Vikan


Vikan - 28.09.1961, Síða 12

Vikan - 28.09.1961, Síða 12
 • /• • - ' ■ ■ . : : ■■ .■',■■ z. / ''' :t ;/ :•/ . .•:' •' < . . ■w&ysý ••' ■■■ ■■;;/;;■■.■ » v-***w**» nirnnMf A,'' ÞEKKTU SJALF/ H ÞIG OG ÍHALDSEBLI Dr. Matthías Jónasson: Andstæð sálaröfl. Við erum sióánægð með tilveruna. Sjaldan leikur lánið svo við nokkurn mann, að hann óskaði, að rás við- burðanna stöðvaðist og ástandið héldist óbreytt þaðan i frá. Þótt við öðlumst í svip það, sem við þráðum heitast, sannast bráðlega á okkur orð skáldsins: „E'ftir örstuttan leik var hver blómkróna bleik, og hver bikar var tæmdur í grunn.“ Þó að óánægja sé neikvæð í sjálfri sér, sprettur upp af henni jákvæð þrá eftir breytingu og framþróun. Við viljum fá veröldinni breytt í það horf, sem okkur hentar og þykir hæfi- legt. Og við vefjumst sjaldan í vafa um það, hvernig veröldin ætti að vera. Hún birtist okkur alfullkomin í hugarsýnum okkar. Af þessum óróa nærast framvindu- öflin, svo að okkar litla veröld er háð sífelldum breytingum. Mörg okkar eru þó ekki stórtæk, hvorki í breytingaráformum né framkvæmd- um. Þau reyna að aðlaga sig sín- um þrönga verkahring og umbera galla sköpunarverksins. Aðrir eru róttækari. Byltingarþráin er líftaug þeirra. Þeir líta á nútíðarástandið sem úrelta flík, sem mannkyninu beri að afklæðast. Fyrir þeirra sjónum er sæluríki hins rétta skipulags á næsta leiti. En jafnskjótt og alvara sýnist á því að bræða slitinn málm fortiðar- innar í deiglu byltingar og steypa heiminn i nýju móti, bærist við- kvæmur strengur í brjósti okkar, og við hrökkvum við: Veröldin er þó svo kunn og notaleg! Hver vill yfir- gefa sinn hlýja krók, þótt hann þætti þröngur stundum, og hrekjast um í óvissu breytinganna? Mitt í óánægju- nöldri okkar felldum við vinarþel til þess ástands, sem við löstuðum. Því óar okkur nú á alvörustund við gá- lausu flani hinna framsæknu. Raunar fléttast báðir þessir þættir saman í eðli flestra manna. Þannig er það klofið. Bak við byltingarþrána leynist geigurinn við hið ókunna. Af honum sprettur fastheldni við gamal- kunnugt ástand og grónar venjur. Þannig er togstreitan milli íhalds og framvindu grundvölluð í eðli hvers manns. Seiður hillinganna. Ef þú kemst undir sporð regnbog- ans, þannig að þú sjáir litrófið glitra allt í kringum þig, rætist sú ósk, sem þú ber þá fram. Eg man, hvernig við krakkarnir hlupum í spreng til þess að komast undir enda regnbogans. Við drógum ekki í efa, að gæfan biði okkar þar. En regnboginn flýði okk- ur. Þegar við þóttumst hafa náð hon- um, námum staðar og lituðumst um, sást aðeins grátt, regnþrungið loftið í kringum okkur. En óskina bárum við, fram fyrir því. Sá framtiðarheimur, sem við sjá- um í hillingum, birtist okkur oft í slíkum regnbogaljóma, að okkur finnst raunveruástand líðandi stund- ar grátt og litilmótlegt í samanburði við hann. Og af trú okkar á fyrir- heitið um óskina kviknar eldmóður byltingarviljans. Ofstækisfullur bylt- ingarhugur blindast á raunveruleika líðandi stundar nema að því leyti, sem hann Þjónar undir framtíðarhug- sjónina. Þessi einsýni gerir bylting- armanninum kleift að krefjast þungra fórna, bæði af sjálfum sér og öðrum. Hver skyldi kveinka sér undan hlaupastingnum, þegar hamingjudís- in bíður hans í ljósbroti hillinganna? Vizka okkar um töframátt regn- bogans var arfur frá eldri kynslóðum. Samt hlupu afarnir ekki, og kannski Frámhald á bls. 34. Eðli manna er tvískipt: annars vegar ástríðufull bylt- ingarhneigð þess, sem sér fyrirheitna landið ævinlega í nokkrum hillingum og sættir sig aldrei við „núverandi ástand,“ og hins vegar sá, sem bundinn er við tjóðurhæl hins þekkta og gamalkunna. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.