Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 5
Angelu. Því skyldi hún fara að flækja
sér inn i kunningsskap hérna?
— Ég skil þig ekki, sagði hún
naóðguð. Til að kynnast fólki verður
maður að vera vingjarnlegur, og
sjúkdómar eru alltaf vinsælt um-
ræðuefni.
Á þessari stundu ákvað Quinn að
hraða áætluninni um arsenikgjöf
Angelu.
— Jæja, sagði hann brosandi og
strauk hönd hennar. Þetta er kannski
ekki svo mikilvægt. En það er dálitið
undarlegt að hugsa til þess, ,að mag-
inn í manni sé þekktari en maður
sjálfur. Þú ert skemmtileg í félags-
skap, ef þú leggur Þig fram. Þú get-
ur áreiðanlega fundið upp á ein-
hverju öðru ráði til að eignast kunn-
ingja. Viltu gera svo vel að rétta mér
piparrótina!
— Hvers vegna? spurði hún særð.
Hef ég ekki kryddað matinn nægi-
lega, vinur minn?
— Jú, elskan min, svaraði hann
og andvarpaði. Ég er bara mikið fyrir
piparrót, það er allt og sumt. Ég
var að segja þér, að jafningurinn er
mjög ijúffengux, — sá bezti, sem þú
hefur búið til lengi.
Viku seinna var Quinn dálítið rugl-
aður. Angela hafði fengið fyrsta
skammtinn af arsenikinu, og hann
hafði haft undarlega lítil áhrif á
hana. Satt að segja hafði ekki borið
á neinum einkennum.
Hann hafði fylgt venju sinni og
gefið henni það í kaffibolla. Eitrið
var af sömu birgðum og hann hafði
gefið Margaret, Janice og Lucy og
höfðu reynzt ágætlega. Það voru sið-
ustu og lang-ábatamestu eiginkonur
hans.
Kannski, að arsenik verki ekki
alltaf sem eitur? hugsaði Quinn. En
það stóð ekkert um þann möguleika
í læknisfræðiritunum, sem hann at-
hugaði á bókasafninu.
Angela hafði þann andstyggilega
ávana að háma í sig salat með ein-
hvers konar sósu, — sætri, mjólkur-
kenndri og ólystugri sósu.
Næsta skref Quinns var því að fara
í ferðalag og hafa nesti meðferðis,
þar sem einn rétturinn var salat, sem
var blandað arseniki, vel útilátnu.
Hún át það upp til agna, og það hafði
engin áhrif á hana.
Quinn gat vaxla fest blund um nótt-
ina. 1 fyrsta sinn, síðan hann byrjaði
á þessum ekkjumannsviðskiptum, var
hann hræddur. Hvern fjárann átti
hann að gera, ef hún væri ónæm fyrir
arseniki? Hann mundi neyðast til að
búa með henni það, sem eftir væri,
— það er að segja, ef hann fyndi
ekki einhver önnur ráð. En í þvi upp-
námi, sem hann var, gat honum ekki
hugkvæmzt neitt, sem væri eins ör-
uggt. Hann hlustaði á hroturnar i
Angelu við hlið sér. I örvilnan sinni
datt honum í hug, að hann gæti ýtt
henni fram af klettasnös eða eitt-
hvað þess háttar. En seinna hvarf
hann alveg frá þvi.
— Þú svafst ekki vel í nótt, elskan,
sagði Angela og horfði á hann meö
meðaumkun. Þú hefur víst ekki
kvefazt á ferðalaginu okkar?
— Nei, nei, sagði hann brosandi,
ég hef víst bara borðað of mikið. Það
er víst allt og sumt, sem að er.
En þegar hann gat lítið sofið næstu
nótt, varð Angela áhyggjufull og vildi
sækja Barnett lækni.
Quinn varð bálreiður. — Sá skottu-
læknir getur ekki þekkt í sundur
mislinga og lungnabólgu, hvæsti
hann. Það hefði átt að setja hann
af fyrir löngu. Hann er læknastétt-
inni til skammar. Það ætti að láta
hann hætta, áður en hann drepur
einhvern.
—• En, vinur minn, þú valdir hann
sjálfur, sagði Angela hissa. Þegar þú
fékkst snertinn af gigtinni, fórstu til
hans.
Það var satt. Hann hafði farið til
Barnetts læknis með þessa uppgerðar-
gigt, einmitt vegna þess að hann var
mesti skussinn í nágrenninu. Þess
vegna hafði hann valið Barnett sem
lækni, — þann, sem siðar mundi verða
sóttur til Angelu, þegar hún yrði
skyndilega veik.
En það var ekki þar með sagt, að
hann vildi láta sækja hann til sín
vegna taugaóstyrks, sem stafaði af
því, að kona hans þrjózkaðist við að
láta myrða sig.
En Angela var þrá, og Barnetc
læknir kom, feitur, brosmildur og
fákunnandi.
— Já, þér lítið afleitlega út, sagði
hann, þegar hann sá Quinn. En það
er sjálfsagt ekkert hættulegt. Þér er-
uð bara þreyttur, hafið bara ofreynt
yður. Það eru taugarnar. Reynið að
taka öllu rólega og hafa engar á-
Framhald á bls. 27.
Zaporozhets ZAZ—965“ og er knú-
inn 45 rúmcm V-4 hreyfli, 23 hest-
afla. Ráðgert er að framleiða 10.000
bila á þessu ári, en síðan 150.000 á
ári. Þetta er mjög sterklegur bíll
og tiltölulega hár á hjólum, — ber-
sýnilega ekki gerður fyrir eggsléttar
borgargötur eingöngu.
En nú hafa hins vegar komið í
ljós nokkrir gallar á fyrstu bilun-
um, og verður dregið úr framleiðsl-
unni, á meðan verkfræðingar verk-
smiðjanna eru að ráða bót á þeim.
Til dæmis lætur svo liátt í girkass-
anum, að bíllinn hefur — austan
tjalds — hlotið viðurnefnið: „sjálf-
spilarinn frá Melitopol.“ Þess verð-
ur þó varla langt að biða, að verk-
fræðjingunuin takist að draga úr
tónlistinni.
Hreyfillinn er í skut bilsins eins
og i þýzka fólksvagninum, en loft-
kælingarristunum er komið fyrir á
hliðunum, ofanvert við afturhjólin,
og er óneitanlega nokkur óprýði að.
Framan á bílnum er svo „platrist"
-— til vafasamrar prýði, og allur ytri:
heildarsvipur er ótvírætt rússnesk-
ur.
Rafknúar hraðlestir á einbraut.
Þessi einbrautarlest var sýnd á
hinni miklu sýningu í Torínó, „ítal-
ia 1961“, nú í sumar og sýningargest-
um gefinn kostur á að aka í henni.
Var lestin lánuð þangað af ríkis-
járnbrautunum þýzku, sem um
nokkurt skeið hafa rekið slíka
braut í tilraunaskyni á leið nokk-
urri við Iíöln. Annars er það Akweg-
hlutafélagið, en aðalhluthafi þess
er sænski margmilljónarinn Aksel
Wennergren, sem keypt hefur einka-
Framliald á bls. 36.
Einbrautarlestin á sýningunni í
Torínó.
vikam 5