Vikan - 28.09.1961, Síða 38
r
Ný litfilma frá
Kodak
KODACHROME II
Síðan 1936, þegar framleiðsla hófst á 35 mm
Kodachrome filmum fyrir litskuggamyndir og 8
mm fyrir litkvikmyndir, hefur hvarvetna verið við-
urkennt, að engn önnur litfilma stæði henni framar
að gæðum.
Nú hefur tekizt að gera svo mikilvægar tæknilegar
endurbætur á þessari filmu, að telja verður um
nýja tegund að ræða, sem gerir þér fært að ná
mun betri árangri.
Kodachrome II er 2/2 sinnum hraðari en eldri
gerðin; fyrir bragðið getur þú tekið litmyndir fyrr
á morgnanna og seinna á kvöldin en áður — jafn-
vel inni við góð birtuskilyrði.
Þrátt fyrir meir en tvöfaldan hraða eru gæðin sízt
minni — í rauninni meiri, því að litnæmi og lit-
auðgi hefur aukizt, og um leið verða myndirnar
skarpari og litbrigðin hreinni.
Fyrir hraða filmunnar geturðu tekið myndir af
hlutum á hraðari hreyfingu en áður. Bakgrunn-
urinn kemur betur fram, því að nú geturðu tekið
með t.d. f/11 í stað f/5,6. Um leið er minni hætta á
að myndin mistakist fyrir ónákvæma lýsingu. í
björtu sólskini verða skuggarnir mýkri og dýpri,
svo myndin kemst nær því, sem þú sérð með eigin
augum.
Kodachrome II verður til sölu í lok september.
Verzlun Hans Petersen h.f.
SÍMI 1-32-13.
Hvaða þvottavél... frh.
an, skiptir vélin um snúning eftir
fáeina hringi. Þvottalögurinn þarf
að vera um 4—7 kg á hvert kg
af þurrum þvotti. Nær hann þá
hér um bil 10 cm hæS i hylkinu.
STÓRAR ÞVOTTAVÉLAR MEÐ
HVERFIHYLKI.
Stóra hverfihylkisvélin er mjög
hentugar i sameiginleg þvottahús
í fjölbýlishúsum. Þær taka frá 8—
15 kg i livert skipti. Vélarnar eru
það stórar að ekki er hægt að
koma þeim fyrir i eldhúsi eða
baðherbergi, og verða því að vera
í þvottahúsi. Þessar vélar kosta um
50.000—• kr. en þegar á það er
litið að allt að 36 fjölskyldur geta
verið saman um vélina, verða þær
tiltölulega ódvrari á hverja fjöl-
skyldu, en vélnr af smærri gerð.
SJÁLFVIRKU VÉLARNAR:
Sjálfvirku vélarnar eru búnar
þeytivindu, sem þurrkar í sama
notti eða hylki og þvotturinn er
þveginn í, svo ekki gerist þörf á
að taka þvottinn úr vélinni fyrr
en hann er bæði hreinn og þurrk-
aður
Þeytivindan i sjálfvirkri vél
jmrrkar það vel að hann verður
vart undinn betur.
Þær vélar, sem bæði þvo og
þeytivinda katlast hálf-sjálfvirkar,
en sé ekkert annað að gera fyrir
húsmóðurina en eiga við nokkrar
stillingar, og svo sér vélin um af-
ganeinn kallast hún alsjálfvirk.
(f yfirlitinu er miðað við þurran
þvott, þar sem talað er um magn
þvottar).
Presturinn og ... frh. af 11.
ingu brunginn.
— Farðu, og segðu föður mínum,
að ég verðl a8 fft að tala vi8 hann
tafarlaust.
— Hefur bú tatað vlð séra Hartwig?
spurði hún æst.
— Eva ... Eva ... hrópaði ððals-
eigandinn. Þú getur gengiö ... Þetta
er kraftaverk ..;
Þegar von Gronau kom út i garð-
inn andartaki siðar, steig Eva niður
úr stólnum og gekk til móts við hanp.
Hefurðu taiað við hann? endur-
tók hún og virtist ekki einu sinni
veita feginleik hans athygli.
— Við hvern, vina mín?
— Prestinn?
— Hvers vegna heföi ég átt að tala
við hann?
— Ég skil þetta ekki, pabbi. Þú
hlýtur að hafa talað við hann, —
annars er þetta með öllu óskiljanlegt.
Þú hefur verið honum andsnúinn,
siðan hann kom hingað.
Óðalseigandinn hristi höfuðið.
— Þetta er ekki nema ímyndun þfn,
enda hefur það ekki neina þýðingu,
þegar allt er skoðað. Aðalatriðið er
það, að þú hefur fgngið máttinn aftur.
— Hann hefur sótt um að vera
fluttur í annað prestákall, sagði Eva
æst. Ef hann hverfur á brott héðan,
er það þér að kenna. Og það er hann,
sem ég á allan bata minn að bakka.
. . . . hann og enginn annar. Og svo
launarðu honum það með bví að
hrekja hann brott.
Von Gronau starði á hana, undrandi
og ráðbrota.
— Ég skil big alls ekki, Evp. . .
— En ég skil. ef hnnn fer héðan,
verð ég aldrei frisk aftur. ...
— Þú elskar hann há . . Von
Gronau horfði hrvggur á dóttur sína.
Svo sneri hann sér frá henni og gekk
aftur upp að höllinni.
Sér Hartwig var vísað inn í skri^-
stofu óðalseigandans, sem reis úr sætl
sínu og gekk til móts við hann.
—• Ég er komu yðar ekki óviðbúinn,
mælti hann.
— Ég var að tala við biskupinn,
sagði prestur. Og nú er ég sannfærð-
ari um það en nokkru sinni fyrr, að
mér ber að fara héðan.
UM MONSTERU
eftir Paul V. Miehelsen.
Grænar plöntur eru alltaf jafn
vinsælar og setja mikinn svip á
stofuna, eða það húsnæði er
skreyta á. Sú planta sem einna vin-
sælust hefur orðið, er monstera
delicosa.
Monsteran, sem áður var svo
þekkt undir nafninu philodendron,
er kominn alla leið frá Mexico,
og hefur reynzt frábærlega vel
sem stofujurt, og er mjög
sjaldgæft að fólk eigi í nokkrum
vandræðum með hana. Hún hefur
líka verið notuð afar mikið til
skreytinga i verzlunum, hótelum
og fleiri slíkum stöðum, og oft
við slæm skilyrði og jafn-
an reynzt dugleg. Þó hefur komið
íyrir að hún hætti að koma með
klofin eða götótt blöð. þegar bún
er komin alla leið frá Mexikó
það fyrst og fremst af því að birt,-
an er ekki jafn góð svo ofarlega
á veggnum, oft fær plantan bá.
ekki heldur nægan áburð í hlutfalli
við stærðina.
Bezt er birtan fyrir monsteru
upp við vegg á móti glugga.
Þarf venjulega góða jarðvegs-
blöndu. vatnsúðun nokkuð oft og
ríkulegan áburð um vaxtartim-
ann. Henni er fjölgað með topn-
græðlin^i eða hliðargrein með loft-
rótum. sem alltaf koma á hana, ,
Ekki er gott að hafa monsteru
nálægt. miðst.öðvarofni.
Monstera getur stundum blómstr-
að í heimahúsum, líkum blóm-
um og. Kalla, nema stærri. og hún
broskar þá oft vel æta ávexti,
Munið eftir bví. að nú er að
koma t.ími til að hætta að vökva
jólakaktusinn. Má hann gjarna
standa þurr í 3 vikur eða mánuð,
þangað til blöð hans fara að þorna
töluvert mikið. Þá er hann vökv-
aður vel og verða blöðin þá aftur
stinn og bústin. Síðan er bezt að
umpotta honum í nýja og góða
mold, vel sandblandaða, létta, en
þó áburðarríka, og gefa honum
svo blómaáburð öðru hverju. Ætti
hann þá að blómstra vel um jólin.
Þessa aðferð má endurtaka þegar
blómin eru fallin, eftir áramótin,
og á hann þá að blómstra aftur
um páskana.
J