Vikan


Vikan - 21.12.1961, Side 32

Vikan - 21.12.1961, Side 32
Iðnaðarbanki Islands óskar viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, góðs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á gamla árinu. lienni. Hún flögraði hærra og hærraþessum stofnunum. Og þannig undir hvítri hvelfingunni og hvarf mundi það verða í öllum löndum. loks sjónum við gljásvarta hlið fer- Milljónir manna, sem misstu at- HEILINN. Framhald af bls. 7. Og hann hló allt í einu hvellt og gjallandi, og hlátur hans vakti draugalegt bergmál í salnum. Það var sem kalt vatn rynni niður eftir bakinu á henni. Henni fannst sem hún væri stödd í grafhvelfingu. Eða þá í aftökuklefanum í einhverju fangelsinu. Hún hafði séð myndir af rafmagnsstólnum, þar sem hann stóð, nakinn og kaldur í köldum klefanum. Eitthvað þessu svipað hlaut þeim að liða, sem varð litið þar inn. — Já, það væri dálaglegt, mælti Johnny og.hló enn. Að hugsa sér ef sjálfum heila heilanna skjátlað- ist. . . . Hann þrýsti henni fast og innilega að sér. — Vesiings litla tátan mín, tuldr- aði hann i hár henni. Enginn iimur fannst honum jafnast á við angan þessara iokka. Þér er gefið helzt til mikið hugmyndaflug, sagði hann. — Ég hef ekki heldur neinn raf- eindaheila til að hugsa fyrir mig, svaraði hún eilitið móðguð. Ég verð að annast það sjálf. Hvers konar læki eru þetta allstaðar á veggjun- um? — Þau taka á móti öllum send- ingum frá eftiriits-gervihnöttunum, auk þess tilkynningum og orðsend- ingum frá varnarmáladeildinni, upp lýsingaþjónustunni, sálgreiningar- stofnuninni og ótal öðrum slikum deildum og stofnunum. Þau skrá svo allt þetta merkjamáli á segulbönd, sem renna sjálfkrafa inn í heilann, sem leggur svo allar þessar upplýs- ingar til grundvallar skýringum sín- um, ályktunum og niðurstöðum. Hafi til dæmis rússneski forsætisráð- hcrrann haldið ræðu, tekur það heil- ann ekki nema örfáar sekúndur að komast að raun um hvað hann raun- verulega meinti. Hvort þar var um að ræða alvarlegar hótanir, eða ein- ungis vísvitandi blekkingar. Eva kipptist við og bar hendina að eyrnarsnepiinum. — Það var eitthvað, sem kitlaði mig í eyrnarsnepilinn, sagði hún. Sjáðu ... það var fluga! Honuin varð iitið þangað, sem hún benti. Uppi yfir þeim sveif lítil, dökk fluga, og suð hennar kafnaði í smellunum og tifinu frá tækjun- um og heilanum. — Já, svei mér ef þetta er ekki fluga, sagði hann. Hvernig i ósköp- unum hefur hún getað komizt inn? Aldrei minnist ég þess að hafa orð- ið var við flugu hérna inni, síðan ég kom hingað. Hann sló til hennar, en missti af líkisins. Hún hefur sogazt inn um eitt af loftárásaropum heilans, sagði Johnny. Jæja, hún verður áreiðan- lega gegnsteikt. Það er 10000 volta spenna þar inni. Það fór hrollur um Evu. Henni varð enn hugsað um rafmagnsstól- inn. — Lítlu á þetta tæki, sagði Jo- hnny. Þetta er tækið, sem gengur næst sjálfum heilanum. Það skráset- ur allar hugsanir rússneska yfirraf- eindaheilansv Fyrir atbeina þess, veit okkar heili alltaf hvað sá rúss- neski hugsar. Það er þess vegna, að hann lætur aldrei blekkjast. — Þetta er dásamlegt, sagði Eva og hrifningin varð óttakenndinni yfirstekari i þili. — Rússarnir hafa lika hliðstætt tæki, mælti Johnny enn. Þeir vita ailtaf hvað okkar heili hugsar. Hvað það snertir, standa því báðir jafnt að vigi. Eva stóð þögul um hríð og virti fyrir sér þetta merkilega tæki. Gegnum plastrúðu þess mátti sjá segulbandið, sem rann þar í gegn og þaðan svo inn i heilann, sem rannsakaði allar þær upplýsingar, er á það voru skráðar. — En, varð henni að orði, fyrst við vitum hvað þeir hugsa og þeir vita hvað við hugsum, þegar báðir aðilar standa semsagt jafnt að vígi, þá getum við eins samið um það við þá, að láta báða þessa heila, sem hafa þannig nákvæma gát á hvor öðrum, hætta störfum, og stöðva um leið alla þessa gervi-vígahnetti, sem svífa um himinngeiminn hlaðn- ir kjarnorkusprengjum, og allar eld- flaugarnar, sem stilltar hafa verið í mið á skotstöðvunum og þjóta að markinu um leið og einhver hers- höfðinginn þrýstir á rofann — eða rafeindaheilinn sjálfur gerir það, vegna þess að hershöfðingjarnir geta ekki orðið ásáttir um hver af þeim skuli setja allt af stað. . . — Það mundi verða til þéss að ég missti starfið, sagði Johnny og starði á hana furðu lostinn. Og þá gætum við ekki gift okkur í næsta mánuði. . . Hann kyssti hana, strauk lokka hennar og vafði hana örmum. _ — Litla tátan mín, hvíslaði hann. Ég er hræddur um að þú látir hug- myndaflugið fara helzt tii iangt með þig í dag. Skilurðu það ekki, að slíkt mundi leiða til þess að allir foringj- arnir hérna yrðu atvinnulausir, auk þess ailir skrifstofumennirnir i varnarmáladeildinni, og allir þeir, sem búa verkefnin í hendur öllum vinnu sína. Þú gerir þó varla rað fyrir að nokkur rkisstjórn mundi láta sér siíkt og þvilíkt til hugar koma? Sjálfur heilinn vill ekki svo mikið sem ljá því þanka, og þar að auki liggur það fyrir utan hugs- anasvið lians, sem er eingöngu bund- ið því hernaðarlega. — Æjá, sagði hún dapurlega. Ég er víst ósköp lieimsk. — Þú ert dásamleg, mælti hann. Þú ert kona af holdi og blóði. Sjálf- ur útskrifaðist ég með hæstu eink- unn úr háskólanum. Nú finnst mér öðru hverju, sem ég geti ekki hugs- að neina hugsun lengur. Ég er orðinn einskonar handlangari heil- ans og ekkert annað. Við skulum annars athuga hvað hann hefur að segja þessa stundina. Þau leiddust í áttina að ferlíkinu. Hún nam staðar utan við sjónliring sjónvarpstækisinis, en hann gekk nær og leit á pappírsræmuna, sem rann út um raufina. — Engin hætta á styrjöld í svip- inn, las hann. Við getum verið örugg næturlangt. —- Dásamlegt, varð Evu að orði. Johnny hló við. — En hverju gegnir nú þetta? spurði hann allt í einu. Er heilinn ekki farinn að hafa áhuga á bóli- menntum? hlustaðu nú á: „Elsk- hugar lafði Chatterley“ hefur verið þýdd á rússnesku og það boðar hlýrra andrúmsloft í stjórnmálun- um.“ Hefurðu annars lesið bókina um lafði Chatterley? Hún skemmti s'ér prýðilega með skógarverði á meðan það var. En við skulum þó skemmta okkur enn betur saman, og sú skemmtun skal vara að eilífu. Hann lyfti henni upp á örmum sér, en hún sparkaði út i loftið og skrikti. — Sýndu þá að þú sért maður til þess, sagði hún og fítlaði eggjandi við hárið á honum. — Nú ber ég þig inn í herbergið gamla mannsins, sagði hann. Þar getum við látið fara vel um okkur. Það eru fullar tvær klukkustundir þagnað til hans er von. Hann bar hana inn í herbergið, en hún hvildi höfuð sitt við öxl hans og varð því fegnust að komast á brott frá þessum alvitra, kalda heila. Hann lagði hana á legubekk her- foringjans, laut að henni og kyssti hana á hárið og andlitið. Og þess á milli hvíslaði hann einhverju í eyra henni, sem fékk hana til að umla lágt og heitt og strjúka blíðlega hnakka hans. 1 sama bili heyrðust hvell liljóð- merki frá heilanum, og Ijósið, sem barst úr salnum inn um herbergis- dyrnar varð skyndilega rautt. Evu varð hverft við. Ilún spratt á fætur með slíku óðagoli, að hún féll kylliflöt á gólfið. Johnny tuldr- aði eitthvað gremjulega, á meðan hann var að átta sig á merkjunum og birtuskiptunum. — Hamingjan góða, það er heil- inn, hrópaði hann. Þetta er við- vörunarmerki! Og þar með var hann þotinn fram í sjálft heilabúið. ,, — Johnny, bíddu eftir mér, kall- aði hún, en hann heyrði ekki einu sinni til hennar. Hún liafði misst af sér annan skóinn í óðagotinu, hélt á honum í hendinni og haltraði á eftir Jo- hnny. í gegnum táramóðuna sýndist henni rafeindaheilinn vera umflot- inn hlóði í birtunni rauðu. Johnny starði sem dábundinn á siðustu fyrirskipun heilans: „Fénd- urnir hefja árás. Þrýstið á rofann." Eva var nú komin til hans og las á ræmuna með honum. Hún leitaði handar hans og þrýsti hana fast. Hann gætti þess ekki, að þau liiutu nú bæði að sjást á sjónvarpsskyggn- inu uppi í herráðssalnum. Heilinn hætti um hríð skriftinni, sendi einungis frá sér viðvörunar- merki. Johnny starði upp í loítið, sem hann byggist við því að geta séð það upp um þrjár hæðir, þegar einhver þeirra í herforingjaráðinu þrýsti á rofann, sem setti allt af stað. Svo tók heilinn aftur að skrifa. Það small í ritvélarstöfunum um leið og þeir skullu á pappírsræm- unni: „Eftir hverju eruð þið að biða, bjánarnir ykkar. Þrýstið á rofann, annars geri ég það.“ En varð svolitið hik. Svo hélt hann áfram: ,yÞað eru liðnar 50 sekúndur . . . 55 sekúndur . . . nú var þrýst á rofann. Það var Francis Frederick Spencer, sem framkvæmdi þá sögu- legu athöfn. Styrjöldin hófst klukk- an 21.14.49“. Viðvörunarmerkin þögnuðu. Birt- an varð eðlileg aftur. Eva og Johnny stóðu þarna og héldust í hendur án þess að mæla orð frá vörum. Loks mælti Eva titrandi röddu: — Það . . . . er þá lcomið stríð? Og það eru ekki liðnar nema fáeina- ar minútur síðan heilinn tilkynti að ekki væri nein hætta á styrjöid og við gætum verið örugg næturlangt? — Ég skil ekki þetta með lafði Chatterley, varð Johnny að orði. Hún hristi hann til og tárin streymdu úr augnakrókunum niður vanga hennar. — Hættu að tala um þessa lafði Chatterley, kjökraði hún. Það er Skeifan óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. 32 VIKAII

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.