Vikan


Vikan - 28.09.1961, Side 16

Vikan - 28.09.1961, Side 16
Þeita er septembergrein Helga Sæmundssonar, hún fjallar um hina nýju þjóðaríþrótt Islendinga: íþróttamönnum okkar þýðir varla lengur að keppa við erlenda leik- bræður sína í knattspyrnu, hlaup- um, köstum eða stökkum með sig- urvon í huga — og þykir mörgum illt til frásagnar, þó að utanferðir haldi enn áfram í þessu skyni og fararstjórn sé dágóð atvinna. Til- hugsunin um þetta smáræði þarf samt naumast að raska prúð- mennsku okkar eða rósemi. Við bæt- um okkur upp ósigrana á öðru sviði og heima fyrir. Sannleikurinn er sem sé sá, að Islendingar munu harla sigurstranglegir keppinautar um heimsmeistaratitilinn í snobbi. Allir vita, að iþróttir kosta mikla fyrirhöfn og ærna fjármuni, en svo er einnig um snobbið. Meistaratign þess hlýtur engin þjóð nema til komi einlægur ásetningur og staðfastur vilji. Þess vegna er aðdáunarvert, hver árangur okkar er orðinn í þessari baráttu eftir að við gerðumst sjálfráða. Hann er glæsileg sönn- un um dugnað, hugkvæmni og vel- megun. Kotríkið, sem var fyrir nokkrum áratugum, þolir nú mæta- vel samanburð í þessu efni við fræg og gömul stórveldi. Islendingar geta því sannarlega borið höfuðið hátt á almannafæri veraldarinnar, þó að Albert Guðmundssyni, Gunnari Huseby og Vilhjálmi Einarssyni hafi farið aftur í knattspyrnu, kúluvarpi og þrístökki og nokkur bið verði á, að aðrir komi í þeirra stað. LIFAÐ UM EFNI FRAM. Sumt er gott um snobbið. Við eig- um því til dæmis mjög að þakka framfarirnar í klæðaburði, matar- æði og húsakynnum. Hinu er ekki að neita, að það veldur miklu um þau úrslit, hvað íslendingar lifa áberandi um efni fram. Kapphlaup- ið hófst á styrjaldarárunum, þegar hver strákur og stelpa mokuðu sam- an peningum með því að vinna fyr- ir sér, en það hefur jafnan verið hæpinn gróðavegur á íslandi. Sam'- tímis kom til sögunnar sá hugsun- arháttur, að I’áll yrði að berast meira á en Pétur og Jón að vera eyðslusamftri en Sigurður. Kona skrifstofumannsins varð að eiga eins fallega kápu og forstjórafrúin og helzt dýrari. Stéttabaráttan gekk allt í einu út á það að kaupa bíla, byggja hús og halda veizlur. En stríðsgróðinn reyndist stopull eftir að vopnin voru kvödd í suðri, austri og vestri, því að ekki höfum við efn- azt á málfundum Sameinuðu þjóð- anna fremur en aðrir. Og þá áttu íslendingar að lifa á framleiðslu til lands og sjávar eins og í garnla daga, en kapphlaupinu mátti vitaskuld ekki linna, og nú var ekki annars kostur en lifa um efni fram. Nýju bílarnir héldu áfram að flytjast til landsins og lúxushallirnar að .rísa af grunni, þó að greiðsluhallinn við útlönd næmi milljónum mánuð hvern árið um kring. Stundum var minnzt á sparnað, þegar hæst lét í verðbólgukvörninni, en engum datt í hug að hætta að mala. Snobbið var ekki eins bölvað og margur hugði í upphafi — eða vita ekki guð og nienn, að á Islandi eru skulda- kóngarnir saddastir og virtastir? Auðvitað þarf dugnað til þess að leiða kapphlaupið, en farmaður, sem lætur of mikið eftir konunni sinni í fatakaupum, drýgir kannski laun sín með agnarögn af smygli, og bíl- stjóri, sem byggir helmingi of dýrt hús, stundar ef til vill Icynivínsölu um helgar, meðan hann hefur heilsu til að leggja nótt við dag. Um brask- arana þarf ekki að ræða í þcssu sambandi — þeir hafa aldrei ratað í þann vanda að lifa um efni fram. Skuggahliðar snobbsins í efna- hagsmálunum eru helzt þær, að dug- legt og heiðvirt fólk, sem ætlar að sigra í þessari keppni, missir oft heilsuna á miðjum aldri frá ógreidd'- um skuldunum, þegar húsið er ný- byggt og áður en bíllinn hefur veitt eiganda sínum verulega ánægju aðra en augnayndi líðandi stundar. Þó er sú bót í rnáli, að löngum kem- ur maður í manns stað og þreytir hlaupið vægðarlaust að félaga sín- um föllnum. Hér er því ekki um að ræða mannfall í venjulegum skiln- ingi heldur mannaskipti. En hver telur slíkt eftir? Finnst mönnum ástæða til að temja sér hóf í mat og drykk af því að nautnasjúkir bíiífismenn verða að sigla á nokk- urra ára fresti til að megra sig úti í Danmörku? Og er hóti verra að deyja af völdum húsbyggingar eða bílakaupa en úr giimlum og ólækn- andi sjúkdómi? Maður anzar nú ekki öllu! MEÐ HVÍTT ÚM HÁLSINN. Tvímælalaust er það snobbinu að þakka, hvað íslendingar ganga mun betur til fara en í gamla daga. Nú cr undantekning að kalla, ef Reyk- víkingur gengur ekki með hvítt um hálsinn. Fólkið, sem komst upp á snobblag styrjaldaráranna, man æsku sína og ætlar börnum sínum allt annan hlut og skárri en veiða fisk eða starfa að landbúnaði. Jafn- vel þær iðngreinar, sem fínastar þóttu á krepputímunum, eru nú úrelt og dónaleg atvinna. Börnin eiga að verða stúdentar og læra svo lögfræði eða viðskiptafræði í há- skólanum til að geta orðið hrein- legir rukkarar eða lágt launað skrif- stofufólk. Sjómenn og bændur afla að sönnu meira, ef vel árar eins og í sumar, en fataslitið er líka minna í skrifstofunum, kyndingin miklu betri og tómstundirnar fleiri til þess að sýna sig og sjá aðra á göt- unum eða samkomustöðunum, sem sífellt fjölgar, og víst ber okkur öllum að leggja eitthvað af mörk- um til að tryggja rekstur þeirra. Vitaskuld hefur það áhrif á út- flutningsframleiðsluna, hvað fáir íslendingar vilja vinna að sjávarút- vegi, landbúnaði og iðnaði, en stritið mátti líka missa sig, vökurnar og sóðaskapurinn. Verst er, hvað erfitt reynist að hækka kaupið og bæta lífskjörin í landi, þar sem menn lifa hver á öðrum eins og einhvern tíma var sagt, um Borgnesinga. En nú er skrökvið um þá orðið landssann- leikur. íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. Orka fallvatnanna og jarðhitans á íslandi er óþrjótandi og gæti nægt milljónum til fram- færis. En hún verður aldrei hag- nýtt af fólki, sem er hætt að nenna að sækja sjó, stunda landbúnað og vinna að iðnaði. Flóttinn frá fram- leiðslustörfunum veldur þvf, að fljótin ströng halda áfram að kasta gulli sínu út í hafdjúpið og sjóðandi jarðhitinn kraumar undir skel lands- ins. Þjóð, sem vinnur ekki fyrir sér og vill láta börn og fullorðna ganga með hvítt um hálsinn virka daga sem helga, veslast smám saman upp í andlegum aumingjaskap. Og fyrir hverju myndi þá að snobba? UTANFERÐASNOBBIÐ. Snobbið á drjúgan þátt í því, hvað Islendingar eru víðförlir og kunna góð skil á framandi löndum og þjóðum. Hér nægir fæstum að ferð- ast um sveitir og öræfi heimalands- ins í sumarleyfum. íslendingar flykkjast til útlanda og halda sig helzt þar, sem auðveldast er að losna við peninga. Reykvíkingur, sem aldrei hefur komið vestur í Onundarfjörð, norður á Vatnsnes eða austur í Breiðdal, getur talað um New York, Lundúni og París eins og stássstofuna sína eða svefn- herbergið sitt. fslenzkur iðnmeist- ari flaug í sumar heim frá Spáni til að taka þátt í verkfalli ajf því að hann taldi sig ekki geta lifaðí á kaupinu sínu — og þó var þetta uppniælingamaður. Heildsali, sem varð gjaldþrota fyrir nokkrum ár- um af einhverri óskiljanlegri ó'- heppni, ók í fyrra þver og endilöng Bandaríkin með fjölskyldu sína. Hann var mánuði í förinni. Uppeldisfrömuðirnir gera líka sitt til þess að íslendingar hleypi heimdraganum nógu snemma. Nú hæfir ekki lengur, að skólaferðir að loknu prófi séu farnar vestur, norður eða austur á land. Ungling- arnir hljóta minnsta kosti að heim- sækja Kaupmannahöfn eða Lundúni — og bráðum verður förinni sjálf- sagt heitið alla leið vestur á Kyrra- hafseyjar. Og svo bjóða útlendingar íslenzkum nemendum ótal styrki til þess að sanna skólum og félögum, að við séum ekki eskimóar. Sjón er sögu ríkari. RUSL í DÝRUM UMBÚÐUM. íslendingar snobba mikið fyrir listum. Ég á ekki við smáslys eins og þau, að áheyrendur klappi I ótíma á synfóníutónleikum eða gest- ir á málverkasýningu dáist að lista- verki, sem endaskipti hafa á orðið. Slíkt getur alltaf komið fyrir og er ekki tiltökumál. Ilitt gegnir furðu, hvað bókmenntasnobbið lætur til sín taka, því að við sögur og ljóð höfum við setið í j)úsund ár. Lengi vel þótti rétt og skylt, að stífmontn- ir broddborgarar og sæmilega skap- ríkir millistéttamenn væru á móti Halldóri Kiljan Laxness og skáld’- skap hans. Svo varð hann frægur í útlöndum, nefndur hvað eftir annað I sambandi við nóbelsverð- laun og fékk gullið í lófann einn góðan vcðurdag. Síðan hefur engu hans orði verið hallmælt nema af skrýtnum sérvitringum, sem enginn tekur rnark á utan heimila þeirra. 16 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.