Vikan


Vikan - 21.12.1961, Page 16

Vikan - 21.12.1961, Page 16
Það er galli á jólunum, sagSi Navarana, að þau skuli ekki verja sig! Þetta eru torskilin orð, en Navarana var unga Eskimóakonan min og við áttum heima norS- ur i Thule, þegar viS vorum nýgift og glötuSum einum jólum, sem viS höfðum hlakkaS mikiS til og oft rætt um. Því aS Knud Rasmussen hafSi undirbúiS gleSi mikla, og var til hennar boSiS fjölda Eskimóa úr nærliggjandi byggSarlögum . . . HafSi Knud geymt til gleSinnar forSa af frosnum eggjum og æSarfugli, viS áttum selskinns- belgi úttroSna af spiksöltuSum lunda og hvalrengi á kjöttrönum okkar. Knud Rasmussen safnaSi matarforSa af meiri fyrirhyggju en nokkur annar. Og jólin voru mesta gleSihátíS ársins. En svo gerSist þaS, aS sleSaleiSangur kom aS norSan, og viS fengum þær fréttir, aS góðvinur okkar, Qolugta, hefði orðiS fyrir jivi skakkafalli, að hann væri nú hníf- laus. Hafði blaðið brotnaS af öðrum hnifi hans, rétt upp við skaptið, og varð hann nú að sarga kjötið sundur með stúfnum með miklum erfiðismunum. Hann gat uðir, sem refaveiðin var mest, og fyrir bragðið yrðum viS af mörgum skinnum. ViS ræddum óheppni Qolugta, og Knud sagði við mig, að þaS gæti orSið okkur mikill hagnaður, ef við tækj- umst ferð á hendur og færðum honum tvo hnifa. Þá fengi hann það, sem hann vanhagaði bráðast uin og mundi því haldast heima jiangað til hann hefði handbært svo mikið af skinnuni, að það tæki því fyrir liann að koma og verzla. Þá hefði hann sem sagt gjaldmiðil, sem nokkuð munaði um, og það yrði skilyrðislaust okkur í hag. Þetta var um miðjan desember, og það átti að vera okkur hægðarleikur að skreppa norður til Etah, ])ar sem Qolugta hafði nú aðselur sitt, og ná heim aftur fyrir jól. Þá gátum við og heimsótt kunningja nkkar i leið- inni og gátum lagt áharz.íu á það við þá, að við væntum þess að þeir færðu okkur mikið af refaskinnum, því okk- ur væri það hin mesta nauðsyn. Og svo bjuggumst við til ferðar. Sleðahundarnir mín- 7r ; -< - Jólafrásögn eftir Peter Freuchen ■MÍ&L- .íÍÖIv' V ^ Peter Freuclien seglr hér frá óvenjulegum jólum á Græn- landi. Frá jólum, þegar minnstu munaöi að löngunin í krásirnar yrðu honum og félögum hans að fjörtjóni. Þeir liéldu þó lífi, en jólahátíðin hjá Knud Ras- mussen, sem hafði verið þeim ,v. ■' wBHSSr Æ",- !.»V ■&:.■ mesta tilhlökkunarefni, hvarf út i veður og vind ... mSBjBSr •.vawe-'.- •va ' yMHMi varla gert að afla sínum, og ekki svo nokkur mynd væri á, og sel gat hann alls ekki flegið. Hinn hnlfinn hafði hann misst fyrir borð á húðkeip sinum. Auðvitað gerðum við gys að þessum skakkaföllum Qolugta, en samt olli þetta Knud nokkrum áhyggjum. Qolugta var mesti refaveiðimaður ættflokksins, og við vissum að hann hafði nú setzt að þar sem mikið var um ref; gerðum okkur því vonir um að verzlunin mætti njóta góðs af fengsæld hans — ef liægt var að kalla það verzlun, ekki meiri vörubirgðir en við höfðum til að selja enn sem komið var. Því var nefnilega þann veg farið, að við Knud Ras- mussen höfðum lagt af stað að heiman með heldur létta pyngju. Gátum með naumindum greitt leiguna fyrir skip- ið, sem flutti okkur norður þangað. Okkur Var séð fyrir nauðsynlegu húsnæði, en vörubirgðum svo nokkru næmi þurftum við ekki að gera ráð fyrir, en við höfðum orðið okkur úti um það magn af refaskinnum, sem nægði til þess að við gætum siðan birgt verzlunina upp af vörum frá ári til árs. En fyrst Qolugta var nú orðinn hníflaus, mátti búast við því að hann gerði sér ferð til okkar með fyrsta ref- inn, sem hann veiddi. Og slik ferð tók óhjákvæmilega marga daga, auk þess sem við vissum að hann mundi flýta sér liægt. Þeir yrðu margir kunningjarnir, sem hann þyrfti að heimsækja og þeir mundu halda átveizl- ur miklar honum til fagnaðar og vitanlega yrði fjöl- skyldan í för með honum, svo hann mundi ekki hraða sér heim aftur. í fáum oröum sagt, ferðin tæki hann langan tíma og fyrr en varði væru svo liðnir þeir mán- ir voru vel á sig komnir. Þeir voru ólúnir með öllu. Það hafði aðeins verið skroppið út á ísinn einhvern tíma í nóvembermánuði, til rostungaveiða, og þá liggja hund- arnir á ísnum á meðan veiðimennirnir halda lengra út fótgangandi til að huga að þessum stórvöxnu sjókindum. Einn af kunningjum okkar, Iggianguaq, — Svírinn, — átti erindi sömu leið og slóst því í för með okkur. Ætlunin var að við ækjum fyrir Parryhöfðann, þar sem seint myndast heldur is, vegna þess að straumurinn með landinu tefur fyrir að sjóinn leggi, unz frost lierðir fyrir alvöru. ,En við töldum að þar mundi nú orðið ör- uggt yfirferðar með sleðana, ef við færum gætilega. Við ókum að heiman í glampandi tunglsljósi. Þegar við vorum komnir út á miðjan fjörðinn, versnaði færðin til muna; þar hafði ísinn i)rotið i stormi, jakarnir skrúf- azt upp og síðan frosið saman. Þetta er altítt á haust- in og fyrri hluta vetrar og torveklar mjög sleðaakstur- inn, því að dráttarstengur hundanna festast við rendur og liorn jakanna. Þess gætir hins vegar ekki þegar líður fram á veturinn eða á vorin, því þá hefur snjórinn breitt yfir allar ójöfnur. Auk þess vorum við svo óheppnir, að máninn skein að baki okkur. Þá sér maður ekki skuggana af ójöfnumim, og hvað eftir annað töfðumst við nokkra hríð við að losa dráttarstengurnar. Auk þess urðum við að hafa stöðuga gát á þvi, að hinir hundarn- ir drægju ekki sleðann á þann hundinn, sem fastur stóð þegar dráttarstöng hans rakst i jakabrún. Svona gekk það drjúgan spöl, og þegar við komum til Parryhöfða, ákváðum við að taka okkur hvíld og sofa um stund. Þetta var of snemma vetrar til þess að nægur snjór væri á isnum til kofagerðar, en þarna stóð jaki 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.