Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 25
Órói Óróa má búa til af ýmsum gerö- um og eru hér sýndar tvær þeirra, hjörlu og jólatré. Það er sama fest- ingin á þeim báðum, en það eru tágaslengur, þrjár með hjörtunum og tvær, sem jólatrén hanga á. Þetta er fest á stengurnar á mismun- andi liátt. Hjörtun eru úr rauðum glanspappír og eru höfð misstór, en sum þeirra eru búin úr málm- þræði, sem er beygður með töng og endarnir látnir mætast að ofan og bundnir saman með tvinna. Hafið þræðina nógu langa, svo þægilegt sé að vinda þá um stengurnar og limið þá fasta með glærum lim- pappír. Hjörtun í miðjunni eru stungin hvort inn i annað. Það er skorið eftir punktalínunni upp i annað hjartað og niður í hitt. Bind- ið rauða slaufu um samskeyti tág- anna og hengið þetta upp. Jólatrén eru búin þannig til, að á grænan pappír eru gerðir fjórir hringir með 8 cm radíus og er hverjum þeirra skipt i þrennt. Þeir eru klipptir út og búin til smá kramarhús, sem limd eru saman. Á langan grófan þráð er bundinn stór hnútur á end- ann (það má líka þræða í gegnum perlu) og tréð er þrætt á og annar hnútur bundinn fyrir ofan tréð áður en næsta tré er þrætt á. Fallegt er að líma litla stjörnu fyrir ofan hvert tré. ★ Hér sjáið þið óvenju skemmtilega skreytingu á jólaborðið. Litlu dúkarnir í jólatrésformi eru saumaðir eftir meðfylgjandi sniði, úr frekar þykku grænu bómull- arefni og bryddir með hvítum skáböndum. Teiknið sniðið á tvöfallt bómullarefnið og ath. að tvöfalda brúnin komi við miðju á sniðinu og liggi þráðrétt Sniðið saumfarslaust. Takið nú hvíta skábandið, brjótið það tvöfalt, þannig að neðri helmingur sé örlítið breiðari en sá efri. Brjótið þannig þá lengd sem mátuleg er kring um dúkinn. Bryddið nú dúkinn með skábandinu, byrjið að neðan, eða þar sem lítið ber á samskeytum. Hafið skábandið þannig að breiðari brúnin komi alveg inn í brún skábandsins, þræðið fast og saumið með hvitum tvinna tæpt i brún í saumavél. Gangið vel frá endum og samskeytum. Strauið frá röngu. Saumið fleiri dúka eins. Jólakarlinn er búinn út á keilulaga pappahylki sem losnað hefur undan vefgarni, sé það ekki fyrir hendi er auðvelt að búa það til úr pappa, sem þægilegt er að sveigja. Ath. að samskeytin að aftan séu vel föst. Málið hylkið með bláum eða rauðum þekjulit. Skreytið siðan pappahylkið eftir myndinni. Teiknið andlit með sterkum litum og límið bómull eftir smekk. Festið skinn — eða „plusræmu fyrir húfuskraut“. Auðvelt er að búa til þessa saumakörfu og efnið er tekið úr tuskupokanum. Hún má vera einlit eða mislit eftir vild. Farið er eftir teikningunni og er hver ferhyrn- ingur gerður 5x5 cm. Eftir mótinu er svo klippt, bæði efnið og pappi. Efnið er haft tvöfalt og látið það vera einum cm. stærra, eða saumfar. Saumað er saman frá I—S á myndinni, snúið við og pappanum stung- ið inn, og síðan saumaðar saman hinar hliðarnar. Hjörtun eru klippt út í filt eftir mynztrinu og saumuð innan á hliðarnar og látin vera opin að ofan svo þau mynda vasa. Hliðarstykkin eru svo saumuð sam- an á þremur hliðum, snúið við og papp- anum stungið inn og fjórði saumurinn saumaður saman. Lykkja er sett á hvert stykki og hnappur á stykkið á móti til að hneppa henni á. Að lokum eru hliðarnar saumaðar við botninn í höndunum, hnöpp- unum hneppt og jólagjöfin er tilbúin. VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.