Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 63

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 63
ursins, Matthíasar Jochumsonar, sem dr. Steingrimur Þorsteinsson hefur séð um og samið ingangsorð að. Matthías Jochumson var með ólík- indum fjölgáfaður og fjölhæfur scm skáld, og sum atriðin í „Skugga- Sveini" eru með því snjallasta, sem enn hefur komið fram i íslenzkri leikritagerð. Að þvi leyti var það islenzkri leikritun óbætanlegt tjón að Matthías skyldi siðan aðeins hafa þá skáldskapargrein í hjáverkum frá Ijóðaskáldskapnum og þýðing- unum, þótt hann hafi með hvoru- tveggja auðgað íslenzkar bókmennt- ir flestum öðrum fremur. En oft finnst mér, að ekki sé þvi á loft haldið sem vert er, að Matthías Jochumson samdi fyrsta íslenzka sjónleikinn, sem lifa mun með þjóð- inni í margar kynslóðir. „Við opinn glugga“. Laust mál eftir Stein heitinn Steinarr, er ein- hver sú skemmtilegasta bók aflestr- ar, sem út hefur komið eftir ís- lenzkan höfund á síðari árum, þótt hvorki sé hún stór i sniðum né stór- brotin. Þetta er safn blaðagreina, stuttra ritgerða og frumdrög að greinum og ritgerðum; sumt liefur áður birzt, annað hvergi komið fyr- ir almenningssjónir, og hver setning leiftrar af þeirri góðlátlegu of fág- uðu kýmni, sem Steinn var gæddur í rikari mæli en flestir. Hannes Pét- ursson hefur séð um útgáfuna á vegum Menningarsjóðs. Þá gefur Menningarsjóður og út „Síðustu þýdd Ijóð“, eftir Magnús Ásgeirs- son — tuttugu og tvær ljóðaþýð- ingar, sem öllum unnendum ljóða og Magnúsar mun þykja fengur að. íscfoldarprentsmiðja h.f. gefur út „Tístransrímur“ og aðra rimna- flokka eftir Sigurð Breiðfjörð, sem þriðja rímnasafn sitt. Sveinbjörn Beinteinsson hefur séð um útgáfuna og ritað ínngangsorð og skýringar, en Jóhann Briem listmálari mynd- skreytt. Þetta er hin vandaðasta og eigulegasta bók — og mörgum mun leika hugur á að kynnast af eigin raun þeim rimum, sem urðu til þess að Jónas Hallgrímsson kvað upp „dauðadóminn“ yfir þeim þjóðlega kveðskap íslendinga. Það má telja merkisatburð i is- lenzkum bókmenntum, að nú er í fyrsta skipti gefin út frummálsþýð- ing á forngrislcum harmleik — „Ant.igónu“ eftir Sofokles, einhverju stórbrotnasta verki í heimsbók- menntunum og frægasta harmleik, sem saminn liefur verið fyrr og síð- ar. Dr. Jón Gíslason skólastjóri á miklar þakkir skildar fyrir að hafa unnið slíkt þrekvirki, og þá einnig fyrir hina fróðlegu inngangsritgerð sína, sem opnar lesendanum sýn inn á svið forngrískrar leiklistar og leikritunar. Og tjón verður það is- lenzkum hókmenntum, ef dr. Jóni vinnst ekki tími til að auðga þær þýðingum af fleiri forngriskum harmleikum. ísafoldarprentsmiðja gefur bókina út. Gervifrjóvgun og guðstrú. Framhald af bls. 35. mannlegt samfélag. Fætt barn nýt- ur þegar réttarverndar og jafnvel i móðurlifi á það sinn rétt. En hver myndi verða réttarstaða lífverunn- ar i tilraunaglasinu, þegar vísinda- manninum finnst rannsólcnarnauð- syn knýja á? Samt hefur vísindamaðurinn ekki kveikt þetta líf, heldur aðeins veitt því hæfileg vaxtarskilyrði. Undur sköpunarverksins stendur óhaggað. Rannsókn á þróun tæknifrjóvgaðs eggs er aðeins mikilvægt skref fram á við í þeirri viðleitni mannsand- ans, að skilja þróun lífsins. Ef guð- legur neisti býr í eðli mannsins, þá glæðist hann ekki sizt í þrot- lausri sannleiksleit mannkynsins. Foreldralaust mannkvn? Samt munu þessar frjóvgunar- og fósturtilraunir vekja mörgum manni geig. Verðum við ekki að óttast, að þær séu fræðileg undirstaða að tæknilegri framleiðslu á mannver- um? Rísa ekki upp í fyllingu tím- ans efnafræðilegar ldakstöðvar, þar sem menn verða framleiddir án blóðtengsla við ákveðna foreldra? Ekkert imvndunarafl megnar að setja sér glöggt fyrir sjónir, hvaða afleiðingar slik röskun á viðhalds- og vaxtarlögmálum mannlífsins kynni að hafa. Hugmyndin um gervimanninn er ekki ný. f Faust bregður Goethe henni upp í mynd Homunculusar, mannsins, sem Wagner tókst að framleiða i tilraunaglasi. En Hom- unclus skortir allt, sem kallnzt andi og manndómur. Goethe leiðir hann fram á sviðið i þeim tilgangi einum að draga dár að þeim hugmynd- um, að tækniframleiðsla geti nokkru sinni komið i stað skapandi frumorku náttúrunnar. Snckincf- arnir ráða Homunculus til að hverfa til frumdýranna og endnrtaka þró- un lifsins. „Án villu og syndar vizku enginn hlaut. Ef villtu þróast, finn þér vaxtarbraut." Sú vá er þó varla fyrir dyrum, að ættlaust verksmiðjukyn byggi niðjum Adams út af jörðunni. Enn þá hefur ekki tekizt að framleiða Homunculus, hvað þá burðugri mannveru. Enn bendir fátt til þess, að vísindunum takizt nokkru sinni að glæða þann lífsneista, sem tendr- ast í frjóvguðu eggi, svo að hann nái lifvænlegum þroska. E(inmitt þess vegna ögra leyndardómar sköp- unarverksins rannsóknarþrá manns- ins, að þeir eru skilningi okkar og verktækni ofvaxnir. í öðru lagi er ekki sýnn gróði við framleiðslu á mönnum. Það skortir ekki mannfólk á þessa jörð, fyrir þvi hefur móðir náttúra séð. Það sem skortir er landrými og næring handa mannkyninu. Vanda- mál framtiðarinnnr er ekki mann- fjölgun, heldur takmörkun mann- fjölgunar. f samhandi við hana risa hin flóknustu siðfræðilegu vanda- mál, sem við sjáum enn þá enga lausn á. Áhugamál framtiðarinnar mun þvi ekki vcrða það að hefja fjölda- frnmleiðslu á tækniættuðu fólki. Fvrir manninum liggur baráttan um nakta tilveru sina. Þann vanda mun tækniniðiinn ekki leysa. Hann er — eins og skáldið lætur Homun- culus segia — eðlisbundinn þröngti rúmi tilraunastofunnar, þó að manninum, sem framgengur úr undri sköpunarverksins, finnist þröngt um sig i alheimi. (I Nýtt útlit Ný tækni Málmgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiöiubyggmgar, gróður- hus, bílskúra o fl. Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022. VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.