Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 44

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 44
fyrri heimsstyrjaldarinnar og hætt- urnar allsstaðar. Ekki fann ég til sjóhræðslu og heldur ekki sjóveiki. Ég segi þetta ekki til þess að hæla mér, því að þetta er manni aðeins gefið. Yfirmönnum mínum líkaði vel við mig. Við sigldum á Dan- mörku en einnig á Ameríku. Ég fékk að sjá önnur lönd, sem ég hafði þráð svo mjög, en minna fannst mér til koma, heldur en ég hafði ætlað. Mig hafði dreymt um yndisleik skóg- anna, en ég varð ekki hrifinn af þeim þegar ég fór að kynnast þeim. Ég liafði aldrei haldið að i þeám ríkti hæði kuldi og myrkur, en þannig voru þeir þegar til kom. Nú kom upp í mör löngun til þess að læra meira. Ég vildi læra mat- reiðslu og þóttist hafa fengið nokkra undirstöðu i eldhúsinu á Gullfossi. Eitt sinn þegar við vorum í höfn gekk ég á fund Emils Niel- sens forstjóra og sagði honum frá löngun minni. Hann var hið mesta ljúfmenni og kvaðst honuip litast vel á fyrirætlun mina, enda vantaði íslendinga innan skamms lærða matreiðslumenn. Ég spurði, livort hann gæti ekki á einn eða annað hátt greitt fyrir mér í Kaupmanna- höfn þannig að hann gæti útvegað mér pláss þar sem ég gæti lært og lofaði hann að gera það. Kvaðst hann ætla að skrifa út og skyldi allt vera tilbúið þegar ég kæmi til Hafnar. Um leið og ég kvaddi hann og þakkaði honum fyrir undirtekt- irnar, sagði hann: „Ég óska þér til hamingju, ungi maður. Þú hefur reynst vel, vertu sjálfum þér trúr. Þú skalt engar áhyggjur hafa af farinu út. Það færðu ókeypis hjá okkur.“ Þetta voru góð tíðindi fyrir mig og íoreldra mína — og svo lagði ég af stað til Kaupmannahafnar á fríu fari með Gullfossi. Þegar ég kom til Kaupmannahafn- ar sneri ég mér til skrifstofu Eim- skips og hitti fyrir mann sem Fanö hét. Kom þá í Ijós, að ég átti að fara á skólaskip, sem Constanse hét og var gamalt Grænlandsfar. Veit ég að margir eldri íslendingar muna þetta skip. Mér leizt ekki á þetta. Ég var kominn út til þess að læra, en ekki til þess eins að vinna án þess að læra meira en ég hafði þeg- ar lært í Gullfossi. Ég sagði Fanö þetta, en hann kvaðst ekki geta út- vegað mér annan stað. Þetta urðu mér sár vonbrigði og ég var held- ur niðurlútur þegar ég hrökklaðist út úr skrifstofu Eimskips. Þegar ég gekk eftir götunum burt frá skrif- stofunni fannst mér, að vonir mínar hefðu algerlega brugðist — og ég væri í raun og veru vegalaus. Næsta grein: Króaður af í víti styrjaldarinnar. Ummæli Jíjarna Brandssonar um Hannes Hafstein: Á siðastliðnu vori ritaði ég end- urminningar Bjarna Brandssonar sjómanns og birtust þær í þremur blöðum Vikunnar. — Nú hef ég fengið bréf frá herra Ásgeiri Þor- steinssyni verkfræðingi, tengdasyni Hannesar Hafsteins, þar sem um- mælum Bjarna um Iiannes um borð í Sterling er eindregið mótmælt. Ég hef borið mótmælin enn undir Bjarna, en hann heldur fasl við sitt. Hins vegar hef ég ekki fundið nafn Hannesar i farþegaskrá Sterlings um það leyti, er Bjarni kvaðst hafa verið samferða honum, en út- dráttur úr farþegaskránni birt- ist í Vísi. Meira get ég ekki að- leitt, að Sigurður kynni að taka mig fyrir sig vegna kunningsskapar við heimilið. Einu sinni, þegar Gullfoss kom f höfn, klæddist pabbi þvi sínum bezíu flikum og dreif mig í spari- fötin. Siðan gekk hann stórstígur niður að höfn og steig um borð í Gullfoss, en ég tritlaði við hlið hans og reyndi vitanlega að bera mig karlmannalega og líkja eftir göngu- lagi hans. Þegar um borð kom, gekk pabbi á fund Sigurðar, sem tók hon- um vel og pabbi bar upp erindið. Sigurður liorfði á mig alvörugefinn. Ég vissi, að ég var enginn væskill, cn reyndi samt að teygja úr mér, en Sigurður felldi úrskurð sinn. Því miður hafði hann ekki brúk fyrir mig, að minnsta kosti ekki að sinni, hvert rúm var skipað. Ég sá, að pabba rann í skap. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum, og ekki þarf að lýsa mínum eigin von- brigðum. Við kvöddum Sigurð og héldum heim lieldur þegjandalegir. Pabbi fór aftur í vinnufötin, en ég lireyfði mig ekki. Ég var að hugsa 44 VIKAN ráð mitt. Og allan þennan dag var ég mjög hugsandi. Ég vildi e-kki gefast upp fyrr en í fulla hnefana — og þannig hef ég alltaf verið. Og næsta dag fór ég aftur í spari- fötin og gekk um borð i Gullfoss og spurði eftir brytanum. Þá var bryti á Gullfossi Jóhannes Klein, síðar kjötkaupmaður í Reykjavík. Ég spurði liann skjálfraddaður, hvort til mála gæti komið, að ég gæti fengið pláss hjá honum sem vika- drengur. Þegar ég hafði stunið þessu upp, horfði hann á mig um stund, en sagði svo á dönsku: „Ég get víst notað þig. Mér lýst vel á þig.“ Ég hafði í raun og veru alls ekki búizt við þessum málalokum og ég fór bókstaflega talað að titra. En loksins gat ég stunið upp: „Hvenær á ég að byrja?“ „Strax, ef þú getur. Annars á morgun,“ svaraði Klein. Ég var ekki lengi að komast nið- ur landgöngubrúna og ég hljóp á einum spretti heim til min á Njáls- götuna. Ég svipti upp hurðinni og þaut inn á gólf. Foreldrar mínir sátu þar og faðir minn var að borða: „Ég er ráðinn á Gullfoss,“ söng órf Faðir minn lagði frá sér hnífinn og starði á mig stórum augum. „Hvað ertu að segja drengur?" sagði liann, og vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Honum hafði sjálfum mistekizt að ráða mig á skipið — og nú kom ég þjótandi heim og sagðist vera ráðinn. Þegar ég liafði sagt þeim alla sög- una, glöddust þau með mér og móðir min tók til dót handa mér — og síðan þaut ég út, kvaddi þau — og lagði uin leið af stað út í heiminn. Þegar um borð í Gullfoss kom, var mér vísað til Sigurðar Guðbjarts- sonar, síðar bryta á Heklu, en hann var yfirmaður yfir „messanum“. Ég átti að vera honum til aðstoðar við að ganga um beina hjá yfirmönnum skipsins. Vann ég þarna um skeið, en var svo settur í eldhúsið. Kaup mitt var 15 krónur á mánuði. Þarna vann ég nokkurn tíma og kunni ég vel við mig. Þetta voru síðustu ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.