Vikan


Vikan - 21.12.1961, Síða 30

Vikan - 21.12.1961, Síða 30
Tryggingamiðstöðin h.f. óskar viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, góðs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á gamla árinu. heima i kofunum sitja svo konur okkar og bíða þess með óþreyju, að þær fái eggin til aS gæða sér á. Og Pétur verður að komast heim fyrir jólin, en kemst það ekki. Og hundarnir svelta heilu hungri, en heima svigna trönurnar undir kjöt- forðanum. ÞaS er ekki nokkur lífs- ins leið að stilla sig um að hlæja að því hvaS maðurinn er heimsk- ur. Öilu þessu hefðum við nefnilega hæglega getað komizt hjá. ViS hinir tókum undir hlátur hans. Þetta var satt. ÞaS var þessi heimskulega löngun okkar í eggin hans Qolugta, sem hafði komið okk- ur í allan þennan vanda. — AS mennirnir skuli ekki vera eins gáfaðir og fuglarnir, sem finna það alltaf á sér ef einhver hætta er á ferðum, varð Svira að orði. Og ég varð að viðurkenna, að hann hafði mikið til sins máls. En til hvers var það svo að hlæja? Ekki urSum við saddir af því. Ég skreiS inn i skutann aftur, gramur í skapi. Ég hugleiddi það hve mikinn forða Knud Rasmussen átti til jól- anna af allskonar Ijúfmeti. Lika hve margir af kunningjiim okkar meðal Eskimóanna i næstu byggðarlögum mundu heimsækja okkur um jólin. Þá mundu sögur verða sagðar og mikiS hlegið. Góðvinir veita holl- ráð um margt, er siðar gæti komið að haldi. Nú sátum við hérna i sjálfheldu í klettaskúta og höfðum ekki annað em frosin egg aS narta i. Ég fór að brjóta heilann um það, hvort næringin, sem var i þessum frosnu eggjum. mundi veita líkam- anum meiri hita en hún rændi hann innanfrá, þegar þau þiðnuSu i melt- ingarfærunum. Slik heilabrot voru aS visu gagnslaus, en þau dreifSu þó huganum. Og svo sofnaði ég aftur. Ég var einn i hellisskútanum, þegar ég vaknaði. Félagar minir höfSu skroppið eitthvað frá, svo ég sat bara i skaflinum og nartaði i frosið egg, sem ég hafði þítt inni á mér. Þeir komu aS stundarkorni liðnu, höfðu veriS að athuga, hvort nokkur fær Ieið væri upp frá strönd- inni. En ekki fundu þeir neina leið, þar sem sleðunum varð komið. Við settumst því enn og biðum, og nú fór hungrið að segja til sin fyrir alvöru. Við reyndum að jóðla á leð- urólum, og bárum jafnvel i orð að leggja okkur hundakjöt til munns. En hundakjötið varð maður að sjóða, annars var það óétandi. Fros- ið hundakjöt er nefnilega bragð- laust, og veitir líkamanum ekki neinn næringarhita, nema soðiS sé drukkið. í rauninni var þetta ekki heldur alvara okkar. HundakjötiS og soðið af því er ekki neitt lostæti, og hver af okkur þrem átti líka að leggja til hundinn? Víð skriðum inn í skútann, sátum og biðum. ÞaS tekur alltaf tímann sinn að eiga samræður við Eskimóa. Þeir hugsa i þaula hvert orð, sem maður segir, siðan það, sem jjeir hyggjast svara. Þetta tefur timann, en lærdómsrikt er það. Svo sváfum við öðru hverju, og við hlógum líka oft og lengi, þegar okkur varð hugs- að til þess, að einhvern tima áður en langt væri um liðið, gætum við sagt öðrum söguna af því, þegar viS áttum jólin í hellisskúta, og okkur var svo kalt, að við gátum ekki einu sinni þitt skurnið af eggjunum okkar. Loks kom að því, að veðriS lægði nokkuð. Við horfðum út, myrkur sjórinn lá upp að klettunum, en þó sýndist okkur að hann væri að byrja að leggja. — Sofum enn, varð Qolugta að orði. Þegar við vöknum, verður þess kannski ekki svo langt að biða, að við getum ekið á brott héðan. En nú reyndist okkur ekki jafn auðvelt að sofa og áður, þvi að frostið jókst stöðugt. Ég hef alla tíð verið svo handheitur, að ég þurfti ekki að óttast að mig kæli þar, en hinsvegar er ég ákaflega fót- kaldur. Þessu var öfugt farið með Knud Rasmussen. Honum varð yfir- leitt aldrei kalt á fótunum, en hend- ur hans urðu fljótt svo stirðar af kulda, að hann varð að stinga þeim inn á sig öðru hverju og ylja þær undir feldinum. ÞaS er sérkenni á sumum mönnum, að óþolinmæði þeirra er alltaf iöfn hótt áhættan sé mikil. Svira leiddist biðin og vildi leggja af stað á undan okkur. Hann gekk út á ísinn með skutul sinn, kom til baka og sagði aS hann væri ekki þykkari en sel- skinn, og því ekki fær. En hann sagði okkur þær gleðifréttir, að nú væri aS verða stjörnubjart. Það var dásamlegt; þá mundi suðvestan- storminum slotað i bili og frost harðna, svo þess yrði ekki ýkjalangt að bíða að fsinn héldi. Þá fengjum við bezta færi, svo hundarnir gætu heldur en ekki sprett úr spori. Bara að biða, þá kom allt i hendi. Biðin varð þó lengri en við gerð- um ráð fyrir. Fyrst fór Svíri enn könunarferð út á isinn, sem ekki reyndist heldur enn, þvinæst fór. ég; hafði það eitt upp úr ferðinni að ég varS blautur i báða fætur og þá var ekki að spyrja að kuldanum á eftir, sér i lagi fyrir þáð, að svo þröngt var i skútanum, að ég, gat ekkert hreyft mig þar, og ekki þorði ég að klöngrast upp á ströndina i þessu myrkri. En nú tók Qolugta við stjórninni. Hann var þaulkunn- ugur þarna, og taldi mjög líklegt að við kæmumst út i ey eina skammt frá landinu, með því að rekja sund- in, enda sennilegt aS ísinn hefði ekki brotið af þeim i veðrinu. Við ókum því eftir flæðarmálinu undir klettunum, þangað til við komum að sundinu, og hundarnir voru furðu harðir af sér, þegar þess var gætt að þeir höfðu fastað í fjóra sólar- hringa. ÞaS var ekki sjón að sjá pá, greyin, en þeir gerðu sér það bersýnilega ljóst að það var ekki fyrir neinn fantaskap af okkar hálfu, aS þeim hafði ekki verið sinnt. Þeir voru brátt komnir i bezta skap, og við líka, því okkur hitnaði við hreyfinguna og erfiðið. ísinn reyndist þó ekki heldur enn, nema á sundinu, öldungis eins og Qolugta hafði spáð. ÍJti í eynni átti einn af nágrönnum hans selalögn og þar geymdi hann kjöt frá þvi um sumarið. Og við náðum út i eyna. Það tók okkur skamman tima að finna kjötgryfjurnar, og þá var allt í stakasta lagi. Nóg kjöt handa hundunum, og nóg af dásamlega morknu kjöti handa okkur sjálfum. Og þarna var kominn nógur snjór til kofagerðar. svo ekki leið á löngu áður en við vonim komnir i húsa- sViól og gátum hitað okkur við grút- arlamoann. sem alltaf er hafður með á ferSalöðum. og nóg var af selspik- inu til eldsnevfis f grvfiunum. Okk- sknrti hókstaflega ekki neitt. Við nátum hurrkað soiarir okkar, og innan skamms vorum við sofnaðir n" nnfum hl-éiunnar og hvfldarinn- ar rftir atla hrakm'ngana. Yrði okk- nr kaR á fófunum. var hægur vandi að nudda há fil hita og örva blóð- rásina. Okkur leið Ijómandi vel i alfa staði. ViS borðuSum og sváfum á vixl ng biðum hess að siávarisinn yrði heldur. Nú hurftum við engu að hvfða. nóg kiöt handa hundunum og ekki væsti um okknr. Engu að sið- ur var okknr farið að lengja eftir aS komast heim. Það var notalegra að láta kvenfólkið hurrka spjarirn- ar. og alltaf voru einhverjar saum- sorettur. sem þurftu lagfæringar við. Þar að anki var svo vmislegt annað, og við fórum að verða óþolinmóðari en okkur var hollt. Fyrir bragðið héldum við ekki kyrru fyrir þarna lengur en i tvo sólarbringa; þóttumst trúa þvf, að nú hlyti ísinn að vera orðinn held- ur, ókum af stað út i myrkrið en gættum þess að hafa gott bil á milli okkar, þvi að Isinn svignaði undir sleðunum. Qolugta ók fyrstur, ég næstur og Sviri rak lestina. Ég varð stöðugt að halda aftur af hundun- um minum svo bilið á milli min og Qolugta styttist ekki meir en ísinn þoldi. ÞaS mátti annars furðu gegna hve langt frost þurfti til þess að isinn yrði sæmilega heldur. Við nálguð- umst samt þorpið smám saman, og nú komu norðurljósin og Ijómuðu upp fjöllin, svo við sáum til kenni- leita. Ég hafði þó ekki fagnað þessu lengi, þegar óp kvað við framundan. Það var Qolugta, sem vildi vara okkur við að halda lengra á eftir sér. Meiðarnir á sleða hans höfðu rist niður úr isnum. Nii sat hann á sleðanum, og ef hann reyndi að standa upp, rak hann fæturna niður um ísinn og myrkt djúpið gein við honum. Ég kallaði um öxl til Svira; hann kvaðst líka hafa verið farinn að gruna að isinn væri alls ekki held- ur, og þarna sátum við svo, allir þrfr, og gátum hvorki haldið áfram lengra né snúið við. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni átt kaldari nótt. Við vorum blautir, og urðum að liggja á sleðunum og bfða bess að fsinn styrktist. Það tók tfmann sinn. Stjörnurnar siluðust sfna leið uppi yfir okkur, en ósköp og skelfing fóru þær hægt f þetta skiptið. Þó leið hundunum enn verr en okkur. Það er kalt fyrir þá að liggja á snjó- lausum, nýlðgðum fs og þá svfður f gangþófana undan seltunni. Þeim var hræðilega kalt. Þeir komu þvf, hver á eftir öðrnm. og klifu unn á sleðann til mfn. og ég lofaði heim að Tiggia har eftir hvf sem rúmið levfði. En hótt sleðinn væri stór, vantaði mikið á að tólf hundar kæm- ust þar fyrir. Þeir ylitiðu mér dá- lítið að visu, en i hvert skipti. sem nýr hundur revndi að komast unp á sleðann. vörðtt þeir. sem begar voru har fvrir, honttm að siálfsögðu rúmið og allt lenti f rifrildi: hað var vitanlega nokkur tilbrevting, en hægilegt var hað ekki. Það kom lfka fvrir. að hundur fór niðtir um fsinn f átökunum. og sýnir hað bezt hve illa hann var heldur. Ég lá á sleð- anum og braut heilann um hað hve diúnt mnndi vera undir. Þetta var allt heldur óhugnanlegt. Þegar leið á nóttina fór að bvessa aftur. Ég heyrði fsinn bresta og vonaði innilega, að ekki kæmi vök á hann undir sleðanum. Fkkert gerðist hó annað en það, að 'alltaf varð kaldara og kaldara, og httnd- a,rVÍr rn^r svo þrongt að ég gat fkfý hreyft mig. Vindurinn næddi pvf stoöugt iim vinstri öxl mér, en Samb. ísl. samvinnufélaga óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. 30 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.