Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 34
Verzlunin Glugginn við Laugaveg liefur mjög vönduð belti í stærðum frá nr. 2—8, og er það, sem er á þessari mynd 8 cm breitt og er með tvöfaldri spennu. Þau eru til i öllum litum og eru gerð úr leðurlíki, sem illmögulegt er að þekkja frá leðri. Verðið er frá 48.00 kr. upp í 118.00 kr. það breiðasta. Ungar stúlkur eiga aldrei of mikið af beltum, svo það ætti að vera óhætt að gefa þeim eitt af þessum. Lítil stúlka eða drengur, sem ætlar að kaupa jólagjöf fyrir mömmu eða frænku fyrir vasa- peningana sína, geta varla sloppið billegar og betur en með því að borga 26.00 kr. fyrir þessa tesiu. Hún er reyndar mjög hentug og skemti- leg, því undir henni er skál, sem tekur við drop- unum, en síunni er hallað þegar hún er not- uð. Hún fæst í verzluninni Liverpool við Lauga- veg. Það er ekkert eins hlýtt og lopinn og þessi slá á myndinni er bæði falleg og hlý. Þetta væri góð gjöf fyrir ömmu, þó hún sómi sér reyndar vel á hvaða aldursflokki sem er. Slá- in er i sauðalitunum og fæst i Baðstofu Ferða- skrifstofu ríkisins og kostar 160.00 kr. Ódýran en vandaðan hanastélshristara sáum við í Véla- og raftækjaverzluninni í Banka- stræti. Hann er silfurlitaður og svartur og verð- ið er 173.00 kr. Smíðakassi er sígild gjöf fyrir drengi og i Sport í Kjörgarði sáum við þennan vandaða kassa, sem kostar 145.00 kr. Sykurkar og rjómakanna úr fallegu stáli, með teakhöldum, kostar 206.00 kr. hjá Magnúsi Ásmundssyni, Laugavegi 66. Skóval í Eymundsenskjallaranum hefur aust- urlenzka táskó. Þeir eru í ýmsum litum og skreyttir með gylltum og silfurlituðum þráð- um, perlum og pallíettum, eða úr rósóttu silfur- og gullofnu efni. Þessir á myndinni eru svartir með silfurlitum smápertum og kosta 95..00 kr. Leikfang fyrir litlu börnin, hlásið út og er á hjólum. Ekki kunnum við skil á skepnunni, en hún gefur frá sér torkennilegt ýlfur og hægt er að beygja hana eftir vild. Okkur fannst hún nógu ævintýraleg og fjarstæðukennd til þess að falla í smekk litlu barnanna, en liún fæst i Tómstundabúðinni í Austurstræti og kostar 59.00 kr. 34 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.