Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 57
er þessar veiku og vanmáttku verur
stóðu enn a£ sér ásókn hennar. Voru
meira að segja svo blindaðar af of-
trú sinni á sigurmátt lífsins að ekki
þurfti annars við en þær sæju bjarma
af nýjum degi, til þess að þær tækju
aftur uppgjöf sína fyrir ofurefli henn-
ar í myrkrum næturinnar. Og nú var
sem hún afréði það í bræði sinni að
láta til skarar skríða og brjóta
þennan heimskulega mótþróa þeirra
á bak aftur í eitt skipti fyrir
öll. Á einu vetfangi var sem storm-
urinn trylltist, frostið tæki á allri
sinni grimmd og hríðin færðist i auk-
ana að sama skapi. Hin volduga vætt-
ur feigðarinnar krafði lífið og dag-
inn um herfang það, er hún hafði
helmerkt sér, svipti þeim, sem minni-
máttar voru og kröítum þrotnir, hvað
eftir annað niður á hjarnið, jafnótt
og hinum, sem meira máttu sín enn í
átökunum við hana, tókst að reisa
þá upp aftur; þreif þá jafnvel úr
höndum þeirra og linnti ekki þessari
æðisgengnu sókn sinni fyrr en þrir
lágu enn dauðir í val, þeir Isak, Diðrik
og Egill — fimm alls.
I þessari hólmgöngulotu gengu allir
hart fram er máttu og sáust ekki
fyrir — að einum þó undanskildum
— og mundi fáa hafa grunað, sizt
sjálfa þá, að þeir ættu enn þá hörku
og þrek í sér, eftir það sem á undan
var gengið. Það var eins og
þeir fyndu það á sér, að þetta væru
úrslitaátökin og þeim, sem stæð-
ust þau, væri undankomu von. Ehg-
inn gekk þó harðara fram en Pétur,
enda mun hann gerzt hafa skilið um
hvað var barizt, hvort sem hann gerði
sér grein fyrir því eða ekki hvaðan
honum kom sá skilningur á meðan
átökin stóðu yfir. En þegar hann sá
þá þrjá falla til viðbótar hinum tveim,
og Þeirra á meðal Egil bónda á
Hjálmsöðum, mun hann varla hafa
verið i vafa um það, og ekki heldur
um hitt, að enn mundu þeir félagar
og óvættur feigðarinnar ekki skilin
að skiptum að fullu.
Það var ekki fyrr en hinni æðis-
gengnu hólmgöngulotu lauk, að Pétur
mundi til sjálfs sin. Var þá klakagrim-
an fyrir andliti hans svo þykk orðin
og samfelld, að allt var ein isskán,
höfuðfat, hár skegg og trefill, hvergi
op fyrir augun né vitum, nema gat
lítið við annað munnvikið, og fékk
hann hvorki brotið þá skán eða rof-
ið, þótt hann beitti gegn henni gödd-
uðum vettlingunum. Lagðist hann
þá aftur á bak á hjamið og bað
Kristján frá Arnarholti að beita nú
broddstaf sínum, en hann mtm að
líkum hafa verið tregur til, Þvi að
bæði voru honum kaldar hendur og
stirðar og engu mátti skeika.
Það gerði Pétur sér að sjálfsögðu
líka ljóst; engu að síður lá hann graf-
kyrr á meðan Kristján beitti brodd-
inum Þar að skáninni, sem hann
hugði minnst meiðsli að verða þótt
örlitið geigaði, en fór sér þó hægt.
Þegar honum hafði loks tekizt að
rjúfa grímuna yfir enninu, þótti Pétri
meir en nóg um varúð hans og sein-
læti; greip báðum höndum að brot-
skörunum, fletti skáninni af andliti
sér með einu hörðu taki og skeytti
þá engu þótt skegg fylgdi og hár og
spratt á fætur. Þótt Kristján hafi ef-
laust verið Því fegnastur að þurfa
ekki að beita hvössum stafbroddinum
frekar að andliti hans, eins og allar
aðstæður voru, er ekki óliklegt að
honum hafi allt að því blöskrað harka
Péturs í þetta skiptið.
Vera má að honum hafi þá orðið
litið til Sveins í Stirtlu, þess eina í
hópnum, sem sparað hafði sjálfan sig;
staðið hjá og ekki hafzt að, er félagar
hans voru sem harðast sóttir og vissi
hann Svein þó hraustmenni. Slík
framkoma á neyðarstund er vöskum
mönnum og ósérhlífnum jafnan öllu
fremur óskiljanleg en fyrirlitleg,
vekur með þeim óhugnanlega undrun
fyrst og fremst, Því þeir geta ekki
trúað ódrengskap á neinn og sizt þá,
er þeim eru áður kunnir að öllu læmi-
legu, og því verður þeim slikt enn
lengur í minni. Heigulsskap og mann-
dómsleysi geta þeir reiðzt þegar svip-
að stendur á, og fyrirgefið um leið
og raunin er yfirstaðin, en hinu geta
Þeir hvorki gleymt né fyrirgefið.
(Niöurlag í næsta blaöij.
HAPSIPOTIKUM.
Framhald af bls. 27.
magapínu er fljótlega hægt að lækna.
Veiztu hvað þú ættir að gera, mamma,
segir hann, þú ættir að brugga reglu-
lega gott einiberjatoddy handa Lúlla
lækni og ef til er nóg vatn vildi ég
gjarnan fá líka.
Jólasveinapabbi spyr lækninn,
hvort þeir eigi ekki að spila Svarta-
pétur og það vill hann gjarnan, það
er gott að vera búinn að æfa sig fyrir
jólin. Jólasveinamamma bakar nýja
vanilluhringi og Rikka litla leikur
lækni, hún hefur fengið lánaða trekt-
ína hans Lúlla með gúmmíslöngunni,
allar dúkkurnar hennar eru með Haps
I einhverju og Jakob, hann sofnaði
áður en hægt var að gefa honum
laxerolíuna. En jólasveinapabbi og
Lúlli læknir spiluðu Svartapétur allt
kvöldið og svertu hvor annan á nef-
inu. Jólasveinamamma verður að
brugga mikið af einiberjatoddy og
þegar sitrónusneiðarnar eru búnar
setur hún lauksneiðar í og það
er eiginlega alveg jafngott. Já, róleg-
heitin hafa aftur náð tökum i litlu
jólasveinafjölskyldunni.
BLÓM Á HEIMILINU.
JÓLABLÓM
eftir Paul V. Michelsen.
Af pottaplöntum eru engar
ræktaðar i jafn stórum stil, sem
jólablóra og Cyclamen, eða alpa-
fjólur, eins og þær eru almennt
nefndar.
Þær tegundir sem hér eru mest
ræktaðar, eru ættaðar frá fjöll-
um Mið- og Suður-Evrópu, og
nokkuð frá Vestur-Asíu. Venju-
lega kaupir fólk alpafjólur þeg-
ar þær eru að byrja að blómstra,
og koma þær venjulega i blóma-
verzlanir í september. Þegar þið
kaupið alpafjólur, er bezt að
láta þær á sem kaldastan stað í
stofunni, svo þær venjist hitan-
um, látið þær aldrei við mið-
stöðvarofn. Bezt er að setja þær
á borð sem næst glugga, en gæta
verður þess að sól nái ekki að
skína beint á þær. Vökvið þær
mjög varlega og aldrei beint á
laukinn, blöðin eða blómin, þeim
er svo hætt við rotnun.
Blóm alpafjólanna eru í afar
fjölbreyttu litavali, hvit, rauð,
bleik og allt þar á milli, og sér-
kennileg i laginu, því það er eins
og þau séu öfug. Blöðin eru dökk-
græn og gráflekkótt að ofan, en
Framhald á bls. 60.
Hín
jSuper
Atomflticlf
.J . u
BORLETTI
VILBERG & ÞORSTEINN
Laugavegi 73, sími 10259.
Kaupfélag Hafnfirðinga, Hafnarfirði,
Viðtækja- og húsgagnaverzlun Akraness
Stapafell h.f., Keflavík
Har. Eiríksson & Co., Vestmannaeyjum,
Elís H. Guðnason, Eskifirði,
Verzl. Þórs Stefánssonar, Húsavik,
Sportv. og hljóðfæraverzl., Akureyri,
Verzlunin Vökufell, Sauðárkróki,
Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði,
Vesturljós, Patreksfirði.
MAKCO H.F.
Aðalstræti 6. Sími 13480
15953
Mynztur úr Automatic
Mynstur úr
SUPER
AUTOMATIC
ŒjmrnEjmEJŒŒrdJi
pr. /v*. /v*. r+\ ,'V*T
Va..-v aAv IV.aAa..-v
'trkt'k'kirk'kti; k'k'kki;'
J J rt %£ pþ
AVZDCJSJÍ J«,
ŒimjDDiLCCŒŒiiirŒDia:
VIKAN 57