Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 21
— Réttan hátt? Maud varð áköf. Orð eru orð og heit er heit. . . . þegar hún kinkaði kolli til Sonju i kveðjuskyni, þessarar ókunnu og að- vífandi stúlku, sem hún hataði ósjálf- rátt, þótt hún gæti ekki gert sér ljóst hvers vegna. — Þakka yður fyrir samræðurnar, þvingaði hún sig til að segja. Orð yðar eru sannarlega athyglisverð, og ég mun reyna að leggja mér þau á minni ... — Og ég mun minnast yðar, svar- aði ókunna stúlkan. Og ég þakka yður fyrir að þér leyfðuð mér að setjast við borðið hjá yður. Maud kinkaði enn kolli og gekk á brott. Þegar hún var komin inn I lyftuna, fann hún það bezt hve allir vöðvar hennar og taugar höfðu strengzt á meðan hún sat við borðið, því að nú sagði gagnverkunin til sín, og það var með naumindum að hún gat haldið sér uppistandandi. Hún varð að halda sér upp að lyftuþil- inu. Hve fólk getur verið miskunnar- laust, hugsaði hún. Það sækist ein- göngu eftir hamingjunni, en metur annarra rétt ekki neins. En það fer illa fyrir slíkum manneskjum áður en lýkur. Jan Stenlund hringdi. Spurði hvort hann mætti koma, en svar hennar hafði verið hikandi og óráðið. — Já, auðvitað. Ef þú sjálfur vilt ... Hann dokaði við eitt andartak, áð- ur en hann hringdi dyrabjöllunni. „Ef þú sjálfur vilt.“ Það var eins og orðin fælu í sér þann möguleika, að henni væri sjálfri ekki um það gefið, að hann kæmi. Tæki á móti honum aðeins vegna þess, að hann fór fram á það. Nei, það var heimskulegt að vera að reyna að leggja einhvern annar- legan skilning í orð hennar. Vissulega hafði hún góðar og gildar ástæður fyrir því, að fagna ekki um of komu hans — meðal annars vegna þess, að þau höfðu ekki sézt í nokkrar vikur, og það var að minnsta kosti vika liðin frá því, að hann hringdi siðast til hennar. Það var því til helzt til mikils mælzt, að hún hlvni upp um hálsinn á honum og byði hann vel- kominn, aðeins vegna þess að hann hafði látið svo lítið að hringja til hennar. En nú gat hann ekki lengur án hennar verið. Síðustu vikurnar höfðu orðið honum óbærilegar. Maud ... Maud ... hvað gat eiginlega að henni gengið. Eins og hann þyrfti að spyrja. Hug- boðið — þessi spáskyggni, sem byggð- ist á þeirri reynslu, sem maður hafði sjálfur orðið fyrir og vissi fyrir frá- sögn annarra að heir höfðu orðið fyrir — hugboðið var óneitanlega virk staðreynd. Að minnsta kosti hvað Maud snerti. Það leyndi sér ekki, að öryggis- leysi það, sem hún hafði alltaf þjáðst af, og varð til þess að hún gerði sí- fellt ströngustu kröfur til annarra varðandi orð og heit, hafði að undan- förnu aukizt um allan helming fyrir afbrýðisemi hennar. Ekki svo að skilja, að hún bæri hann beinum á- sökunum, eða spyrði hann hrein- skilnislega. Það gerði hún aldrei. Nei, hún lék sér að kviða sínum og tor- tryggni í einskonar gátuformi. Jan ... ef svo færi, að þú kynntist ein- hvern tíma annarri stúlku, sem þú yrðir ástfanginn af, þá hlytir þú ... nei, hvað er ég annars að fara, ég veit að þú ert heitbundinn mér, og þvi kemur aldrei neitt þessháttar til greina. Eða hún tók þannig til orða: Jan, mundir þú geta verið mér ótrúr, án þess að segja mér frá því? Þú veizt, að ég legg meira upp úr skil- yrðislausri hreinskilni en nokkru öðru ... nei, þú mátt ekki taka mark á þessum heimskulegu spurningum mínum. Þú veizt að ég meina ekkert með þeim ... Hvers vegna lét hann ekki skeika að sköpuðu? Hvers vegna lét hann aldrei til skarar skriða? Eitt kvöldið stóðst hann ekki mát- ið. Maud, spurði hann, ef til þess kæmi, sem þú ert alltaf að minnast á ... ég á við, að ég yrði ástfanginn af annari stúlku og sliti sambandinu við þig ... hvernig mundir þú þá bregðast við? Hún hafði náfölnað. En svo hafði hún tekið þann kostinn að fara að hlæja. — Ég mundi að sjálfsögðu ekki fá afborið það, að þú ryfir heit þitt við mig. En ég veit að til þess keraur heldur aldrei, og það er einmitt því, sem ég er svo innilega fegin ... Hann átti því ekki um aðra leið að velja en þá, sem hann hafði treyst á árum saman. Að hann gæti efazt um að það væri einlægur vilji sinn að verða aftur frjáls maður. Nú var honum það þó tilgangslaust lengur. Hann þoldi ekki lengur þetta síend- urtekna þras, þessar síendurteknu fullyrðingar ... ég get ekki lifað án þín. Atburður sá, sem gerzt hafði úti í skerjagarðinum i ágúst, lá enn eins og mara á honum og lamaði alla hugsun hans. Hann hafði aldrei vilj- að trúa þvi, að hún stæði við þessar brjálæðiskenndu hótanir sínar. En þetta sund hennar beint til hafs tók af allan vafa um það. Þar var um að ræða óvefengjanlega sjálfsmorðs- tilraun. Að vísu hafði hún gert þá tilraun í andartaks örvæntingu og alls ekki gert sér fyllilega grein fyrir af- leiðingunum. En hún hafði ekki hik- að við að gera hana, og það var heppnin ein, sem réði þvi, að hann bar nógu snemma að til þess að geta komið í veg fyrir að hún svipti sjálfa sig þannig lífinu. Og ef hún yrði aftur gripin slíkri örvæntingu? Ef það kæmi til alvar- legra átaka með þeim — mundi hún þá ekki endurtaka tilraunina? Vafa- laust. Og þá var þeirri spurningu einni ósvarað, hversu langt maður get- ur leyft annari manneskju að ganga í þvingunum og kúgun, áður en maður gerir hana sjálfa ábyrga fyrir afleið- ingunum af atferli sínu? Það var sannleikur, þótt beiskur væri, að Maud hafði verið gersamlega eyðilögð allt frá barnæsku með ó- heppilegum uppeldisáhrifum, og af þvi supu þau nú bæði seyðið. Hún hafði verið einkadóttir auðugra og mikils- metinna prófessorshjóna, og fengið umyrðalaust alit það, sem hugur hennar girntist — allt nema það, sem henni reið mest á, ástúð og einlæg tengsl við foreldra sína. Hún hafði alltaf fengið allar sínar óskir uppfyllt- ar, og þegar hún var orðin tuttugu og fimm ára að aldri, var það orðinn henni óskoraður réttur, sem allir hlutu — frá hennar sjónarmiði — að virða takmarkalaust. Og þá vitanlega fyrst og fremst sá maður, sem hafði heitbundizt henni. Hann þoldi þetta ekki lengur. Hann varð að kasta því öllu frá sér, jafnvel þótt ekki væri nema stutta stund; njóta hvíldarinnar, njóta þeirrar hamingju, sem hann þráði að mega njóta, og átti rétt á að fá að njóta — sem frjálsborinn, heilbrigður mað- ur. Hann lagði fingurinn á bjöllurofann og þrýsti á ... Það var sem tvö, reginsterk öfl tog- uðust á um Sonju, þegar hún svaraði hringingu hans og opnaði dyrnar. Þannig hafði það verið síðan hann ræddi við hana í símann, þannig hafði það eiginlega verið allt frá því, er hún ræddi við ókunnu stúlkuna í veitingasölunni. Það var þá sem með henni vaknaði vafi um það, að hún yrði, þegar allt kæmi til alls, fær um það að veita Jan þá hamingju, sem hún skuldbatt sig til, með þvi að berjast fyrir frelsi hans. Að ást þeirra mundi ekki endast þegar ástríðuhit- ann lægði; að hann mundi þá ekki finna hjá henni það, sem hann þráði og átti heimtingu á að hún gæti veitt honum. Hún hafði þvl hálft i hvoru vonað, að hann léti ekki frá sér heyra fram- ar, að draumurinn rynni út í sandinn og þrá hennar til hans breyttist smám saman í Ijúfa, sársaukalausa minn- ingu. Hins vegar sannfærðu heilbrigðar Framhald á bls. 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.