Vikan - 21.12.1961, Page 13
Iplif
I KLUBBNUM
„Klúbburinn“ átti eins árs afmæli um miðjan nóvember s.l., óg hélt upp á það
meS dálítiS sérstökum og frumlegum hætti.
í staS þess aS bjóSa þangaS í afmælisveizlu ýmsurn broddborgurum, blaðamönn-
um og staðvönum mönnum, buðu ráðamenn Klúbbsins börnum á vegum Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra til hádegisverðar þar sunnudaginn 11. nóv. Yfir 40
börn og unglingar komu til boðsins, klædd sinu bezta skarti, og snæddu þar ljúf-
fengan hádegisverð framreiddan af stimamjúkum þjónum veitingahússins.
Á meðan borðhaldið stóð yfir, lélc NEÓ-tríóiS barnalög og aðra létta tónlist,
en börnin tóku undir. Síðan komu þeir félagarnir Baldur og Konni og skemmtiu
börnunum, sýndu ýmsa galdra og sögðu brandara. Svipur og framkoma gestanna
sýndi svo að ekki varð um villzt, hve vel þau nutu góðgerðanna og skemmtunar-
innar, enda sennilegt að fæst þeirra hafi áður fengið tækifæri til að njóta slíkra
veitinga á þekktum stað.
Áður en borðhaldinu lauk, afhenti Birgir Árnason, framkvæmdastjóri Klúbbsins,
Sveinbirni Finnssyni framkvæmdastjóra Styrktarfélagsins, tiu þúsund krónur að
gjöf, með þeim ummælum að þar sem árið hefði verið svo ánægjulegt fyrir ráða-
menn Klúbbsins, þætti þeim aðeins aðlilegt að reyna að gleðja aðra eftir beztu
getu. Bað hann Sveinbjörn að verja þessum peningum á sem beztan hátt til hagls-
bóta fyrir félagið. Sveinbjorn þakkaði gjöfina, og kvað það ánægjulegt er menn
vildu láta þá, sem hjálpar væru þurfi, njóta sinnar eigin gleði.
SOLUVERÐLAUN
Góðan daginn, ég þarf að fá tilvísun.
— Jæja góði, uppá hvað?
— Uppá útvarpstæki.
— Nújá, hefurðu verið að selja
Vikuna?
— Já, ég vann i söluhappdrættinu.
Það var útvarpstæki.
— Já, ég veit það. Hér hefurðu til-
vísunina og við vonum, að þér reyn-
ist tækið vel og að þú getir haldið
áfram að selja Vikuna.
— Ég þakka.
— Hvað heitirðu annars. Má ég ekki
smella af þér mynd?
— Jú, ætli það ekki. Ég heiti Garðar.
— Hvað gerir pabbi þinn?
— Hann kennir á bíl.
— Jæja, þú ert vist of ungur til að
læra á bíl ennþá.
— Já.
— En þcim mun duglegri að selja
Vikuna. Þarna sérðu, hvort það borg-
ar sig ekki að vera dugíegur.
— Já, það borgar sig.
— Nú er myndin komin á filmuna.
Þakka þér fyrir og óska þér til ham-
ingju með útvarpstækið.
VIKAN 13