Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 62

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 62
Fyrir 200.00 krónur á mánuði getið þér eignazt stóru ALFRÆÐIBÓKINA NORIMSK KOWYERN4TIOMN LEKNIK04 sem nú kemur út að nýju á svo ótrú- lega lágu verði ásamt svo hagstæð- um greiðsluskilmálum, að allir hafa efni á að eignast hana. Verkiö samanstendur af: 8 stórum bindum í skrautlegasta bandi sem völ er á. Hvert bindi er yfir 500 síður, innbundið í ekta „Fab-lea“, prýtt 22 karata gulli og búið ekta gullsniði. Bókin er öll prentuð á fallegan, sléttan og ótrén- aðan pappír, sem aldrei gulnar. 1 henni er fjöldi mynda auk litmynda og landabréfa, sem prentuð eru á sérstakan listprentunarpappír. 1 bók- ina rita um 150 þekktustu vísinda- manna og ritsnillinga Danmerkur, og öllum mikilvægari köflum fylgja bók- menntatilvísanir. Nú, á tímum geimferðanna, er það nauðsynlegt, að uppdrættir af lönd- um og borgum séu staðsettir á hnatt- líkani þanmg að menn fái raunveru- lega hugmynd um, hvað er að ger- ast umhverfis þá. Stór, rafmagnaöur Ijóshnöttur meö ca 5000 borga og staöanöfnum, fljótum, fjöllum, haf- djupum, hafstraumum o. s. frv., fylgir bókinni, en það er hlutur, sem hvert heimili verður að eignast. Auk þess er slíkur ljóshnöttur vegna hinna fögru lita hin mesta stofuprýði. VIÐBÆTIR: Nordisk Konversations Leksikon fylgist ætíð með tímanum og því verður að sjálfsögðu framhald á þessari útgáfu. AFHENDING: Áætlað er, að bindi bókarinnar komi út með fjögurra mánaða millibili. — Hnattlíkanið er þegar hægt að afhenda, ef gerð er i það pöntun tafarlaust. VERÐ alls verksins er aðeins kr. 4.800,00, ljóshnötturinn innifalinn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við mót- töku bókarinnar skulu greiddar kr. 400,00, en síðan kr. 200,00 mánaðar- lega, unz verkið er að fullu greitt. Gegn staðgreiðslu er gefinn 20% af- sláttur, kr. 960,00. Bókabúð NORÐRA Hafnarstræti 4, sími 14281. og bera vitni næmu auga og athygl- isgáfu höfundar. Bókin er myndum prýdd og að öllu leyti vel til hennar vandað. Bókfelisútgáfan hefur goldið nokk- uð af skuldinni við Sigurð Breið- fjörð fyrir hönd þjóðarinnar — og komið þar til móts við ísafoldar- prentsmiðju h.f. eins og seinna verður getið — með því að gefa út reisubók hans, „Frá Grænlandi“, óstytta og eftir handriti i einkar smekklegri og vandaðri hók. Sig- urður hefur tekið vel eftir því, sem 62 VIKAN bar fyrir augu hans á „Grænlands grund“, og hann segir vel frá. Þess- ari bók verður áreiðanlega vel tekið af almenningi. ÍSLENZKAIl SKÁLDSÖGUU. Hér er enn orðsending til þeirra, sem bölsýnastir eru varðandi ís- lenzka menningu — þjóðin hefur aldrei átt jafnmarga jafngóða skáld- sagnahöfunda en nú, jafnvel þótt „nóbelklassinn“ sé þar ekki meðtal- inn, og mun það varla geta tal- izt menningarlegt hnignunarmerki. Elcki heldur það, að almenningur kaupir nú og les meira af íslenzk- um skáldsögum en nokkru sinni fyrr. „Sonur minn Sinfjötli“ cftir Guð- mund Daníelsson, sem ísafoldar- prentsmiðja gefur út, er athyglis- vert skáldverk, sem eykur enn á hróður höfundar. Þarna horfir höf- undur lengra aftur í aldir en nokk- ur íslenzkur skáldsagnahöfundur áð- ur, en hefur þó jöfnum höndum augu á samtíð sinni, og mun óliætt að fullyrða að þetta sé ein af þeim hókum, sem maður leggur ógjarna frá sér fyrr en að lestri loknum, og margur muni lesa oftar en einu sinni. „Næturgestir", fyrsta skáld- saga Sigurðar Magnússonar, sem sama forlag gefur út, er að vísu ekki mikil að blaðsíðufjölda, en hún ber því vitni að höfundur kann til verksins og nokkurs megi af hon- um vænta, e-innig á þessu sviði, en hann er einnig kunnur sem Ijóð- skáld, og þó kunnastur sem gagn- rýnandi, og maður víðförull, bæði í heimi bókmenntanna — og þessum hversdagslega vandræðaheimi, sem við skiptum niður í lönd og álfur. Þriðja skáldsagan eftir íslenzkan höfund, sem ísafoldarprentsmiðja li.f. gefur út, er hliðstæð að þvi leyti, að þar er á ferðinni ungur höfund- ur með sina fyrstu skáldsögu, og ekki heldur neinn heimalningur. „Rauði kötturinn“ eftir Gisla Kol- beinsson, farmann og sjómann í Vestmannaeyjum, gerist á Kúbu um það leyti sem Castro cr að taka völdin, en þar er höfundur kunnug- ur og ber þessi saga hans með sér, að hann muni hafa af nógu efni að taka, sem almenningi muni þykja nýstárlegt og framandi. Hann hefur áður vakið á sér athygli fyrir vel gcrðar smásögur. „Stýfðar fjaðrir", ný skáldasaga Guðrúnar frá Lundi, nmn kærkomin jólabók hinum fjölmörgu aðdáend- um sem þessi afkastamikla skáld- kona og merkilega kona liefur eign- azt meðal almennings. Höfundarfer- ill hennar sanar óvefengjanlega að íslenzk alþýða lætur ekki gagnrýni „þeirra lærðu“ ráða vali sinna eftir- lætishöfunda ef svo ber undir, og að sá höfundur, sem hún tekur að sér, stendur ekki vegalaus uppi. Sennilega á enginn núlifandi rithöf- undur íslenzkur fjölmennari og tryggari hóp lesenda en einmitt Guðrún frá Lundi — og það að verðleikum. Ingibjörg Sigurðardóttir virðist hafa fullan hug á að fylgja Guðrúnu fast eftir — og tekzt það að minnsta kosti hvað afköst snertir. Koma nú út eftir hana tvær skáldsögur á Bókarforlagi Odds Björnssonar — „Sýslumannsdótturin“ og „Bylgjur“. ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR. Sama forlag gefur einnig út tvær þýddar skáldsögur, háðar gagn- merkar — „Fallið“, eftir franska nóbelsverðlaunahöfundinn, Albert Camus og „Förusveininn“, eftir hinn heimskunna, finnska skáldsagnahöf- und, Mika Waltari. Ekki hygg ég neinum gert rangt til, þótt fullyrt sé að saga Camus sé fremst í flokki þeirra erlendra skáldsagna, sem þýddar hafa verið á íslenzku; þar er ekki aðeins um að ræða meist- araverlc að stíl og framsetningu, lieldur og eitt hið djúphugsaðasta skáldverk, sem út hefur komið síð- asta áratuginn, enda vitað, að það var fyrst og fremst fyrir „Fallið", sem hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. M. Waltari er íslenzkum lesendum áður kunnur af skáldsög- um sínum, „Egyptinn“ og „Ævin- týramaðurinn“, sem gefnar hafa verið út á sama forlagi og hlotið frábærar viðtökur, og ekki mun þessi nýja skáldsaga hans standa þeim að baki. ÝMSAR BÆKUR, INNLENDRA OG ERLENDRA HÖFUNDA. Unnendum íslenzkra bókmennta verður það án efa fagnaðarefni að komið er út safn leikrita skáldjöf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.