Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 10
se sok pma, saRði biskupinn, en lfka einlæga iðrun þína . . . en fyrst og fremst, hve ráðþrota þú ert . . . Elskarðu hana? Stefán gekk rak- leitt inn í skrif- stofu prestsins án þess að knýja dyrn. 8éra Hart- wig, sem sat við skrifborðið, reis úr sa?ti sínu o<r gekk tii móts við hnnu, þegar hann ð ’-omu h-?ns var. Kvikmyndasaga Yikimij; 6. KAFLI. Ekkl var E’va vingjarnlegri við Stefán í kvöld- veizlunni, sem efnt hafði verið til í skyndi á óðal- setrinu vegna komu hans. — Þú veizt það, Eva, sagði Stefán lágt, Þegar hann hafði kysst á hönd henni, að þú þarft ekki annars’ við en segja eitt orð, — og þá verð ég hjá þér framvegis. Séra Hartwig, sem var meðal boðsgesta, kom til þeirra, og Eva kynnti Þá. Stefán heilsaði presti hæversklega, en af nokkru fálæti, sneri sér síðan að Evu. — Þú verður að hafa mig afsakaðan, en ég verð að kveðja gestina. Þegar hann var farinn, spurði séra Hartwig Evu, hvort það væri rétt, sem sér hefði skilizt, — að hún hefði sagt Stefáni, að hún hefði enn ekki neinn bata fengið, og hvers vegna hún hefði þá sagt honum Það, þar sem það væri alls ekki satt.. — Getið þér ekki gizkað á það? spurði hún. — Á þessi unga stúlka í Rómaborg kannski ein- hvern þátt í Þvi? Kannski einhvérn þátt, . . . en þér þurfið ekki að verða svona alvarlegur á svipinn. Það er ekki eins og ég taki það nærri mér að slíta þannig öllu sambandi við þennan fyrrverandi unnusta minn, síður en svo. . . Stefán hafði leitt Herthu, frænltu sina, afsíðis og ræddi nú við hana, sýnilega allæstur. — Ég er nú vissari um það en nokkru sinni fyrr, að þessi veikindi E’vu eru eingöngu mér að kenna. Og segðu mér eitt, — hvers vegna varstu að sýna henni þessi blöð með myndunum af mér? Var það nauðsynlegt? . Hertha hvessti á hann augun. — Ég kann ekki við Það, að þú talir þannig til mín, Stefán, sagði hún. Þar að auki er það með öllu fráleitt að ráðgera hjónaband með ykkur, eins og málum er nú háttað. Hún yrði alltaf að sitja heima, þegar þú yrðir, starfsins vegna, að taka þátt í samkvæmum og veizluhöldum. — Og hvað mundi ekki hljótast af þvi? — Eva er ákaflega tilfinninganæm, ekki hvað sizt síðan hún varð fyrir þessu slysi. Og vegna þessarar tortryggni gagnvart stúlkunni, sem var algerlega ástæðulaus, treystir hún mér ekki fram- ar. — Stilltu þig, gæðingur, sagði Hertha óþolin- móð. Fáðu þér viskí eða eitthvað annað róandi. Vitanlega getur þetta allt lagazt ykkar 1 milli. . . I bili hefur hún reyndar hallað sér eitthvað að öðrum, en Það getur . . . — Hvað áttu við? Eða — hvern áttu við? — Vin hennar og sálusorgara, séra Hartwig, — unga prestinn . . . — Séra Hartwig? Það er óhugsandi . . . Hann, sem er kaþólskur prestur. — Það vill nú Þannig til, að kaþólskir prest- menn eru lika karlmenn. Og séra Hartw.ig ber það þar að auki með sér. Hann hefur líka notið þess, að þú varst hvergi nærri. Eiginlega er það hann sem hefur gert Það, sem þér bar að gera. Eg er ekki þar með að lýsa mig samþykka framkomu hans, en maður má ekki vera ósanngjarn. — Hvers vegna hefurðu ekki minnzt neitt á þetta i bréfum þínum? spurði Stefán og gerðist nú hálfu æstari. Eg má ekki til þess hugsa, að þessi hempuklæddi hræsnari leiði Evu afvega. — Hann hefur þó gert Það fyrir hana, sem enginn annar hefur megnað . . . — Hvað ertu að fara? Og nú sagði Hertha honum, að það væri hverju orði sannara, að Eva hefði fengið mátt til að ganga að nýju og yrði styrkari í fótunum dag frá degi. Átti presturinn að afsala sér hempunni? Valiö var örðugt. ■ ■ lO VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.