Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 21.12.1961, Qupperneq 3

Vikan - 21.12.1961, Qupperneq 3
. FEGURÐARÚTFLUTNINGUR ... .. . og svo finnst mér alveg rétt hjá þér, Vika góS, aS benda á þetta með fegurðardísirnar, sem eru að verða útflutningsvara. Það getur vel verið, að þessar dísir séu góð iand- kynning, en við megum ekki við því að missa þær. Eða hvað finnst þér, Póstur minn ...? Jói. -----Ég er alveg sammála — en hvað get ég gert? Kannski ég skrifi Póstinum í Vikunni. LÚXUS MEÐ LÁNSKJÖRUM ... Nokkur bréf hafa borizt út af grein í Vikunni: Lúxus með láns- kjörum. Hér er úr cinu: ... Þetta fyrirkomulag, sem birt- ist í sinni öfgamynd til dæmis í Bandaríkjunum er vissulega spill- andi fyrir ungu kynslóðina. Með þessu móti lærir unga fólkið alls ekki að meta það hvað peningar eru í raun og veru. Þess eru mýmörg dæmi, að ungt fólk kaupir alls kyns muni með afborgunum — og óneit- anlega er þetta freistandi — en kapp er bezt með forsjá, því að allt of algengt er að fólk sitji uppi með alls konar hluti, sem það ræður bara ekki við að borga, þegar á líður. „Þú ert bara af gamla skólanum“ segja menn kannski við mig, en það má ekki hundsa gamla skólann fullkom- lega. Ég segi: niður með allar af- borganir ... Friðjón J. legt að sjá kvenfólk í peysum á mannsæmandi dansstöðum — jafnvel þótt þetta sé farið að tíðkast í „flottum samkvæmum“. BARA ÞETTA EINA BRÉF ... Við vorum búnir að lofa Jíví að hvila lesendur á ríkisútvarpsnöldri um hríð, en við getum ekki stillt okkur um að birta iiluta af bréfi frá D.D.T. og er undirskriftin nokkuð í samræmi við efni bréfsins. D.D.T. segir m. a.: ... Útvarpið er fyrst og fremst, já einungis menningarstofnun, vil ég meina, ekki áróðurs- og auglýs- ingameðal. Það á beiniinis að banna allar auglýsingar í útvarpinu — þær sæma Jjví engan veginn sem menningarstofnun. Blöðin eru and- skotakornið nægilegur vettvangur fyrir t. d. nærfata- og þvottaefna- auglýsingar ... AFBRÝÐISÖM? Kæra Vika. Ég er haldin ógurlegum kvilla, semsé afbrýðisemi. Svo er mál með vexti, að ég er gift og við eigum eitt barn. Ég veit, að maðurinn minn elskar mig, og ég elska hann út af lífinu. En hann átti barn með ann- arri konu, áður en við giftumst, og einhvern veginn er ég alltaf afbrýði- söm út í þessa konu. Hvernig á ég að fara að því að losna við þennan leiða kvilla? Hvernig er skriftin? X. RlUtjórn og auglýslngar: SkiphoUl Útgefandi; VIKAN H.F. Ritaljóri: Gíali SigurSsson (ábm.) AuglýflingaBtjóri: Jóhatines Jörundsaon. Framkyæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánason. : 33. tsunar:; 33ðzu,. 30331, ,:#3íW3.. jrvutg hólf 149. Aígreiðsia og dréiflngíá BlaOadrelfing,; Miklubraut 15, 38720. Dreiflngarstjóri: Úskar I son, Ver5 1 iausacölu kr. 15. j nrverö er 200 kr. órsþriöju’ grelðist fyrirfram. I’r'" h.f. Myndomót: Rafg I næsta blaði verdur m. a.: * Skálað fyrir nýja árinu. — Myndir og viðtöl við fjórtán manns, sem tala méðal annars um áform sín á komandi ári. * í fullri alvöru: Drómundur skrifar um áramót. * Vikan og tæknin: Síðasta sekúndan. Hvað er bezt að gera, þegar slys er óumflýjanlegt. * Ekki tala ég. Smásaga frá valdatímum nazista í Þýzkalandi, sem sérstök ástæða er til að mæla með. Loftur Guðmundsson þýddi. * Á morgun skín sólin aftur. Smásaga eftir Guðnýju Sigurðar- dóttur. * „Hagyrðingarnir“ ættu að hætta. Grein um framleiðslu á dægurlagatextum. * Kjarngóð íslenzka mcð dönskum hreim. Grein um Adam Hoffritz eftir Guðmund Daníelsson. * Umsjónarmaður með kvennabúri. Þriðja og síðasta greinin um Eystein Jóhannesson. Þar segir hann frá dvöl sinni í PEYSUKLÆDDAR PÍUR f VANDRÆÐUM ... Elsku Pósturinn minn! Við erum hérna tvær stelpur og erum alveg að verða vitlausar af vonzku. Það er svoleiðis, að við fór- um í heimsókn til vinkonu okkar um daginn og vorum bara klæddar i peysur, en ósköp huggulegar samt, fannst okkur. Svo datt okkur í hug að skreppa á skemmtistað seinna nm kvöldið, en þegar við komum inn, sagði dyravörðurinú við okkur, að við gætum ekki farið inn svona klæddar. Okkur finnst þetta svo mikil frekja, finnst þér það ekki lika? Við erum svo að segja fastir kúnnar á þessum skemmtistað, og okkur finnst það anzi hart að fá ekki inngöngu, þótt við séum i peys- um. Það er orðið svo algengt að lcvenfólk gangi í peysum, jafnvel i flottum samkvæmum. Okkur finnst þetta svo púkalegt hjá veitingastaðn- um, að við vitum ekki okkar rjúk- andi ráð, svo að við skrifum þér bara í ergelsi. Okkur finnst, að það eigi a. m. k. að vera einhverjar regl- ur um klæðaburð á svona stöðum, sem hangi þá uppi í anddyrinu. Dyravörðurinn þarna var svo spúggulegur, að ég held við förum þangað aldrei aftur — og þó. (Þ. J.) 2. ----Var dyravörðurinn hvað? Mér finnst þessi tillaga ykkar með klæðaburðarreglurnar í anddyrinu heldur barnaleg. Fólk á að finna það, hvaða klæða- burður sæmir hverjum stað, og það getur verið að ég sé gamal- dags, en mér finnst heldur óhrjá- Mér finnst gæta einhvers ósam- ræmis í bréfi þínu — ég hef alltaf haldið að afbrýðisemi kviknaði af því að maður óttaðist að ást manns væri ekki endurgoldin. Ég skil ekki hvaða ástæðu þú hefur til afbrýðisemi, úr því að maður- inn þinn elskar þig — ég hef þig hálfvegis grunaða um að hafa skrifað mér einungis til þess að fá góð ummæli úm skriftina. Jú, hún er mjög til fyrirmyndar. HVERNIG-ER-SKRIFTIN-BRÉF ... Er það ekki næsta furðulegt, aS hin mánaSarlegu tímarit, sem út eru gefin hér á landi, skuli velja efni sitt svo sem þau gera? Og er ekki enn furSulegra, aS fólk skuli yfir- leitt vera sólgiS í slíkar frásagnir, svo sem æsilegar frásagnir um bófa, sem þeysa um héruS, ræna og rupla, brenna og myrSa, ráSast á konur og börn — og þaS sem verra er: eru taldir vera hetjur miklar. Ekki get- ur þetta og þvílíkt veriS æskilegt fyrir unglinga. Að síðustu þakka ég Vikunni fyrir allt sitt skemmtilega efni. A.N.K., BúSardal. P. S. Hvernig er skriftin? Alveg rétt, alveg hárrétt — já, skriftin, jú, hún er snotur, þó nokkuð snotur. ÞINGEYSKUR HÚMOR? ... í grein sinni um íslenzka fyndni, fór Helgi Sæmundsson heldur óvæg- um orðum um þingeyskan húmor, taldi þó Egil Jónasson heiðarlega undantekningu. Þessi heiðarlega undantekning hefur nú sent okkur Brasilíu þegar hann lokaðist þar inni á stríðsárunum. VSV skráði. * Þáttur fyrir húsmæður, barnasíða, verðlaunakrossgáta, 6 myndasögur, blómaþáttur, bridge, póstur, draumaráðningar og þátturinn: Fólk á förnum vegi. visukorn. Dæmi nú hver sem vill: Stakk mig vafa-heiðurs-hnífli; hnúta sú er fjandi slæm. Nýja mynd af Flóafifli finna þykist Helgi Sæm. Egill Jónasson, Húsavík. ÞÆR ELZTU FYRST? ... Kæri Póstur. Við erum að rifast um það, tvær vinkonur, hvort það sé almenn kurteisi til dæmis í kaffiboðum að bjóða elztu manneskjunni fyrst. Hvað segja kurteisispostular um þetta? Stína og Stjana. Þetta er eins og hver önnur vit- leysa. Þegar þið eruð komnar yfir þrítugt, vill engin kannast við það, að hún sé elzt — og það væri blátt áfram dónaskapur að gefa það í skyn. Pósturinn hefur í hyggju að taka upp nýbreytni: að leggja viku- eða hálfsmánaðarlega spurningu fyrir lesendur. Bezta svar við hverri spurningu verður svo birt hér í Póstinum, og fær bréfritari 100 krónur að launum. Svarið má helzt ekki fara fram úr svosem einni vél- ritaðri siðu. Pósturinn tekur fegins- hendi öllum upplýsingum um slikar spurningar. Svörin verða að berast blaðinu í síðasta lagi hálfum mánuði eftir út- komu hvers blaðs. Spurning vikunnar i þetta sinn er þessi: Hverja framtíð á íslenzkt sjónvarp fyrir sér? Þau svör, sem birt verða við spurningunni, verða verðlaunuð með 100 kr. — munið það. — Mamma! Pétur er aftur farinn að kíkja á sjónvarpið niðri!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.