Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 60

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 60
CERTINA-DS Hér er úrið, sem hefir alla þá kosti- sem karlmaður óskar eftir. Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss heíir tekizt að framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg, sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir 20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og reglulegt....sem sæmir CERTINA. Ó CERTINA-DS Selt og viögert i rúmlega 75 löndum CE>RTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss N—S á hættu, austur gefur. 4 10-7-5-4 V 10-9 + Á-G * Á-K-D-10-7 A Á-3-2 N A K-G-9-8 V D V A V Á-G-8-7-5-4 ♦ D-10-8-6-5-3 ♦ K * 8-6-5 S * G-2 4 D-6 V K-6-3-2 ♦ 9-7-4-2 ♦ 9-4-3 Austur Suður Vestur Norður 1 hjarta pass pass dobl pass 1 grand dobl pass pass pass ÚTSPIL TÍGULSEX Spilið í dag er frá sveitakeppni. Sagnir í þvi voru nokkuð frábrugðn- ar því, sem maður á að venjast og á ég þar við pass vesturs við opn- un félaga síns. Mjög fáir spilamenn segja pass á spil í þessari stöðu og i þéssu tilfelli var það hugsað sem gildrupass. í keppnisbridge er mjög ósennilegt að norður segi einnig pass og ef svo óliklega vildi til, þá var vestur sannfærður um, að þeir hefðu ekki átt úttektarsögn i spilun- um. Þegar suður sagði eitt grand við forhandardobli norðurs upplýsti vestur gildrupass sitt með þvi að dobla. Norður passaði í góðri trú, þar eð ekki var ósennilegt að suður fengi að minnsta kosti 7 slagi. Það var meira en suður gat búizt við en hann ótti fárra kosta völ. Þar eð a-v eiga ekki nema 3 hjörtu í spilunum var betra fyrir þá að setja suður einn niður doblaðan á hættu. Hitt er svo annað mál, að þeir urðu að spila mjög góða vörn til þess að setja spilið niður. Sagnhafi drap útspil vesturs með ásnum í borði og tók fimm slagi á lauf. Austur henti þremur hjörtum, vestur tveimur tiglum og suður tveimur hjörtum. Nú var hjarta spil- að úr borði og til þess að hnekkja spilinu varð austur að drepa á ás- inn, taka spaðakóng og meiri spaða. Vestur drap ó ásinn, tók tvo slagi á tígul og spilaði síðan spaða gegnum 10—7 í borði. Þannig fengu a-v sjö slagi og hnekktu þar með spilinu. Öll önnur varnarspilamennska gefur suðri sjöunda slaginn, annað hvoi’t á spaðatíu eða tígulniu. ★ JÓLABLÓM. Framhald af bls. 57. rauðleit að neðan, stinn og mjög þétt. Alpafjólan á að blómstra mergð blóma, sem koma upp fyrir blöðin. Þegar plantan hefir lokið blómstrun, eftir áramótin, er bezt að halda lauknum þurr- um yfir hvíldartimann, svo hann missi öll blöð. í júní eða júlí er svo hægt að taka laukinn fram aftur og skipta um mold, og þá má setja pottinn i austur- eða vesturglugga, en vökva ber varlega. Moldarblandan þarf að vera kalklaus, en vel blönduð gömlum mosa og vikri ásamt vel rotnuðum áburði. Áburð þarf svo að gefa vikulega, meðan plantan er i mestum vexti. Alpafjólum er aðeins hægt að fjölga með sáningu. Blóm alpafjólu er hægt að hafa afskorin í vatni, en þá þarf að skera vel upp i legginn svo sár- flöturinn verði stærri. ★ Bókamarkaðurinn. Framhald af bls. 39. dveljist nú í Bandaríkjunum, er kunnur rithöfundur og menntamað- ur. Æviferill Dostóévskys var aldrei hversdagslegur, ástir hans ekki heldur, og höfundurinn dregur ekki fjöður yfir neitt i þvi sambandi. Prentsmiðjan Leiftur gefur út tvær ferðabækur í ár. Önnur þeir'ra, „Á öræfum“ eftir Hallgrím Jónas- son, „mælir með sér sjólf“, því að höfundur hennar er löngu þjóð- kunnur, bæði sem ferðamaðúr og snjall ferðasagnaritari — og loks sem ágætur hagyrðingur. Eins og; nafn bókarinnar ber með sér, er þar fyrst og fremst sagt frá ferðum hans um hálendi íslands, þar sem hann er manna kunnugastur, en auk þess bregður hann sér með lesend- ur suður í Kákasus — og i skemmti- legar ráðherraheimsóknir — en aftast í bókinni er að finna nokkur ferðakvæði og stökur. Bókin er myndum prýdd og að öllu leyti hin eigulegasta. Höfundur hinnar ferða- sögunnar, Guðrún Jacobsen, sem segir frá „Pílagrímsför til heilsu- lindarinnar í Lourdes“ mun almenn- ingi siður kunn, en ferðasaga henn- ar er sérkennileg, og ekki öll sem sýnist við fyrsta lestur. Hún er einn- ig mörgum myndum prýdd. Herra Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup hefur ritað formálsorð að bókinni. Á bókaforlagi ísafoldarprent- smiðju h.f. koma út ferðaþættir Ein- ars Ásmundssonar, fyrrv. ritstjóra, „Frá Grænlandi til Rómaborgar“. Einar er mjög vel menntaður maður, víðförull, skáld gott og kann vel að segja frá, enda eru þessir ferðaþætt- ir hinir skemmtilegustu aflestrar VIKAK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.