Vikan - 28.09.1961, Qupperneq 2
CLOZONE er grófkornað þvottaefni
sem náð hefur miklum vinsældum hér
sem erlendis.
CLOZONE hefur hlotið viðurkenningu
sem úrvals framleiðsla.
CLOZONE er drjúgt og kraftmikið —
sléttfull matskeið nægir í 4,5 lítra
vatns.
CLOZONE er þvottaefnið sem leysir
vandann með ullarföt og viðkvæm efni.
CLOZONE fer vel með hendur yðar.
CLOZONE gerir þvott yðar hvítan
sem mjöll.
CLOZONE ER HVÍTAST.
Heildsölubirgðir: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F
Simi 11400
íslenzkir ríkisborgar...
Póstinum hefur borizt fjöldi
bréfa um spurninguna, sem
rædd var í 38. tbl., — hvort
stuðla bæri að því, að er-
lendir menn fengju íslenzkan
ríkisborgararétt. Rúmsins
vegna verðum við að láta
okkur nægja nokkrar glefsur
úr þessum bréfafjölda:
.... hvort það sé eiginlega mein-
ingin að má út islenzkan þjóðar-
svip og íslenzkan anda? Á að gera
ísland að griðastað fyrir alls kyns
óþjóðalýð? . . . Hvað ætla stuðnings-
menn þessa ósóina að gera, ef 10.009
Hottentottar sælcja um íslenzkan
rikisborgararétt. . . .
Bragi.
. . . Ég er svo sem enginn nazisti,
. . . en Guð minn almáttugur!
H. B.
. . . Og auðvitað tel ég rétt, að
erlendum afburðamönnum sé veittur
íslenzkur ríkisborgararéttur, ef þeir
geta orðið til þess að hrista þetta
slen af þjóðinni. Þetta er sem sagt
sjálfsagt, — en ekki þyrði ég að
setja einhver viss takmörk. Ég er
íræddur um, að það verði höfuð-
vandamálið........
Grýla.
. . . Definitely. A foreigner, who
is willing to serve your country,
will always be an outcast, so to
speak, until he gets his citizenship.
Besides — my wife demands it:
„Either an Icelandic husband or no
husband!“ Now, who wants a de-
pressed little lady up here?
Takk fyrir.
Útlendingur (I suppose
you guessed as much!)
Framtíðarríkið... ?
Viðtalið við Sverri Runólfsson var
fyrirtak. Mætti ekki reyna þetta und-
ursamlega fyrirkomulag hérna í svo
sem ár. . . Ég er hræddur um, að
það yrði stórt högg fyrir margan ó-
nytjunginn í okkar þjóðfélagi. . .
Ivonni.
. . . . og þetta getur svo sem verið
gott og blessað, en hræddur er ég
um, að það þyrfti meira en litinn
galdrakarl til þess að koma þessu á
hér heima. — Það væru nefnilega
pólitísku félögin, sem þyrftu að
koma þessu fyrirkomulagi á, — og
mér er sem ég sjái . . .
Bóbóbó.