Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.09.1961, Qupperneq 31

Vikan - 28.09.1961, Qupperneq 31
Gylfi Hinriksson fram- kvæmdastjóri Bílaskoðun- arinnar h.f. á skrifstofu sinni. V Þeir vinna við Bílaskoðunina: Pálmi Friðriksson, Þorsteinn Sigurðsson Jósúa Magnússon og Gylfi Hinriksson. <3 Pálmi Friðriksson verk- stjóri ásamt einu af hinum mörgu og fullkomnu mæli'- tækjum. væri hægt aS benda á mýmörg dæmi um ófarir litt reyndra manna af bíla- kaupum. Þetta er ekki sagt til Þess aS sverta bílasala eSa undirstrika þá skoðun, að beir séu afleitari menn en áðrir, heldur til Þess að harma að þetta skuli vera staðreynd og að menn skuli fram til Þessa ekki hafa átt kost á því að leita til neins að- ila, sem segði algjörlega kost og löst á öllu sem máli skiptir i sambandi við einn bíl. Það munu margir hafa fagnað því, þegar það fréttist, að nokkrir atorku- samir menn ætluðu að koma á fót mjög fullkomnu fyrirtæki eftir er- lendum fyrirmyndum, þar sem bíla- eigendur og alveg sérstaklega vænt- anlegir bílakaupendur, gætu fengið fullkomna ,,læknisskoðun“ á bílum; svo það færi ekkert milli mála, í hvaða ástandi þeir væru. Einn góðan veðurdag í ágúst var svo fyrirtækið opnað og gefið nafnið Bílaskoðunin h/f; það er til húsa við Skúlagötu. Það fór orð af því, að húsnæðið líktist meira spítala en bílaverkstæði og það var mikið talað um það í bænum, að bílsölum hlyti að vera afskaplega illa við þetta fyrirtæki. Við fórum fyrir nokkru til þess að sjá fyrirtækið og dæma um það af eigin raun og við getum ekki annað en tekið undir þá skoðun, að hreinlæti og allar ytri aðstæður eru mjög til fyrirmyndar, tækin eru margvisleg og fullkomin og menn irnir vel að sér um þessa hluti. Við hittum fyrst framkvæmdastjór- ann, Gylfa Hinriksson, og hann sagði, að sér hefði dottið þetta í hug fyrir nokkrum árum, eftir að svipuð skoð- unarstöð var sett upD í Svíþjóð 1956. Gylfi er annars útskrifaður í vélfræði frá Stockholms Tekniska Insititut og tók bifvélafræði sem sérgrein. Gylfi sagði, að Svium hefði algjör- lega tekizt að útrýma þvi ófremdar- ástandi, sem þar var á bílasölu, en það mun hafa verið eitthvað ámóta og það er nú hér. Nú eru fjölmargar bílaskoðunarstöðvar starfandi í Sví- þjóð og það mun nálega óþekkt, að maður kaupi notaðan bil án þess að fyrir liggi skoðunarvottorð frá slíkri stöð. Gylfi sagðist hafa farið að hugleiða málið alvarlega 1959, en þá á undan- förnum árum var mikið talað um ailskonar bílasvindl og það, hvernig unnt væri að koma á einhverju viU- A m a r o karlmannanærfötin eiga miklum vinsældum að fagna — enda í senn þægileg og ódýr — Vel klæddir karlmenn velja Amaro . skiptaöryggi. Hann fór þá utan til að kynna sér málið og hefur alls far- ið þrisvar utan i því skyni. Síðan var fyrirtækið stofnað og keypt öll full- komnustu tæki, sem fáanleg voru i nágrannalöndunum og í Bandaríkj- unum. Eigendur auk Gylfa eru Pálmi Friðriksson, sem er verkstjóri og Jósúa Magnússon. Auk þeirra vinnur fjórði maðurinn, Þorsteinn Sigurðs- son, við Bílaskoðunina. Þeir byrja á því að aka bilunum spölkorn til þess að komast að raun um ástand þeirra, en síðan eru þeir settir inn og nákvæmur mælir segir til um bremsurnar. Þá er hraða- mælir og kilómetrateljari mældir upp og framhjólum snúið á feikna ferð til þess að komast að raun um jafnvægi þeirra og ástand framhjóla- leganna. Þá eru framhjólastillingar athugaðar með tækjum, sem sýna brot úr millimeter og það er at- hyglisvert ,að þeir segja að 97—98% af öllum bílum, sem þangað hafa kom- ið, jafnt gömlum sem nýjum, séu með skakkar framhjólastillingar. Undir- vagninn er athugaður af mikilli ná- kvæmni og þeir hafa tæki til að finna ryð, jafnvel þótt vendilega hafi verið smurt yfir það með kjarnorkukítti og málningu. Sjálf skoðunin á mótornum er mjög vísindaleg og þeir Framhald á næstu síðu. vikan 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.