Vikan


Vikan - 21.12.1961, Side 27

Vikan - 21.12.1961, Side 27
lent i sliku. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvar ég var staddur eða hvert halda skyldi. Ég lét hund- ana þvi ráða ferðinni, og þeir héldu vitanlega undan veðrinu, sem til allrar heppni var stefnan til lands. Nokkru seinna ók ég fram á þá hina; þeir gátu ekki heldur beitt hundunum gegn veðrinu, og við öskruðum hver i annars eyra, að ekki væri um annað að velja en leita skjóls i helli einum þarna í grenndinni og láta fyrirberast þar unz hriðinni slotaði eitthvað; þang- að var nokkur spölur og gegn veðr- inu að sækja. Þetta var annars meiri ofsinn. Að visu stóðum við af olckur sveip- ina, en við urðum að halla okkur i veðrið til þess að halda jafnvægi. Einu sinni feykti sveipurinn okk- ur þó öllum í bendu, hundum, mönnum og sleðum, og þá lágum við kyrrir þar, sem við vorum komnir unz sveipurinn leið hjá. Þegar Qolugta taldi aftur fært gegn veðrinu, héldum við af stað. Við hölluðum okkur í storminn og hundarnir runnu í slóð okkar með sleðana. Þeir gerðu sér það lika ljóst, að við mundum í nokkurri hættu staddir og yrðum að halda hópinn. Okkur miðaði örhægt á- fram. En ég hef komizt upp á lag með það, þegar svona stendur á, að halda hugsuninni utan við það, sem er að gerast. Halda áfram og láta allar bollaleggingar um ferða- lokin lönd og leið. Loks náðum við að hellinum, sem reyndist eiginlega ekki annað en skúti, en þar var þó nokkurt skjól. Þar var þó talsverður súgur, og einkennilegt var það, hvað okk- ur varð kalt um leið og við settumst þarna að; það var eins og baráttan við storminn hefði haldið á okkur hita. Við létum hundana liggja með aktygin fyrir sleðunum; úr þvi við vorum komnir í skjól, nenntum við ekki að fara út i hríðina aftur til þess að stauta við þá. Það leið heldur ekki á löngu áður en skefldi yfir þá. Við bjuggumst fyrir inni i skút- anum og biðum þess að veðrið lægði. Ekki leit þó út fyrir að það yrði i bráðina. Þótt myrkt væri, gátum við séð að hvergi var skýjarof uppi yfir, og sökum þess hve stormur- inn var stöðugur, mátti gera ráð fyrir að hann héldist nokkuð lengi. Snjónum kynngdi niður, en slikur var veðurofsinn, að við vorum sárir á hvörmunnm eftir hriðina. Og nú sátum við þarna. Skútinn var þrðng- ur, og ekki neiu tök á að kveikja eld. Við vorum að visu að tala um það, að brjóta einn sleðann i brenni, þvi ekki veitti okkur af að orna okkur, en sáum fram á, að það mundi þýðingarlaust: það yrði ekki nokkur leið að tendra bál i þeim dragsúg, sem var þarna inni. Fé- lagar mínir höfðu að visu eldspýt- ur á sér en það var hyggilegast að geyma þær. Hetturnar á Eskimóastökkunum eru hið mesta þarfaþing. Þær eru svo heitar og skjólgóðar, ekki siður en stakkarnir, að hættulaust er að liggja úti þannig klæddur. Manni getur orðið kalt, satt er það að visu, en ekki svo að það skaði neinn. Þvert á móti, Eskimóarnir hafa kennt mér það, að manni getur orð- ið það einskonar nautn að liggja fyrir eg sofa og vera hálfkalt. Svefn- inn verður léttur, en maður hvilist engu að síður, og dreymir yndis- lega um heitan mat og annað þ«8, sem helzt leitar á undirvitundina, þegar þannig stendur á. Við sváf- um lengi, og þegar við vöknuðum og komumst að raun um að ekki væri neitt vit i að leggja af stað lögðumst við aftur til svefns. Þótt snjóskafl kæmi okkur i svæfils stað, sáu hetturnar fyrir þvi, að við fund- um ekki til kulda á höfðinu. En svo fór að okkur tók mjög að svengja. Við vorum orðnir vanir því að gera einmælt, þegar við vor- um á ferðalögum, og þá brá manni minna við, þótt maður bragðaði ekki mat dag og dag. Auk þess höfðum við allir étið einhver feikn undan- farna daga, svo við áttum ekki að vera á neinu flæðiskeri staddir. En maginn er harður húsbóndi. Og þeg- ar Svíri vildi hafa mat sinn og eng- ar refjar, fór hann að þrefa um mat, þangað til við skriðum út i hríðina, rótuðum snjónum ofan af sleðunum og náðum í einn eggja- belginn. Frosin egg eru að vísu bezti mat- ur, en þau eru fyrst og fremst veizlu- matur. Manni verður að vera heitt á höndum og sitja i hlýu húsaskjóli, eigi gæði þeirra að njóta sín. Þeim er nefnilega haldið i báðum lófum, þangað til þau eru orðin það þið, að flysja megi af þeim skurnið, að þvi búnu nartar maður þau í sig eins og epli. Bragðið er gott, en þau kæla mann innvortis. Nú var hvort tveggja, að okkur var ekki sérlega heitt á höndunum, en hefði þó orð- ið enn kaldara, ef við hefðum dreg- ið af okkur glófana til þess að við gætum þítt eggin i lófum okkar. Við stungum þeim þvi ofan i buxna- vasana. Þar fór að visu af þeim sárasti kuldinn, en ekki þiðnuðu þau samt eins og með þurfti. Þá stungum við þeim inn á okkur og lögðum þau við magann. Það fór um okkur ónotahrollur, en skárra var þetta þó en að stinga þeim i hand- arkrikann, eins og Sviri gerði. Ég fann að ég var orðinn þurf- andi fyrir hreyfingu. Svo lágt var undir loft inni i skútanum, að ég gat ekki staðið þar uppréttur, svo ég lét mig hafa það að fara út í hríðina. En nú brá mér í brún. Ég sá ekki grilla i gráan isflötinn fram und- an, ég sá ekki annað en einhvern dökkva, og það tók mig nokkra stund að átta mig á hvað orðið var. ísinn hafði brotnað og rekið frá landi, við sátum króaðir inni í klettaskút- anum þarna í fjörunni og komumst ekki neitt. Ég hefði meira að segja anað beint í sjóinn, ef ég hefði ekki haft augun hjá mér. Sem betur fór lágu hundarnir og sleðarnir fyrir ofan flæðarmálið, annars mundum að hafa misst hvort tveggja og var nóg samt. Ég kallaði til ferða- félaga minna, bað þá að koma út og sjá hvað um væri að vera; þeir brugðu skjótt við og leizt ekki á blikuna. Við gættum þess að hafa ekki svo hátt að við vektum hundana. Það var allt 1 lagi með þá, á meðan þeir sváfu undir fönninni, en ef þeir vöknuðu, mundu þeir krefjast matar síns, og við höfðum ekki einu sinni mat handa sjálfum okkur. Og sem ég stóð þarna i hriðinni og braut heilann um hvað gera skyldi, heyrði ég allt i einu hlegið dátt inni i skútanum. Það var Qolugta, sem ekki gat stillt sig um að sýna okkur þannig hve honum þætti þetta óskaplega fyndið. — Hérna erum við komnir í sjálf- heldu og komumst ekki heim. En JÓLABÆKURNAR 19(1 Hundaþúfan og hafið. Ævisaga .Páls .fsólfssonar tónskálds sögð í samtalsþáttum Matthíasar Jóhannessen ritstjóra. Þetta er fjörlega rituð og frá- bærlega skemmtileg bók. Konur skrifa bréf. Þetta er safn af sendibréfum frá islenzkum konum. Ná bréfa- skriftir þessar yfir alla 19. öldina. Bréfaskriftirnar eru fjórtán, konur á ýmsum aldri og af ólíkum stéttum. Bók þessi hefur mik- inn fróðleik að geyma um líf og kjör, ástir og andstreymi islenzkra kvenna á liðinni öld. Dr. Finnur Sigmundsson hefur séð um útgáfuna. Séra Friðrik segir frá. í þessu fallega kveri eru 8 viðtöl, sem Valtýr Stefánsson rit- stjóri átti á sínum tíma við séra Friðrik. 1 bókinni er fjöldi mynda af séra Friðrik og hans nánustu. Séra Bjarni Jónsson skrifar for- mála bókarinnar, en Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra lokaorð. Frá Grænlandi eftir Sigurð Breiðfjörð skáld er nú i fyrsta sinni gefin út óstytt og eftir frumhandriti höfundar. í þessari fróðlegu og læsilegu bók segir frá æVintýrum skáldsins á Grænlandi. Eiríkur Hreinn Finnbogason hefur séð um útgáf- una og Jóhann Briem listmálari skreytt hana teikningum. Loginn hvíti heitir nýjasta bindið af sjálfsævisögu Kristmanns Guðmunds- sonar. Þetta er djörf og opinská bók, sem mikið mun verða talað um og það er óhætt að fullyrða að engum mun leiðast við lest- ur hennar. Allt úrvals jólabækur fyrir fólk á öllum aldri. Bókjellsúigdían VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.