Vikan - 28.09.1961, Qupperneq 11
— Eitthvaö verður að hafast að, áður en það
er um seinan, sagði Stefán, þegar Hertha hafði
lokið máli sínu. Og taki enginn annar sig fram
um það, verð ég að gripa tii minna ráða.
Stefán gekk rakleitt inn i skrifstofu prestsins
án þess að knýja dyra. Séra Hartwig, sem sat við
skrifborðið, reis úr sæti sínu og gekk til móts
við hann, þegar hann varð komu hans var.
— Þér verðið að afsaka, að ég skuli ryðjast
svona inn, sagði Stefán. E'n ég á annrikt, þar sem
ég er á förum aftur til Rómaborgar.
—■ Viljið þér ekki fá yður sæti, herra von Stein-
egg?
— Nei, þakka yður fyrir, ég er á hraðri ferð,
mælti Stefán stuttur i spuna. Það er vegna ung-
frú Evu, að ég er hingað kominn. Eins og þér ef-
laust vitið, vorum við heitbundin í eina tíð.
Presturinn kinkaði kolli, og Stefán hélt áfram
máli sinu.
— Nú langar mig til að fá skýringu á þvi,
hvers vegna þér gerizt til að stía okkur sundur.
— Þetta er misskilningur yðar, svaraði prest-
urinn rólegur. Þegar ég kynntist ungfrú Evu,
var þegar svo komið, að það var ekki fjarlægð-
in ein, sem skildi ykkur að. Og hún var þurfandi
fyrir hughreystingu og traust.
— Þér virðizt gleyma því, að til sé sú tilfinn-
ing, sem kallast ást, mælti Stefán.
— Hvað eigið þér við með þvi? spurði prestur
og var enn hinn rólegasti.
— 1 gær fullyrti Eva Það við mig, að ekki væri
um neinn bata að ræða, en nú hef ég komizt að
raun um, að þar sagði hún ekki satt. Hvers vegna
ekki? Það hlýtur að vera að einhverju leyti að
yðar ráðum, . . . vegna þess að þér viljið sitja að
henni. Það er sannleikurinn í málinu, séra Hart-
wig.
Presturinn var að því kominn að svara honum
í sömu mynt, en þá var eins og ljós rynni upp
fyrir honum allt í einu, og honum brá ákaflega.
— Þér hafið að vissu leyti lög að mæla, því
miður, og þetta hefði ég átt að vera búinn að
sjá sjálfur fyrir löngu, svaraði hann dapur. Án
þess að ég gerði mér sjálfur grein fyrir því, hef
ég orðið til þess að vekja tiifinningar, sem . , .
— Sem hafa síðan tekið af yður taumhaldið,
lauk Stefán setningu hans, og Það var beizkja og
kuldi í málrómnum.
— Tilfinningar okkar lifa sínu eigin lífi, svar-
aði prestur, Annars væri þar ekki um raunveru-
legar tilfinningar að ræða. Þær finna sér hljóm-
gru.nn hjá öðrum, án þess að við viljum eða vitum,
vekja þar bergmál. . .
—■ Og hvað ætlizt Þér svo fyrir ? Ætlið þér að
rífa upp með rótum það illa sæði, sem þér hafið
sáð? Eða ætlið þér að halda áfram að vera sálu-
sorgari ungfrú Evu — á fölskum forsendum?
— Þér hafið sagt meir en nóg, svaraði prestur.
Nú ætla ég að biðja yður um að láta mig einan.
Biskupinn hvessti augun á unga prestinn, sem
hafði beðið hann að veita sér viðtal.
Hvers vegna komuð þér ekki til mín, þegar þér
voruð hér á ferð fyrir skömmu og fóruð þess á
leit, að yður væri fengið prestsembætti á öðrum
stað?
— Þá var ég í opinberum erindum, mælti prest-
ur sér til afsökunar.
— Og nú leitið þér til mín varðandi einkamál,
berið fram óhugnanlega játningu og ætlizt til
Þess, að ég leysi vandann sem gamall vinur og
lærifaðir? Ég hef áður verið yður innan handar,
en þessu leiðindamáli vil ég hvergi nærri koma.
Ungi presturinn leit ekki upp, þegar hann svar-
aði:
— Ég gerði mér vonir um, að þetta mundi leys-
ast af sjálfu sér, ef ég færi á brott. En nú
sé ég, að það muni verða gagnslaust. Maður getur
ekki hlaupizt á brott frá sjálfum sér.
Nei, svaraði hann með myndugleik, og ekki
heldur á brott frá ábyrgð sinni gagnvart öðrum.
Ekki ásaka ég þig. Ég sé sök þína, en ég sé einnig,
að þú iðrast af einlægni. En fyrst og fremst sé
ég, hve ráðþrota þú ert. . . . Elskarðu hana?
Biskupinn kinkaði kolli.
Ungi presturinn dró við sig svarið, eins og hann
ætti í harðri baráttu hið innra með sér.
— Já, yðar tign. . .
— Að sjálfsögðu getur þú leyst vandann með
því að varpa af þér hempunni. Það er ákaflega
auðvelt.
—■ Já, yðar tign. . . .
— Yðar tign, yðar tign. . . Sleppum allri tign
og titlum. Reyndu að gleyma því stundarkorn,
að ég er biskup. Það er ekki langt síðan ég var
kennari þinn í prestaskólanum. Oft spurði ég
sjálfan mig, hver af ykkur, þessum seytján ungu
nemendum mínum, væri líklegastur til Þess að
taka prestsembættið alvarlega sem háleita köll-
un. Og satt að segja fannst mér sem ekki væri
nema um einn að ræða, . . . þig. . .
Nú leit ungi presturinn upp og horfði djarf-
mannlega á biskupinn.
— Ég hef líka gert allt, sem í mínu valdi stend-
ur. Og nú veit ég ekki einu.sinni, hvort ég get í
rauninni talið mig prest lengur, mælti hann dap-
ur.
— Það er ég, sem sker úr um það, svaraði
biskupinn. Heldurðu i rauninni, að þú getir kvatt
að fullu og öllu allt það, sem þú hefur lifað fyrir
og trúað á hingað til, þótt þú bregðir þér úr
hempunni?
— Hvað á ég að gera? spurði ungi presturinn i
öngum sínum. Það er ekki heldur eins og ákvörð-
un min varði mig einan.
— Nei, þú hefur dregið ungu stúlkuna með þér
út i kviksyndið, sagði biskupinn ströngum rómi.
Það veit ég. Elskar hún þig?
Já, svaraði ungi presturinn umhugsunarlaust.
— En ertu þá viss um það spurði biskup og
var nú mildari í máli, að þarna sé um að ræða
hina einu og sönnu ást, sem maður fórnar öllu
af fúsum vilja án þess að hika eða iðrast þess?
— Það get ég vitanlega ekki sagt að svo stöddu.
Ég veit að eins, hverjar tilfinningar mínar eru nú.
— Hefurðu aldrei hugleitt það, að slys ungu
stúlkunnar og bæklun hennar kunni að eiga sér
dýpri orsakir en hinar sjáanlegu?
Presturinn leit undrandi á biskupinn, sem hélt
áfram máli sínu.
— Þú hefur sjálfur sagt, að það hafi verið
ósamkomulag við unnustann, sem átti upphafið
að þessu öllu. Gæti ekki verið, að batinn hafi svo
lengi látið á sér standa einmitt vegna þess, hve
sárt hana tók að verða að hrinda frá sér þeim
manni, sem hún unni einum, — þrátt fyrir allt?
— Ég skil það, þér viljið gera mér það auð-
veldara að draga mig í hlé, mælti prestur.
— Mér kemur ekki til hugar að auðvelda þér
það eða nokkuð anna* -""•■aði biskupinn. Ég er
aðeins að visa þér þá leiö, sem þér er fær. Sjálfur
verður þú svo að taka þína ákvörðun, og þar vil
ég hvergi nærri koma. 1 því máli verður þú að
láta guð og samvizku þína ráða úrslitum.
Gamli þjónninn kom til Evu, þar sem hún sat
í hjólastól sínum úti í garðinum.
— Presturinn var ekki heimat sagði hannj.
Ráðskonan kvað hann hafa farið til borgarinnar
á fund biskupsins. Hún sagði mér líka, að hann
hefði sótt um að verða fluttur í annað prestakall.
E’va starði á hann, og svipur hennar var örvænt-
Framhald á bls. 38.
Að hjónavígslunni lokinni óskaði séra Hartwigþeim innilega til hamingju.
Vl<AH 11