Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 43
hrópaSi Óli glaður og reis með á-
kafa upp af koddanum. — En þú
hefur gleymt að opna allar litlu
dyrnar.
— Já, ég hef gleymt því, vilt þú
nú ekki gera það fyrir mig. Byrj-
aðu númer eitt, svo tvö og við skul-
um vita hvort jólin eru ekki á
spjaldinu minu. Svona já, gott, 20
— 22 — 23 —
— Og 24, jólin eru hérna, hróp-
aði Óli, — sjáðu.
í þessu var barið harkalega á
hurðina.
— Nú, nú, sagði gamli maður-
inn, — hver er nú á feröinni? Hann
fór fram og kom strax aftur og
maður með honum. Óli þekkti þar
lögregluþjóninn, sem hann talaði
við niðri í bæ.
— Já, þarna ertu þá litli kútur,
sagði hann þegar hann sá Óia, ■—
það var gott. Svo sneri hann sér að
gamla manninum, og sagði þótta-
lega:
Það er margbúið að auglýsa eft-
ir honum í útvarpinu, hefurðu ekki
heyrt það?
— O nei, ég hef ekki opnað út-
varpið, messan byrjar ekki fyrr en
klukkan sex.
— Jæja, sagði lögregluþjónninn.
— Það er bezt ég fari með dreng-
inn heim til foreldranna, ég er á
bíl.
— Ætli það sé ekki bezt að Óli
litli verði hér dálítið lengur, sagði
gamli maðurinn. — Það er rétt að
láta lækni lita á hann áður en hann
verður hreyfður, því þegar hann
kom hingað var hann helkaldur og
dauðþreyttur, það er mesta mildi ef
hann sleppur við lungnabólgu.
Mér þætti vænt um að þú létir
VILJA EKKI ALLIR GERA BÖRNUM SÍNUM ÞAÐ BEZTA?
AUÐVITAÐ OG ÞVÍ NOTA ALLIR BARNATALKIJMIÐ FRÁ
PAGLIERI.
heildsölubirgðir: Snyrtivörur
SIMI 17177.
foreldrana vita um þettat, ég væri
sjálfur búinn að þvi ef ég hefði
þorað að skilja hann einan eftir.
— Gott og vel, sagði lögreglu-
þjónninn, og strunsaði út.
Og svo rétt á eftir komu þau
mamma og pabbi og síðan læknir-
inn.
Allir voru svo glaðir að sjá Óla,
því allir héldu að Óli væri týndur.
Læknirinn skoðaði hann í krók og
kring, mældi hitann og sagði svo:
— Það er ekkert að stráknum,
en það held ég að sé mest að þakka
þessum heiðursmanni. Hann geröi
nákvæmlega það sem gera þurfti,
annars er ekki að vita hvernig far-
ið hefði.
Mamma tók i höndina á Bjarna
og pabbi lagði höndina á öxl hans
og sagöi:
— Bjarni, ég á bara engin orð,
þú hefur bjargað drengnum min-
um, því skal ég aldrei gleyma.
Bjarni sagði ekkert, leit bara til
Óla og brosti.
Svo fóru allir heim í stóra biln-
um hans pabba, líka Bjarni gamli í
kofanum. Óli hafði sannarlega fund-
ið jólin.
Miólkurpósur fer ú í heim.
Framhald af bls. 27.
fram á það, að lionum yrðu greidd
nærkonustörfin með þvi að ég yrði
látinn bera nafn hans, en það vildu
foreldrar mínir ekki. Ég var því
skírður Eysteinn Austmann og var
síöara nafnið til þess að minna mig
á það, að ég hhefði fæðst út af Aust-
fjörðum. Ég fæddist fyrir tímann.
Móðir mín hafði orðið mikið sjó-
veik og það flýtti fyrir fæðingunni.
Og svo fór, að hún veiktist af liða-
gigt upp úr þessu og lá í tvö ár.
Ég óx svo úr grasi í Reykjavík
og fór á tilsettum tíma í barnaskóla.
Ég fór í æfingadeild kenaraskólans
og þar var Jónas Jónsson frá Hriflu
kennari. Hann var góður kennari,
áreiðanlega sá bezti, sem ég hef
kynnzt. Þarna var ég í fjóra vetur.
Á sumrum var ég í sveit, suður i
Garðahverfi, hjá móðursystur minni,
og hafð imeðal annars þann starfa
að flytja mjólk til Reykjavikur. Með
mér var í þessum sendiferðum
Ragnar Gnðlaugsson, sem nú rekur
Hressingarskálann og Hótel Val-
höll og fleiri veitingastaði að ég
held. Við ókum mjólkinni i hest-
vögnum og gekk þetta sæmilega hjá
okkur. Við áttum að vera fljótir í
ferðum og þó varð allt að standa
nákvæmlega heima. Ég held að okk-
ur hafi tekizt hvort tveggja vel. Þeg-
ar farið var að vinna i hafnargerð-
inni áttum við í dálitlum erfiðleik-
um. Þá var lögð járnbrautarlína frá
Öskjuhlíð og niður i Alliancekrók.
Við komumst fljótt að þvi, að hest-
arnir voru hræddir við hvæsið í eim-
reiðinni og skröltið i grjótvögnun-
um, sem hún hafði í eftirdragi. Það
kom fyrir, að þeir fældust tvisvar,
fyrst ef svo hittist á að lestin var
að koma eða leggja af stað af
Öskjuhlíð þegar við komum á leið
í bæinn, og einnig vestur við Ána-
naust ef við vorum staddir þar um
leið og lestin fór þar um. En brátt
vöndust hestarnir við þetta og allt
fór vel.
Eftir að ég hafði lokið barnaskóla-
námi og hafði náð tilskyldum aldri,
var ég fermdur, 30. apríl árið 1910,
og var því 14 ára. Það var séra
Ólafur frikirkjuprestur, sem það
gerði. Engar sérstakar minningar á
ég frá þessum tímamótum í lífi ungl-
inganna, enda var um flest annað
hugsað en hátiðir. Þá brann maður
í skinninu eftir því, að komast i
vinnu og mest langaði mig á sjóinn.
Mig dreymdi um það að komast í
siglingar og bcið þess með óþreyju
að ég yrði svo gamall að ég gæti
stokkið um borð í einlivern dallinn,
sem hingað kæmi og ráðið mig í
siglingar — og þá ætlaði ég að sigla
um öll heimsins liöf og koma ekki
aftur heim fyrr en ég væri búinn
að sjá öll lönd jarðar.
Um þetta leyti dreymdi aila drengi
um það, að komast á liin nýju Eim-
skipafélagsskip. Um 1925 dreymdi
alla drengi um það að verða bif-
reiðastjórar, og undanfarið hefur þá
alla dreymt um að verða flugmenn.
En okkur drengina frá 191G dreymdi
um Eimskipafélagsskipin. Ofurlitill
vonarneisti leyndist í brjósti mér
um það, að ef til vill hefði ég meiri
möguleika á þvi að komast á Gull-
foss, en aðrir drengir. Svo var mál
með vexti, að faðir minn hafði verið
formaður hjá Pétri i Hrólfsskála,
föður Sigurðar, skipstjóra á Gull-
fossi. Ég stundi því upp við föður
minn, að mig langaði að fara á
skipið og hann taldi það ekki frá-
VIKAN 43