Vikan


Vikan - 28.09.1961, Side 43

Vikan - 28.09.1961, Side 43
Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi nú ekki alls fyrir löngu. Mér fannst ég fara inn i búð með pilti, sem ég þekki, og kaupir hann tvo gullhringi, sem við setjum upp. Ég setti minn á vinstri hönd. Svo fannst mér pilturinn fara eitthvað í burtu, ég held út á sjó, og ég verð svo óskaplega leið og óánægð með þessa trúlofun og reyni alltaf að fela höndina, ef ég er einhvers stað- ar nálægt fólki. Svo hitti ég vin- konur mínar, og þær sjá hringinn, en óska mér ekkert til hamingju, og ég var nú nýtrúlofuð. Ég tek þvi hringinn einu sinni ofan og fer að skoða hann. Þá finnst mér hann vera svo mattur og óglansandi, og hann var beyglaður á þrem stöð- um. Ég man ekki, hvort ég var búin að setja hann upp aftur, þegar ég vaknaði. Fyrir hverju er þessi draumur? Með fyrir fram þökk. Sóley. Svar til Sóleyjar. Eins og ég hef getið um nokkuð oft áður, þá eru hringir sem sá, sem þú getur um í draumi þín- um, fyrir ástarævintýrum. Þú munt því kynnast pilti, sem þér fellur mjög vel í bili, en sakir á- hugaleysis hans fölnar sú ást, sem hjá þér kviknaði, og verður föl og mött sem hringurinn í draumnum. cbaUMSeinN Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumaráðandi. Það væri gaman að vita, hvernig þér ráðið þennan sérkennilega draum, sem mig dreymdi 17. janúar síðast liðinn. Ég var í rafmagnsofnaleit í Reykjavík. Víða sá ég þá á 600.00 krónur. En svo fór ég einhverja götu, sem ég veit ekki nafn á, og þar var ofn mjög líkur hinum, eli- mentin eins, en pallurinn einfaldur og hærri. Þessi kostaði 800.00 krón- ur. Mér fannst þetta skrýtið og hafði orð á þvi við kaupmanninn. Hann vildi þá koma með mér og sjá hina ofnana. Svo leggjum við af stað. Allt i einu er Ingibjörg, dóttir mín, bomin að lilið mér og hlandblaut sæng á öxlina. Hafði ég þá orð á þvi við barnið, að nú yrði pest af okkur. Allt í einu er ég lcomin í garð ásamt konu, sem er að sýna mér garðinn, og þá voru kaupmaðurinn og Ingi- björg ekki með. Göngum við að afar fallegu blómi. Konan segir eitthvað, sem mér finnst vera nafn blómsins á frönsku, segir svo á islenzku: „Gjöf til þín, Hannibal.“ Þetta fannst mér vera þýðing á heiti blómsins. Rótin á blóminu var í grænmálaðri tágakörfu, ekki dýr en þokkaleg. Svona er ég allt i einu komin heim til mín og stend með bréf í höndum, og er bréfið á ensku. Skýrasta setningin var: Gerið ekki kröfur, that would not need.“ Þá hneig maðurinn minn, Sigmundur, niður og reis ekki upp aftur. Þar með var draumurinn búinn. K. J. Svar til K. J. Fyrri hluti draumsins, þar sem segir frá leit þinni að ofni, bend- ir til þess, að þú þarfnist aukins hita í sambandi við ræktun, sem þú hefur með höndum, sbr. blóm- ið í draumnum. Ekki virðist grundvöllur samt nægilega góð- ur fyrir rekstrinum, þar sem blómið var aðeins í einfaldri tágakörfu. Setningin á ensku er þér bending um að krefjast ekki of niikils, enda hættirðu við á- formið, sbr. það að maður þinn hnígur niður, sem merkir endi einhvers. Mig dreymdi draum fyrir stuttu, sem ég bið þig vinsamlegast um að ráða fyrir mig, ef hann þýðir eitt- hvað sérstakt. Ég fékk afmælisgjöf frá strák, sem ég hef verið með lengi, en liann er farinn til útlanda og skrifar mér alltaf. Gjöfin var armband, og likt- ist það handjárni, og fannst mér ekkert athugavert við útlitið, að mig minnir, var bara ánægð. Það voru grafin á það mörg falleg orð: Ég elska þig. — Þinn að eilifu — og svo nafnið hans. Langar mig nú til þess að vita, hvort þetta merki eitthvað sérstakt fyrir okkur. Maggy Jensen. Svar til Maggy Jensen, Handjárnin í draumnum eru tókn þeirra tengsla, sem verða síðar milli ykkar — eða að eilífu, eins og það er orðað í draumn- um. Einhvern veginn fær maður samt á tílfinninguna, a,ð þessi tengsl séu ekki af sem æskileg- ustum toga spunnin og ekki verði nægilega til þeirra vandað í upp- hafi. Kæri draumráðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem ég hef mjög mikinn huga á að fá ráðinn, ef unnt væri. Mér fannst ég vera með hring úr skíra gulli með einhverjum laufum á, og var hann á hægri baugfingri mínum, en á þeim vinstri liafði ég mjög Ijótan og óekta hring, sem all- ur var rispaður; hafði einhvern tlma verið gljái á honum, en hann var mest horfinn. Mér fannst ég hugsa á þá leið, að fólk almennt mundi halda, að ég væri gift eða trúlofuð, ef ég setti ljóta hringinn á hægri hönd mér, því að hann var í stíl við giftingarhringi, og gerði ég það. Við það vaknaði ég. Með fyrir fram þökk. A. B. Svar til A. B. Hringurinn úr skíra gullinu með laufinu er tákn um vaxandi ást, sem virðist eiga glæsiloga framtíð fyrir sér. En þú kýst sýnilega verri kostinn, fyrst þú tekur ljóta hringinn og setur hann á hægri hönd þér. Það er tákn um ljótan og slitinn eigin- mann. »««■ Nýtt útlit Ný tækni Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.