Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.09.1961, Qupperneq 39

Vikan - 28.09.1961, Qupperneq 39
augunum. — Það voruð þér, en ekki hann, i sem gerðuð mig friska aftur. —• Það var aðeins fyrir hendingu, I . að ég kom hingað og gat veitt yður ■- "lið, þegar þér þurftuð þess með. Og Jfflef ég hefði ekki haft slík afskipti [gjaf yður. . . — Það er ekki satt, hvislaði hún döpur. Það var ekki af meðaumkun. Þér vilduð umfram allt, að ég næði mér aftur, — ekki eingöngu mín vegna, heldur og yðar vegna, af þvi að ég elska yður. .... Hann hristi höfuðið og flýtti sér að svara. — Þetta er blátt áfram fjarstæða, ungfrú EVa. Það er ekki ég, sem hef stöðugt verið í huga yðar, og það er tími til þess kominn, að þér gerið yður það ljóst. Þér þurftuð að öðlast nýtt þrek, það var allt og sumt, en þar sem það lyf fæst ekki í lyfjabúðum, varð presturinn að fúska svolítið i læknislistinni......... Eva lá með hálflukt augu, en varð þess þó samstundis var, þegar prest- urinn kom inn. — Eruð þér kominn, mælti hún lágt. — Já, það tjóar ekki annað en ég reyni að hafa eitthvert eftirlit með yður, þegar þér getið fundið upp á öðru eins. svaraði prestur. — Ég vissi, að þér munduð koma. Og nú verðið þér að heita þvi að yfir- gefa mig ekki. Þér megið ekki fara héðan. — Þér getið ekki ætlazt til þess af mér, að ég verði hérna alla ævi, svar- aði prestur hikandi. Og þar að auki ræð ég því ekki sjálfur. En nú skul- um við tala um yður. Þér hafið sann- arlega gert mig skelfdan, en sem bet- ur fer, verður þessi óheppni ekki til þess að seinka fyrir endanlegum bata yðar. Ég var svo heppinn, að mér tókst að sannfæra yður um, að lömun- in væri fyrst og fremst af sálrænum orsökum. I raun réttri hafið þér því enga Þörf fyrir mig lengur. Og þegar Stefán kemur aftur. . . . — Hvers vegna segið þér þetta við mig? spurði hún, og röddin var ein- kennilega hljómlaus. — Stefán átti tal við mig, og hann sagði mér, að hann hefði í hyggju að koma hingað aftur. — Stefán. Þér vitið ósköp vel, að það er ekki neitt samband á milli mín og hans framar. — Það er engu lokið ykkar á milli, mælti prestur með festu. I rauninni hafið þér ekki hugsað um annan en hann, ungfrú Eva: Annars hefðuð þér ekki tekið yður svo nærri þær fregnir, sem yður bárust af Rómardvöl hans. Hvers vegna voruð þér svo lengi að jafna yður eftir slysið? Hvers vegna gat yður ekki batnað? Það var ein- göngu af örvæntingu, þar eð Þér töld- uð, að hann væri horfinn yður fyrir fullt og allt. Þetta hef ég alltaf vitað, og nú skuluð þér vera hreinskilin og sönn sjálfri yður. . . Eva starði á hann með tárin í — Presturinn, endurtók hún með fyrirlitningu. Þér eigið við, að þér hafið þá aðeins verið að gegna embættisskyldu yðar? — Hvers vegna segið þér aðems? Starfið er mér köllun, sem veitir mér þrótt til að miðla öðrum af. Eva reyndi að setjast upp, en hneig lémagna aftur niður á svæfilinn. — Já, þér hafið veitt mér þrótt, mælti hún ástríðuþrungið. Þér hafiö fullvissað mig um, að ég væri ung og fögur og gæti gert karlmann ham- ingjusaman, — að enginn, sem væri með fullu viti, mundi sleppa af mér taki. Það hefur presturinn þá sagt. Nei, þér elskið mig, — og ég elska yður. Hvers vegna viljið þér ekki viðurkenna það? — Skiljið þér þá ekki, að ég hlaut að unna þeirri manneskju, sem var svo hjálpar þurfi? — Hvers vegna segið þér ekki sannlelkann? spurtti bún «>" — Þér elglð viB, aO það yrOi auO- veldast — fyrir yður. Ég fullvissa yður um, að ég tel yður ekki eiga sök á þvi, hvernig málum er nú komiB, séra Hartwig, en hins vegar tel ég, að þér getið einmitt ekki farið héöan. Þér hafiö óbeinlínis orðiO til Þess, aO dóttir mín á nú í sáru sálarstríði, því ber yöur skylda til aB veita henni nauðsynlega aðstoB. Ég kvíði engu meir en því, hvað verða mundi um Evu, ef þér hyrfuð þannig á brott eftir allt það, sem þér hafið fyrir hana gert og verið henni. Er það ekki skylda yðar sem prests aB firra aðra sorgum? — Eg get þvi aðeins orðið henni að liði, að ég afklæðist hempunni. Sem prestur megna ég það ekki. — Þér megið ekki svíkja Evu nú, .. einmitt þegar hún er ná sér eftir slys- ið, sagði von Gronau hrærður. Nú fer ég og kalla á hana. Hann gekk hröðum skrefum út I garðinn. ■ — Hvar er Eva, dóttir min? spurOi hann gamla þjóninn. Hún ók eitthvað í kerrunni. — Alein? Ertu gengin af vitinu, maOur? Tókstu ekkl eftir þvi, aO hún var alls ekki með sjálfri sér? Hvernig stendur á því, að þú leyfir henni að taka kerruna? Ungfrú Eva vildi ekki einu sinni hlusta á mig, svaraði þjónninn gamli. Hún var — með leyfi að segja — álíka æst og þér eruð sjálfur og hrópaði á- líka hátt. . . EVa var I svo æstu skapi, að hún hafði ekki taumhald á hestinum, og svo fór, aB kerran valt, og Eva var flutt meðvitundarlaus heim I höllina. Færustu læknar og sérfræðingar voru kallaðir þangað, en þeir gátu ekki fundið, að hún hefði orðið fyrir nein- um meiðslum. Þeir ráðlögðu, að geð- læknir yrði sóttur, — töldu víst, að ungfrúin mundi ná sér aftur, en Það tæki eflaust tímann sinn. Von Gronau sagði séra Hartwig, hvernig komið væri, og viku eftir að þetta gerðist, lét hann senda boð eftir honum. — Hún er komin yfir það versta, sagði óðalseigandinn. Og nú er það eingöngu undir yður komið, hvernig fer um batann, bætti hann við alvar- legur á svip. Athugið að HOMANN Harðplastið er fyrsta- flokks — Vestur-Þýzk framleiðsla, sem stenzt alla samkeppni. Sighvatur Einar^r^n & Co. SKIPHOLTI 15. — StMAR 24133 4137. — Þetta er sannleikurinn, ungfrú Eva. — Þér skrökvið. Ég sé það á yð- ur ... Eða getið þér svarið, að þér segið sannleikann? — Nei. — Nei, það þorið þér ekki, — þvi að þér munduð þá sverja rangan eið. — Stefán elskar yður. Og hann mundi gera yður hamingjusama, mælti prestur, um leið og hann gekk á brott. Misseri leið. Eva hafði náð sér fullkomlega, og Stefán, sem hafði sagt lausu starfi sínu i utanríkisþjón- ustunni, var horfinn heim og að- stoðaði von Gronau við búreksturinn a óðalinu. Þau Eva og hann höfðu nú tengzt aftur fornum tryggðaböndum, og dag nokkurn krupu þau saman við altarið í þorpskirkjunni, þar sem séra Hartwig gaf þau saman I heil- agt hjónaband. Og á þeirri stundu varð hann þess fullviss, að hann hafði valið þann kostinn, sem réttur var, og að sig mundi aldrei iðra þess. Að hjónavígslunni lokinni óskaði hann þeim innilega til hamingju. Klukkunum var hringt, og hinir mörgu kirkjugestir héldu á brott, — presturinn síðastur. Það var glaða sólskin úti, og þar biðu hans ótal við- fangsefni — sem prests og manns. ENÐIR.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.