Vikan


Vikan - 21.12.1961, Side 33

Vikan - 21.12.1961, Side 33
GLEÐILEG JÓL, gæfuríkt komandi ár. - Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Landsbanki Islands . . -rj, '9r~ - ■ townp/ b - * ' ' " .■ > skollin á styrjöld, maður . . . styrj- öld! Og þú stendur hérna í þung- um þönkum um þessa lafði Ghatter- ley. Kannski verður þú kallaður á vígstöðvarnar. Kannski sjáumst viS aldrei framar. . . . — Mínar vígstöðvar eru hérna, svaraSi hann. Tíu hæðum undir yfir- borði jarðar. Það er ekki þessi lafði Ghatterley, sem ég er að brjóta heil- ann um. Heldur það, að mér er með öllu óskiljanlegt hversvegna raf- eindaheilinn fór að hugsa um hana. Það hefur aldrei lcomið fyrir áSur, að hann færi að hugsa um bækur eða kvenfólk. — Nú skrifar heilinn, að eld- flaugum hafi verið skotið upp frá öllum bandarískum stöðvum á landi og sjó í lofti af fullkomnustu ná- kvæmni, sagði Eva. — Já, svaraði hann. Það leiðir af sjálfu sér. Það er lieilinn, sem sér um það. En eitthvað er það nú samt, sem ekki kemur heim. Fyrst sagði heilinn að ekki kæmi til styrj- aldar í bráð, síðan fer hann að hugsa um Lafði Chatterley, og loks segir hann að það verði styrjöld. — Nú skrifar hann að eldflaugum hafi verið skotið frá öllum rúss- neskum stöðvum á landi, sjó og í lofti, nákvæmlega samtíinis þeim bandarisku, sagði Eva. Við liöfum lika orðið fyrir . . . — Auðvitað, svaraði hann. Heil- arnir skrásetja hvor annars hugs- anir, En þú varst eitthvað að minn- ast á að heilanum kynni að geta skjátlazt. Ég held að ég verði að athuga hann að innanverðu ... — Það er um seinan nú, sagði Eva. Heilinn skrifar að bæði Moskvu og Washington hafi verið jafnað við jörðu. Já, en Washington . . . við erum í Washington, og ekki höf- um við orðið neins vör? — Á tíundu hæð undir yfirborði jarðar, svaraði hann rólega. Það tek- ur nokkra stund að ná til okkar. Hann opnaði skáp og tók fram eitthvað, sem einna helzt líktist kaf- arabúningi. Hann brá sér í búning- inn og minnti þá mest á þessar furðuverur, sem teiknisagnahöfund- arnir láta byggja fjarlæga linetti. — Þessi búningur ver mig fyrir raflosti, sagði hann. Hún sá varir hans hreyfast bak við plastrúðuna á hettunni og heyrði rödd hans, annarlega málm- hvella, gegnuni hátalarann á henni. Hann opnaði einskonar dyr á bak- hlið heilans og tók að athuga ótal leiðslur og tenging'ar með mælitæki, sem hann hafði í hendinni. Eva stóð i sömu sporum og las jafnóðum til- kynningar, sem heilinn skrifaði á pappírsræmuna. Aldrei á ævi sinni hafði hún fundið jafn sárt til þess að hún væri einmana og yfirgefin, og það var hennar heitasta ósk, að Johnny stæði enn við hlið henni. — New York hefur verið gereytt, hrópaði hún. Og foreldrar mínir búa í New York. Þau hljóta þá að vera bæði . . . Hann heyrði það gegnum hljóð- nemana á hettunni, að hún kjökraði hinum megin við heilann. Hann bar mælitækið að einni heilafrum- unni. — Leningrad hefur verið gereytt, hrópaði Eva enn. Kiev, Odessa, Stalingrad, Chicago, Detroit, Pitts- burg. . . Honum var litið á mælitækið, sem sýndi hvernig ásigkomulagið var í sjálfri botnhvelfingunni, heilabúinu. Nálin sveiflaðist titrandi fram og aftur. Hann bar mælitækið að ann- arri heilafrumu. — Nú skrifar heilinn að það hafi ekki neina þýðingu framar að vera að tilkynna um gereyðingu borga, hrópaði hún. Öllu lífi á yfirborði jarðar í Bandaríkjunum og Sovét- rikjunum hefur verið gereytt. Nú hefur Lundúnum og París verið jafnað við jörðu, einnig Peking, Shanghai, Hamburg, Varsjá og Berlín ... Hann sá að mælitækið tók örlítið viðbragð, þegar hann bar það að þeirri heilafrumu, sem réði heil- brigðri skynsemi. — Öllu lífi i Evrópu hefur verið gereytt, hrópaði Eva. Einnig í Kína, Kanada og Suður-Ameriku. Allar eldflaugastöðvar á landi hafa verið gereyðilagðar, og nú er eldflaugun- um eingöngu skotið frá gervihnött- unum. Geislavirlc þoka hefur lagzt sem hjúpur umhverfis jörðina, en gervihnettir beina nú nýjuin eld- flaugum niður í þokuhafið, sem ná eiga til þess, sem enn er við lýði undir yfirborði jarðar. Heilinn full- yrðir að aldrei áður hafi styrjöld verið háð af jafn hárfinni og öruggri nákvæmni, enda sé henni nú i þann veginn að ljúka, eftir að hafa staðið samfleytt í 15 mínútur, 37 sekúndur. Johnny skrúfaði frumu heilbrigðr- ar skynsemi lausa úr gróp sinni. Heilinn þurfti hennar ekki lengur með, hvort eð var. Hann gekk með frumuna í höndunum þangað, sem Eva stóð. Gólfið skalf og nötraði og brestir komu á veggfletina, og drunur af sprengingunum bárust til þeirra, niður um margar hljóðein- angraðar hæðir. Það benti til þess, að sprengjurnar hefðu þegar eyði- lagt efri neðanjarðahæðirnar. Það var ekki fyrr en Johnny stóð þarna við hlið henni aftur, að Eva fann til liræðslu. Hún hafði fylgzt af slíkri ákefð með lilkynn- ingum heilans um hernaðaraðgerð- irnar, að allt annað .gleymdist. Hann þurfti ekki að segja lienni hvað koma mundi. Hún vissi það eins vel og hann. Jonny settist flötum bein- um á gólfið; hún tók sér sæti þar hjá bonum og hnipaði sig eins fast að honum og henni var unnt, án þess að gera honum öðrugra fyrir að skrúfa heilafrumurnar sundur. Helzt hefði hún kosið að hvila i örmum hans, en hún vildi ekki verða til þess að honum tækist ekki að sanna sjálfum sér það, að hann væri fær um að vinna meiri tækni- leg afrek en að skipta um pappírs- kefli í heilanum. Hann lyfti lokinu, sem skýkli við- bragðsnæmri þynnunni. Örfínt ryk hafði dreifzt um yfirborð hennar. Johnny brá hettunni af höfði sér og vakti athygli Evu á þessu ryki. — Manstu eftir flugunni, sem var hérna á flögri? spurði hann. Hún sogaðist inn í heilann, þar sem hún brann til ösku, en svo hefur askan sogazt inn í frumu heilbrigðar skyn- semi og hefur áhrif á þynnuna. Þess- vegna var það, að heilinn tók allt i einu að hugsa um lafði Chatterley, og þessvegna skjátlaðist honum í ályktun sinni varðandi styrjöldina. Auðvitað hafa Rússar ekki búizt til árásar frekar en við. Heilarnir héldu sem sagt hvor öðrum í frið- samlegu jafnvægi, allt þangað til fluga truflaði þankagang þeirra. Um leið og þrýst var á rofann, slitnaði fruma heilbrigðrar skynsemi óðara úr öllum tengslum af sjálfu sér, og eftir jiað starfaði heilinn aftur af fullkominni nákvæmni. — Að hugsa sér hve þú ert snjall, hvíslaði hún með aðdáun. Þú tekur sjálfum rafeindaheilanum frain að hugsanaskerpu. . . Þetta voru þau síðustu orð, sem mennsk rödd mælti í borginni Washington, því nú braut sprengja niður botnhvelfinguna yfir heilabú- inu. Rafeindaheilinn starfaði unz yfir lauk. Þá skrifaði hann þá setn- ingu, sem ekkert mannlegt auga var til að lesa: „Rússneski heilinn var eyðilagð- ur 17 mínútum og 23 sekúndum eftir að styrjöldin hófst. Nú eyðilegst bandaríski heilinn. Við unnum styrjöldina með nákvæmlega einni sekúndu . . .“ Króaður af í víti styrjaldar. Framhald af bls. 11. sú stund er skipið átti að fara og bað skipstjóri mig að koma með sér til þess að sækja hásetana í fang- elsið og gerði ég það. Við vorum leiddir inn í hráslagalegan stein- kumbalda. Þar var óhrjáleg aðkoma. Ekkert legurúm var í klefanum að- eins rimlar fyrir gluggum og dyr- um. Lögregluþjónarnir létu okkur ganga eftir ganginum meðfram klef- unum og svo sögðu þeir: „Hérna. Eigið þið nokkurn hérna?“ Og þann- ig koll af kolli. Og þarna hímdu þeir og héldu upp um sig buxunum, þvi að mittisólin hafði verið tekin af þeim. — Allir voru þeir skömm- ustulegir. Við rannsókn kom í Ijós, að lögreglan hafði á hendi hreinsun gatna í bænum og það var siður henanr að smala hafnarknæpurnar á kvöldin og láta þá, sem hún hand- tók vinna við hreinsun gatnanna við svipuhögg og spenntar byssur — og í þokkabót lét liún svo leysa mennina út með fé. — Ég gleymi aldrei baksvipnuni á hásetunum þegar þeir röltu eftir götunum og um borð, haldandi upp um sig bux- unum. Ég var ekki lengi á Ebro. Ég kunni þó vel við mig á þvi. Svo virtist, sem stjórnendum Sameinaða litist vel á starf mitt, enda kvörtuðu þeir aldrei en lýstu ánægju sinni r Axmixister _____________ óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. — ▼IKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.