Vikan - 28.09.1961, Side 8
I FULLR1
ALVORU:
Tvíer stgtldnr setntitgflr
Á öllum öldum hafa verið uppi þeir menn,
sem unnu sér það til ágætis, oft og tíðum
ósjálfrátt, að því er virðist, að út úr þeim
hrutu setningar, sem urðu ekki aðeins sam-
tímakynslóð þeirra munntamar, heldur gengu
í arf komandi kynslóða, — urðu sígildar
engu síður en öndvegisverk mestu skálda og
listamanna. Ekki eiga þær allar langlífi sitt
því að þakka, að þær séu þrungnar háfleygri
speki eða feli i sér djúpa hugsun, þótt það
sé til; liitt er oftar, að þær beri það með
sér, að þær hafi hrokkið af vörum „höfundar“
án nokkurs undirbúnings, — orðið til í sömu
andrá og þær voru sagðar og túlki hversdags-
leg sannindi á svo ljósan og auðskilinn hátt
og í fám orðum, að þær komi mönnum síðan
í stað langra skilgreininga og rökskýringa,
annaðhvort beinlinis eða í yfirfærðri merk-
ingu.
Ljóst dæmi um þann flokk sigildra setninga,
sem liér er við átt, má telja hið fleyga svar
Páls heitins Einarssonar, — Púlla, eins og
hann var kallaður, -— þegar hann var spurður
þess, hvort ekki væri dýrtíð á Austfjörðum
eins og annars staðar, en Púlli liafði þá dval-
izt þar um skeið: „Nei,“ sagði hann, „þar er
allt saman skrifað.“
Annað Ijóst dæmi er lýsing manns nokkurs
á efnahag og atvinnuháttum i Borgarnesi.
„Borgnesingar,“ sagði hann, „lifa hver á öðr-
um.“ Báðar þessar setningar urðu landsfleygar
á sinni tið. Báðar lifa á vörum þjóðarinnar
enn í dag og eiga eflaust eftir að lifa þannig
um langan aldur, -— að minnsta kosti meðan
þær eiga svo vel við rikjandi ástand í efna-
hags- og atvinnumálum þjóðarinnar, að þær
koma í stað langra og flókinna hagfræðilegra
greinargerða.
Verður efnahagsstefnu þjóðar, sem um ára-
tugaskeið hefur lifað — og það meira að
segja frægasta lífi — á lánsfé fyrst og fremst
og aldrei goldið lán nema með nýju láni,
betur lýst á annan hátt en taka sér i munn
setninguna, sem hraut af vörum Púlla forðum,
þótt liann ætti að vísu við ástandið i sér-
stökum landshluta þá? Er nema eðlilegt, að
hún verði manni tiltæk, þegar hann sér
glæsibílatrossurnar, sem komast vart lengur
fyrir á götum bæjarins, —- heil hverfi í Holly-
■woodstil vaxa upp úr holtum og urðum með
þvilíkum hraða, að ætla mætti, að þar væri
einhver dularfullur hormónaáburður að verki,
— eða hann les frásagnir af dýrlegum veizlu-
höldum og viðhafnarmótökum, lúxusferðum
sendinefnda og legáta hins opinbera, já —■
og hópferðum óbreyttra borgara langt út í
löndin, sem kosta hvern einstakling hátt upp
i árslaun, sem tíunduð eru á skattskýrslum?
-— Hér gætir ekki neinnar dýrtiðar, þvi að
hér er allt skrifað .. .
Og hvernig er það svo með aðalatvinnuvegi
þjóðarinnar? Jú, öll útgerð er rekin með stór-
felldu tapi, landbúnaðurinn einnig. þannig
hefur það verið ár eftir ár. Báðum þessum
atvinnuvegum er þó lialdið gangandi með
svokölluðum niðurgreiðslum. Okkur er sagt,
að tapreksturinn stafi af þvi, að þessir at-
vinnuvegir séu þess ekki umkomnir að
greiða það starfskaup, sem þeir eru krafðir
um og fólk verður að fá til þess að geta
greitt þá skatta, sem meðal annars fara í
Framhald á bls. 36.
þjóðleg hátið í hnignun
Vikan fór í réttir á tilskildum tima.
líklega af tómri eðlisávisun, því að
hað er nú svo um réttir, að þær eru
ekki auglýstar i útvarpinu eins og
aðrar samkomur, utan kannski rétta-
böllin. Það er bezt að játa það strax,
að við fórum ekki ríðandi, — fórum
raunar allar götur upp í uppsveitir
Árnessýslu, þar sem við héldum fé
vænna og menn söngelskari en ann-
ars staðar í námunda við okkur. Við
vorum ekki heldur hinir einu, sem
komum á bíl; þeir virtust heldur fleiri,
sem þann kost höfðu valið, og rússa-
jepparnir þöktu stórar spildur utan
við réttirnar. Aftur á móti bar miklu
minna á hestum, og helzt voru það
krakkar eða aðkomumenn úr Reykja-
vík, sem fengu að koma á bak og
þeystu um nærliggjandi grundir.
Það er greinilegt, að þáttur rétt-
anna í lífi sveitafólks er nú allur ann-
ar en áður var. Réttirnar eru ekki
lengur nálega eina samkoman á öllu
sumrinu að fráskildum kirkjuferðum,
eins og áður var. Nú eru dansleikir
um hverja helgi í nýjum og fallegum
félagsheimilum, og bílaeign og bættar
samgöngur gera það að verkum, að
fólk lætur sig ekki muna um að
bregða sér á skemmtanir í næstu
sveitjr. Flestir bændur, — að minnsta
kosti á Suðurlandi, — byggja afkomu
sina meira á mjólkurframleiðslu en
sauðfé, gagnstætt því sem áður var,
þegar bændur ráku svo til allan
tekjustofn ársins heim úr réttunum.
Þá var réttardagurinn eins konar
uppskeruhátíð. Það tiðkaðist líka, —
að þvi er gamlir menn hafa tjáð okk-
ur, — að menn gerðu upp allar sínar
sakir í réttunum. Skuldir voru greidd-
ar og deilumál gerð upp með slags-
málum, sem voru þá ekki í þeim ný-
móðinsstíl, að deiluaðilar settu sig í
boxarastellingar og gæfu hverjir öðr-
um undir hökuna eða i kviðinn, held-
ur var um einhvers konar stimpingar
að ræða, sem miðuðu að því að koma
andstæðingnum undir — og þá helzt
í forina i réttinni.
Þvílík uppgjör eru afskaplega fá-
tið í réttum nú á- dögum, og margir
koma þangað meir af gömlum vana,
vegna þess að enn leikur einhver
dýrðarljómi um þessa þjóðlegu sam-
komu.
Ég hef heyrt það á mörgum — og
sérstaklega aðkomumönnum, — að
réttaferðir hafa orðið þeim vonbrigði,
— ekki vegna þess, að dilkarnir væru
ekki vænir og féð vel fram gengið
af fjalli. En réttastemmningin gamla
og góða er að fjúka út í veður og
vind. Ég fór til dæmis í réttir i
Gnúpverjahrepp, þar sem réttað er
öllu fé úr Flóa og Skeiðum að auki.
Þar var margt um mann og fénað.
Framhald á bls. 36,
Ásdís Kvaran var hrókur alls fagnaðar, hvar sem
hún kom. Hér fagnar hún Birni Jóhannssyni, bónda
í Skriðufelli í Þjórsárdal.
B VIKANÍ