Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 51

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 51
HrlOln taafði akoIUO yflr akðnrara fyrir hádegið, og nú, er þelr tóku þann kostinn aO láta fyrirberast á hjarninu og eitt yfir alla ganga, lifOl enn löng stund af degi og sást þá bezt hve afdrifarík þeim hafði oröiö biOin eftir kaffinu á Þingvöllum; ef ekki hefOi verið fyrir hana, mundu þeir hafa átt skamman spöl ófarinn að sæluhússkofanum, er hríOin skall á þá, en hefðu þeir samt farið fram- hjá honum, mundu þeir nú vera komnir langleiðina niður i Mosfells- dalinn og ekki hafa tekið þennan ör- þrifakost, er þeir vissu sig í grennd við bæi, enda liklegt &0 veöur væri vægara niöri I dalnum. Og hefðu þeir ekki óttazt daginn áður él það, sem aldrei varð neitt úr, haldið yfir vatnið og fengið næturgistingu á bæjunum uppi í heiðinni, mundu þeir hafa átt skammt til bæjanna niðri í dalnum, þegar hríðin skall á. Þannig virtist öllum atvikum að Því stefnt, sem nú var orðið, eða öllu heldur því, sem beið þeirra og draumar höfðu boðað þeim sumum og getur hver skýrt það að vild, en gera má ráð fyrir að þunglega hafi nóttin lagzt í Pétur Einarsson, er hann minntist nú enn sinna drauma, og gripið hafi hann sá grunur, að ekki mundu þeir rætast nema á einn veg. En slík var karl- mennska hans og þrek, að hann lét það ekki á sig fá og tók æðrulaust, því sem að höndum bar; má og vera að það hafi aukið honum kjark fremur en hitt, að enginn drauma hans virt- ist boða feigð hans sjálfs, en sárt mun hann hafa tekið til félaga sinna, er hann þóttist vita suma þeirra feiga, þótt ekki gæti hann verið viss um á hverjum þeirra draumar hans myndu rætast þannig, nema þá helzt Guð- mundi, rekkjunauti sínum og vini. Ef- laust hefur það verið þetta sem olli, að hann gerðist heldur önugur í orði og svarkaldur, því að alltítt er það um skapmikla og tilfinninganæma, en æðrulausa menn, að þeir leyni þannig viðkvæmni sinni. Brátt tók mjög að þynnast fylking þeirra, er uppi stóðu. Þeir, sem harð- ast voru komnir sökum þreytu og kulda, höfðu samstundis fleygt sér niður, en sumir þó reynt að gera sér gróf í hjarnið með stöfum sinum, svo fyrr skelfdi yfir þá. Þegar komið var fast að dagsetri, rak Þorsteinn ungi frá Kervatnsstöðum upp hljóð þrisvar sinnum og hneig síðan niður á hjarn- ið. Lét Kristján frá Arnarholti, er þá stóð enn uppi, svo um mælt, að hörmu- legt væri að heyra, en Pétur svaraði því til, að sæmst væri honum að Þegja, fyrst hann fengi ekki að gert. Má af því kaldranasvari ráða, að sárt hafi þau hljóð látið í eyrum hans, og þungt hafi honum fallið það að fá sjálfur ekki neitt að gert. Hvorki lægði veðurhæðina né dró úr frosthörkunni, færðist heldur í aukana ef nokkuð var. Loks stóðu þeir einir uppi, jafnaldrarnir, Pétur og Einar. Hétu þeir þá hvor öðrum því, að uppi skyldu þeir báðir standa meðan þeim entist þrek og ræna. . . Fullyrða má að fáir hafi nokkru sinni átt svo erfiða og vonlitla varð- stöðu eða svo ógnþrungna vökunótt, sem þeir. Að fáir hafi nokkru sinni háð jafn harða hólmgöngu, ekki ein- ungis við umhverfið, aðstæðurnar og rás atburðanna, heldur og sjálfa sig — og haft sigur. Ekkert okkar er þess umkomiö, að setja sig fyllilega í annarra spor, jafn- vel ekki þótt troðin séu á tiltölulega tálmalausri alfaraleið, svo einstakl- ingsbundin eru viðbrögð manna og til- finningar, þótt ekki sé nerna um al- vanalegustu hluti að ræða, sem þeir vita engum örlögum valda; við höfum meira að segja ekki hugmynd um hvernig við munum sjálf bregðast viö þeim hlutum, eða gerum okkur al- ranga hugmynd um það, þangað til á reynir. Þeim mun ógerlegra er okkur því aO setja okkur í annarra spor, sem þau liggja fjær ruddri alfara- Hárið verður fyrst fallegt með SHAMPOO WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð — laðar fram hinn dulda endisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir— ein þeirra er einmitt fyrir yður. PERLUHVÍTT fyrir venjulegt hár FÖLBLÁTT fyrir þurrt hár BLEIKFÖLT fyrir feitt hár Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.