Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 35
KÖKUUPPSKRIFTIR.
Framhald af bls. 25.
ásamt eggjunum, einu og einu í senn.
Hveitinu er ásamt lyftiduftinu bland-
að varlega saman við. Bakað er við
jafnan hita neðarlega í ofninum
(200°) í um 45—50 min. Á meðan er
soðinn appelsinulögur: 100 gr. sykur,
safi úr einni appelsinu og einni sítr-
ónu og rifið hýði af einni appelsinu.
Þessu er hellt volgu yfir nýbakaða
kökuna og rifnu hýði stráð yfir.
Kókoskökur (75 stk).
100 gr. kókósmjöl,
100 gr. hveiti,
100 gr. smjör,
. 100 gr. sykur,
rifið hýði af einni appelsínu,
50 gr. kúmen.
Hnoðað er saman i lengjur, sem eru
látnar bíða á köldum stað nokkrar
klst., þar til Þær eru vel harðar.
Þá eru þær skornar með beittum
hníf í kökur, sem eru bakaðar við
225° í 4—5 mín. Eiga ekki að renna
út á plötunni.
AMOR FÆR HJÁLP.
Framhald af bls. 7.
sem fyrir utan stóð.
— Hvað viltu mér? spurði hún
hranalega til að leyna fátinu.
— Ég er hérna með tvo aðgöngu-
miða að frumsýningu í leikhúsinu í
kvöld, sagði hann og lét sem ekkert
væri. — Mamma er fús til að gæta
Óla litla. Þú vildir kannski si.æða með
mér kvöldverð, áður en sýningin
hefst? Ég er á leiðinni til skrifstof-
unnar, en ég kem heim aftur um
fimmleytið.
Hún hikaði andartak. Það væri dá-
iialastom
Balastone gluggatjöldin hafa
rutt sér mjög til rúms um alla
Evrópu.
Fyrirliggjandi í stærðunum
40—260 cm. Hæð allt að 200
cm.
Kristjdn Siprsson iif
Laugaveg 13. Sími 13879.
samlegt að fara i bezta kjðlinn slnn
og koma á mannamót eina kvöld-
stund. En ef hún færi út með Jan,
mundi það verða upphaf að atburða-
rás sem hún réði ekki við. Þótt hún
hefði fyrir löngu leitt hann í öndvegi
hjarta síns, varð endurminningin um
hennar eigin svik við hann til þess,
að hún neitaði að viðurkenna það
fyrir sjálfri sér.
— Nei, þakka þér fyrir, sagði hún
og skellti á hann hurðinni.
Hún kepptist við vinnuna, til þess
að hún fengi ekki ráðrúm til að iðr-
ast. Þegar á leið daginn, setti hún
pott með þvotti í yfir gaslogann, en
ætlaði svo að koma upp vindutjald-
inu, sem fallið hafði úr hengslum sín-
um, og nota til Þess tímann, meðan
vatnið væri að hitna á pottinum.
Með naglaþjöl I annarri hendi, þar
eð hún átti ekki neitt skrúfjárn, steig
hún upp á stól og hugðist síðan klífa
upp í gluggakistuna, en missti Þá
jafnvægið og féll yfir sig niður á
eldhúsgólfið, slóst á leiðinni utan í
stálklædda brúnina á eldhússborð-
inu og sortnaði íyrir augum.
Þegar hún vaknaði aftur til með-
vitundar, lá hún ankannalega skökk
og snúin á eldhússgólfinu, en mátti
sig hvergi hreyfa fyrir óbærilegum
sársauka í mjöðmum og öxlum. Óli
litli stóð í eldhússdyrunum. Hún
reyndi að brosa til hans, en tókst það
ekki nema í meðallagi Hann seildist
eftir púðurdósinni hennar; hún hlaut
að hafa stjakað við litlu handtöskunni
sinni í fallinu, þvi að ýmislegt smádót
úr henni lá út um allt eldhússgólf.
Og Annetta reyndi að rísa á fætur,
en það varð einungis til þess, að hún
missti meðvitund aftur.
Óli sat á gólfinu og lék sér að seðla-
veskinu hennar, þegar hún rankaði
við. Hún lá kyrr og reyndi að átta
sig. Þá veitti hún athygli einhverjum
annarlegum nið, vatnið var farið að
hversjóða i pottinum. Og allt i einu
varð henni ljós sú hætta, sem yfir
vofði. Innan skamms mundi sjóða upp
úr pottinum og vatnið slökkva gaslog-
ann, en þá hlaut gasið að streyma
út óhindrað. Fólkið í íbúðinni á hæð-
inni fyrir neðan var ekki komið
heim enn Þá. Og Óli litli skildi að
. sjálfsögðu ekki neitt. Hvað sem það
kostaði, varð hún að rísa á fætur og
skrúfa fyrir gasið, en um leið og hún
reyndi, féll hún enn í öngvit.
Andartaki síðar heyrði hún það
gegnum dvalann, að suðuniðurinn i
pottinum jókst. Hún varð að kalla á
hjálp, áður en það yrði um seinan
— Og þá mundi hún skyndilega eftir
Jan. Hann hlaut að vera á leiðinn'-
heim, — en hvernig átti hún að ná
sambandi við hann? Óli . . . hún fór
að gráta af geðshræringu, Þegar
henni kom ráðið í hug. Hann var svo
ungur, að ekki þýddi að reyna að
gera honum það skiljanlegt með
bendingum, að hann skyldi stinga dót-
inu úr handtöskunni hennar út urn
bréfraufina á hurðinni. Hún leit a
hann i bæn og örvætingu.
— Gefa pabba, . . . sagði hún allc
í einu og vissi ekki, hvernig henni
datt það í hug. — Gefa pabba, endur-
tók hún og benti á smádótið á gólfinu.
Og Óli skildi . . . Hann brosti
hreykinn, þegar hann hljóp fram að
hurðinni með seðlaveskið hennar, og
svo heyrðist smellur í speldinu. Og
svo bar hann fram varalitinn hennar,
púðurdósina, vasaalmanakið og sígar-
ettuveskið. Loks stakk hann lykla-
kippunni út um bréfraufina, lagðist
síðan á hnén og beið þess, að Jan
kæmi og byrjaði leikinn. Um leið sauð
upp úr pottinum, loginn slokknaði, og
Annetta fann gasþefinn leggja að vit-
um sér. Hún óskaði þess og bað, að
Óli litli kæmi ekki inn í eldhúsið, og
þegar það ekki varð, hugsaði hún
með sér, að hún mætti vera Jan inni-
lega þakklát fyrir, að hann skyldi
hafa tekið sliku ástfóstri við dreng-
inn þrátt fyrir íramkomu hennar.
Óli sat og beið við bréfrauflna. Gas-
Olivetti Multisumma 22
Leggur saman, dregur frá og margfaldar. Er mcð 10
lykla leturborð, og kreditsaldó, snýst 220 snúninga
á mínútu og er því sérlega fljót að margfalda.
Árs ábyrgð.
olivetti-----------------------------
G. HELGASON & MELSTEÐ H.F.
RAUÐRÁRSTÍG 1 — SÍMI 11644
móðan var orðin svo mikil, að Ann-
etta fann til höfuðþyngsla. Hún heyrði
útidyrahurðinni hrundið upp og síð-
an skellt að stöfum. Andartaki síðar
skríkti Óli ánægjulega. Hún reyndi
að kalla á Jan, en röddin kafnaði
í kverkum hennar. Hún heyrði, að
hann ræddi eitthvað við drenginn
gegnum bréfraufina og að þeim kom
vel ásamt. Svo varð skyndilega þögn.
—- Annetta! hrópaði Jan. — Opn-
aðu, Annetta ...
Og loks tókst henni að kalla: —
Lyklarnir liggja á dyraþurrkunni ...
Henni sortnaði enn fyrir augum. 1
gegnum húmdökka móðu sá hún Jan
birtast í dyrunum. Svo heyrði hún
hratt fótatak hans og að hann opn-
aði í skyndi alla glugga og dyr. Hún
fann hressandi gust á andliti sér ...
— Hamingjan góða, sagði Jan
titrandi röddu. — Hvað hefur komið
fyrir ?;
— Ég datt niður af stól og hef víst
meitt mig talsvert, svaraði hún grát-
andi. — Ó, Jan ... ég var orðin svo
hrædd um, að þú kæmir ekki fyrr
en allt yrði um seinan.
— Það býr læknir á næstu hæð
hérna fyrir ofan, sagði Jan. — Við
urðum samferða inn úr dyrunum.
Við skulum skreppa og sækja hann,
Óli minn.
Hann tók drenginn á arm sér og
hljóp við fót fram ganginn. Læknir-
inn kom andartaki síðar. Eftir nokkra
athugun kvað hann meiðslin ekki
hættuleg, — tognun í mjöðm og hand-
leggurtnn úr liði um öxl, — en að
sjálfsögðu yrði hún að komast sem
fyrst i sjúkrahús. Og hann bauðst
til að hringja á sjúkrabíl.
Jan setti Óla litla gætilega á gólf-
ið og kraup við hlið Annettu.
— Hvernig fer nú með Óla, á með-
an ég ligg i sjúkrahúsinu? spurði
hún hikandi.
— Hafðu engar áhyggjur af þvi,
ástin mín, svaraði hann blíðlega og
kyssti hana á kinnina. — Fyrst fylgj-
um við þér til sjúkrahússins, og svo
fer ég með hann heim til mömmu,
— en þó þvi aðeins, að þú lofir því,
að ég megi svo gæta þín, þegar þú
kemur heim aftur ...
— Já, svaraði hún og brosti. —
Annars á ég á hættu, að Óli gerl
uppreisn ...