Vikan


Vikan - 28.09.1961, Síða 17

Vikan - 28.09.1961, Síða 17
Nú snobba allir fyrir Halldóri Kilj- an Laxness að unnum sigri. Sama hefur gerzt um fjölmarga mynd- listarmenn okkar. Helzta undan- tekningin er Ásmundur Sveinsson, enda kvað hann snjallastur af nú- lifandi myndhöggvurum Norður- landa. Satt er það, að íslendingar munu mesta bókaþjóð í heimi miðað við fólksfjölda. Þá á ég við, að bókaeign er hér furðulega almenn. Fólk af öllum þjóðfélagsstéttum kemur sér upp stórum og vönduðum bóka- söfnum. Og íslendingar lesa mikið bækur. Samt fylgjast allt of margir þeirra með samtíðarbókmenntunum fremur af snobbi en sönnum áhuga. Vel menntaðir bókamenn kunna sumir hverjir sáralítil skil á skáld- sögum beztu rithöfunda okkar og fara þannig á mis við fagrar og merkilegar bókmenntir. Ýmsir vand- virkir og alvarlegir listamenn liggja í þagnargildi langan og góðan vinnudag ævi sinnar af þvf að þeir nenna ekki að auglýsa sig fyrir snobbunum. Lakast er þó, þegar íslenzka snobbið verður að aðdáun á því, sem sfzt skyldi, yfirborðsmennsk- unni, afkáraskapnum og blekking- unni eða heimskri og afmenntandi lágkúrunni. En því miður verður að segja þann beiska sannleik um mestu bókaþjóð heimsins, að hún les helzt það, sem minnst er í var- ið, og lætur selja sér verðlaust rusl í rándýrum umbúðum. Verst er ólæsi þeirra, sem sjá á bók, en skilja hvorlci né skynja. BOÐIÐ UPP í DANS. Ein ónáttúran býður annarri heim, og iðulega tekur snobbið á sig skoplega öfugsnúnar myndir. Svo er, þegar ungir menn klæða sig Ifkt og niðursetningar og ganga um eins og villimenn til að vera öðru vísi en annað fólk, vilja heita skáld Og' listamenn áður en þeir læra fil vei > a og telja sér trú um, að mein- laus. sta lýðræðisþjóðfélag nútím- ans liafi horn í síðu þeirra. Siíkir kynjafuglar sitja inni á kaffihús- um og tala um heimsbyltinguna til- vonandi, sem helzt á að byrja á fs- landi að frumkvæði þeirra. En ekki nóg með þetta: Tildur- menni, sem státa af eignum eða skuldum, taka upp á því að snobba fyrir alþýðunni og þykjast bregða á þann leik í minningarskyni um afa og ömmu eða pabba og mömmu. Þá má búast við, að sjómönnum sé gefið leikhús, trésmiðum synfóníu- hljómsveit og hafnarverkamönnum myndlistarhöll með mörg hundruð listaverkum. Hins vegar er Syn- fóníuhljómsveit fslands í próventu hjá útvarpinu og Listasafn ríkisins á hrakhólum. Og verkalýðsforingjunum finnst til um svona kúnstir. Auðvaldsbulla, sem áður stal eða mútaði að þeirra dómi, verður allt í einu heilög vera, ef hún býður alþýðunni upp f dansinn að tarna. MINNIMÁTTARKENNDIN. Og hver er svo skýringin á snobb- inu? Einfaldlega sú, að íslendingar kveljast undir niðri af minnimáttar- kennd, sem þeir reyna að leyna með mikilmennskutilburðum. Við skömmumst okkar fyrir þrældóm horfinna kynslóða og höldum okk- ur þess vegna frá erfiðisvinnu. Við hugsum með hryllingi til moldar- kofanna, sem voru híbýli fslend- inga ár og aldir, og ætlum að hefna kaldra og lekra húsa fortíðarinnar með því að byggja hallir um efni fram. Við förum veraldarveg til að afsanna, að heimaalningsháttur fá'- tækra og lítilsigldra forfeðra sé einkenni á okkur. Við sendum börn okkar í háskóla af þvf að feður okk- ar og mæður fóru á mis við þá lág- marksmenntun, sem nú kallast skyldunám. Og við snobbum fyrir bókmenntum og listum af svipuð- um ástæðum. Hitt gleymist, að Njála, Heimskringla eða biblían er sýnu þroskavænlegri lestur en þúsund bækur, sem láta sál lesandans ó- snortna. Minnimáttarkenndin verð- ur ekki sigruð með barnalegu stór- læti. En hún víkur á sínum tíma fyrir vitrænum þroska. Hann þurfa fslendingar að kapp- kosta. Það á líka að vera okkur auð- velt. Við gætum verið betur læsir og skrifandi en flestar cða allar Vesturlandaþjóðir. Okkur á vissu- lega ekki að vera ofraun að keppa að dómgreind og menntun. Mestu varðar þó, að við þekkjum sjálfa okkur í kostum og göllum og þorum að viðurkenna hlutskipti okkar og örlög. Sú mikilmennska er sönn og holl — og frækilegur úrslitasigur. Helgi Sæmundsson. Stífmontnum broddborgur- um þótti lengi rétt og skylt að vera á móti Halldóri Kiljan Laxness og skáld- skap hans. Svo varð hann frægur í útlöndum og fékk gullið í lófann og sfðan hefur engu hans orði verið hallmælt, nema af skrýtn- urn sérvitringuml Nú mega sjómenn og hafnarverkamenn búast við því að þeim sé gefin synfóníuhljómsveit eða myndlistarhöll með mörg hundruð listaverkum. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.