráð fyrir
að hann hafi grunað ýmislegt.
Spennandi verður að sjá hvernig
Mancini mun vegna í enska bolt-
anum en hann var þjálfari Inter í
fjögur ár. Áður hafði hann stýrt
Lazio og Fiorentina en sem leik-
maður var hann í fimmtán ár hjá
Sampdoria. - egm
Mark Hughes sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Manchester City og Roberto Mancini ráðinn:
Stjórum á Englandi sýnd lítil þolinmæði
SÍÐASTI LEIKURINN Mark Hughes stýrði
Manchester City í síðasta sinn þegar
liðið lék gegn Sunderland á laugardag.
NORDICPHOTOS/GETTY