Vikan


Vikan - 28.09.1961, Page 36

Vikan - 28.09.1961, Page 36
HANN SVALAR ■ ■ ■ ÞORSTANUM HINN Ijúffengi svaladrykkur Valash stenzt í hvívetna kröfur yðar, enda unninn úr nýjum og ferskum ávöxtum. Valash er vinsæll og hressandi. - Reynið Valash. RÉTTIR. Framhald af bls. 8. Veðrið var líka gott. Meira að segja höfðu réttirnar verið byggðar upp fyrir nokkrum árum og það í þjóð- legum stíl úr fallegu hraungrýti og þakið með grasi ofan á veggina. Menn kepptust við að draga, eins og þeir ættu lífið að leysa, og máttu varla vera að þvi að fá sér í staupinu. Upp úr hádegi var allt búið, og það var litið með hálfgerðum undrunarsvip á örfáa menn, sem reyndu að upp- hefja söng. öllum lá á að komast heim sem fyrst, og margir hafa vist náð í hádegismatinn. Það var einna líkast skilaréttum, og á miðjum degi var staðurinn hroðinn. Einu sinni var sagt: Það eru ekki réttir nema einu sinni á ári, — og þá var reynt að gera réttadaginn hátiðlegan, oft ekv.' komið heim fyrr en í myrkri. Elzta kynslóðin man þá tíð, að ekki mátti bera ljós í bæinn fyrr en á rétta- dagskvöld. Það var paufazt i myrkn i meir en mánuð til þess að gera þetta kvöld eftirminnilegt og skemmtilegt. Það var svipað i þeirri ágætu sveit, Hrunamannahreppi; þó var þar tekið lagið, en söngurinn í réttum Tungna- manna bar mjög af, og voru þar stundum margir kórar að í einu. Þeim virtist ekki heldur liggja alveg eins mikið á að ná í hádegismatinn heima hjá sér, og Þó fannst okkur réttirnar óþarflega fljótt úti. En það var ólíkt skemmtilegra að sjá menn gefa sér tíma til að taka lagið og slæpast of- ur litið þennan eina dag heldur en flýta sér eins og þeir væru að kepp- ast viö að framkvæma firam ára áætlun á rússnesku samyrkjubúi. Það var heldur minni skilaréttasvipur þarna úti I Tungum, en þó er það svo, að stemmningin verður nokkuð önnur í þessum nýju, steyptu réttum, þar sem börnin, hundarnir og heima- sæturnar geta ekki hafzt við á réttar- veggjunum. Bændur og sveitafólk ættu að sam- einast um það að láta ekki rétta- daginn týna ljóma sínum, eins og hann er nú á góðri leið með. Það ættu sem flestir að fara ríðandi í réttirnar, og menn ættu að taka daginn í þetta; það fer, hvort eð er, enginn að vinna, þótt heim komi á miðjum degi. Svo má alls ekki leggja sönginn niður, og sizt af öllu ættu Hreppamenn að hafa forystu þar um, — menn, sem eiga bæði tónskáld, ágæta söngmenn og kór. GS. í ALVÖRU. Framhald af bls. 8. niðurgreiðslur til atvinnuveganna, svo að þeir geti greitt það kaup, sem fólkið verSur aS fá, — meS öðrum orðum, liagfræðileg langa- vitleysa, sem ekki verSur túlkuS betur meS öSrum orSum en þeim, sem maðurinn sagði um ’Borgnes- inaana. Þannig hefur þetta verið að minnsta kosti síðasta áratuginn, og ekkert bendir til þess, að það breytist svo í náinni framtíð, að þessar tvær setningar glati lífs- mætti sínum, — enda alls ekki víst, að nein breyting sé æskiieg. — Þjóðin fær allt skrifað, og ein- staklingarnir lifa hver á öðrum, og þetta virðist bara ganga vel. Drómundur. VIKAN OG TÆKNI. Framhald af bls. 5. rétt á lagningu slíkra brauta og rekstri þeirra. Eins og myndin sýnir, renna lestir þessar eftir aðeins einum brautar- teini, sem hvilir á allháum stoðum í nokkurri hæð yfir jörð. Slik ein- braut hefur það meðal annars til síns ágætis, að snjóalög valda ekki neinum farartálma, enda hyggst Wennergren leggja siíkar brautir um nyrztu héruð Kanada, þar sem hann hefur keypt stór landflæmi, er eklci hafa nýtzt hingað til sökum samgönguörðugleika á vetrum, en þeir eru langir norður þar. HVAÐA ÞVOTTAVÉL Á ÉG AÐ KAUPA. Framhald af hls. 13. að sjálfsögðu er mikill hægðar- aulti, þegar unnið er á stöðum þar sem ekkert niðurfall er. Með hjálp dælunnar er þá hægt að dæla vatninu upp i endhúsvask til dæmis. ÞVOTTAVÉLAR MEÐ ÞVÆLI: Þessar vélar eru til í mörgum mismunandi stærðum. Þær minnstu taka 1Vs kg, en þær stærstu allt að 6 kg af þurrum þvotti í eina fyllingu. Vélarnar eru búnar potti, og i botni hans er þvælirinn. Hann hreyfist fram og til baka og kemur við það þvotti og vatni á hreyf- ingu. Þvottalíminn er frá 10—20 mín. og vatnsmagnið er 15—20 lítrar á hvert kiló af þurrum þvotti. Sápulöginn má nota í 2—3 slcipti. FYLGITÆKI ÞVOTTAVÉLA MEÐ ÞVÆLI: í nýjustu gerðum þessara véla er hægt að l'á þeytivindu, og fer þurrkunin fram i sama pottinum og þvotturinn þvæst í, en í flestum tilfellum fyigir aðeins rafknúin vinda. ÞVOTTAVÉLAR MEÐ Þessar vélar eru ýmist liálf- eða alsjálfvirkar. Inni í ytri umgjörð- irini er stálhylki, sem þvotturinn þvæst í. Þetta hylki er allt sett götum svo vatnið geti hæglega leikið um þvottinn. Til að fyrir- byggja að þvotturinn pressist sam- Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.