Vikan


Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 35
auiíH'*^, GLEÐILEG JÓL, gæfuríkt komandi ár. - Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Bifreiðastöð Steindórs yfir fjárreiöum mínum og stjórn- semi hvað eftir annaö. Mér hafði þótt heldur seint ganga þegar ég varð að dúsa i heitan áratug á sömu leiðum; en nú virtist iniklu meiri hraði vera kominn á ferð mína upp metorðastigann. Allt i einu var ég settur um borð i annað skip og það var hvorki meira né minna en eitt allra vandaðasta skip, sem Danir áttu um þetta leyti — og auk þess mjög þekkt. Það hét California. Það hafði upphaflega verið byggt til þess að sýna danska fánann við opnun Panama-skurðsins og til þess því vandað á allan hugsanlegan hátt. En ekkert varð úr ferð þess til Panama og olli því heimsstyrjöldin, sem skall á árið 1914. Ég skal strax geta þess, að þessu skipi fylgdi mik- il heppni. Það var á heimshöfunum í tveimur heimsstyrjöldum án þess að því hlekktist nokkurntíma á. Þegar ég réðst á skipið barst mér til eyrna að skipstjórinn væri hörkumaður hinn mesti og ekki vin- sæli. Mér kom þetta alls ekki við. Ég hafði alltaf átt því láni að fagna að geta haft góða samvinnu við skipstjóra mína og ég vonaði að svo mundi enn verða. En um þetta leyti voru menn farnir að óttast nýja heimsstyjöld og var búizt við árás- arstyrjöld Þjóðverja. Við sigldum viða um lönd á Cali- forniu. Við vorum staddir í Santos í Brasilíu þegar styrjöldin skall á haustið 1939. Og það er óhætt að segja, að þá greip okkur mikill ugg- ur. Við héldum þó, að við mundum geta siglt skipinu heim til Kaup- mannahafnar, en trafali varð á leið okkar. Þegar við komum i Norður- sjóinn óðu að okkur hrezkir tund- urspillar og ráku okkur inn til Kirkwall. Þarna iágu um 70 skip, sem Bretar höfðu rekið i höfn til rannsókna. eða bókstaflega hertek- ið. Við vonuðum, að ekkert væri at- hugavert við okkar farm og að við mundum þvi sleppa fljótt, en það fór á annan veg. Við vorum þarna bundnir f 20 daga. Aldrei hef ég kynnzt öðru eins viti. Það er varla hægt að segja að okkur kæmi dúr á auga allan þenn- an tima öðru visi en við værum ölvaðir. Á hverri einustu nóttu voru gerðar loftárásir á skipalægið. All margir félaga minna slepptu sér og ljós voru byrgð og ef maður gægðist út sást ekki nokkur glæta. Spreng- ingarnar kváðu við og þegar sprengjurnar hitti skipin, kváðu við aðrar sprengingar. Flugvéladrun- urnar voru látlausar og geltið í loft- varnabyssunum. Við áttum von á þvi að á hverri stundu mundi sprengja hæfa okkar skip og að þá yrði ekki að sökum að spyrja með lif okkar. Við gátum ekki sofið og taug- arnar voru þandar til hins ýtrasta. Við reyndum til að byrja með að hafa ofan af fyrir okkur með því að sitja að spilum um nætur, en það gekk ekki, því að í hvert sinn, sem sprenging varð, fannst okkur að hún væri annað hvort i okkar eigin skipi eða í næsta skipi. California hrökk við þegar sprengjur komu nálægt henni — og það var eins og taugakerfi hennar næði til okkar eigin tauga, því að um leið og hún hrökk við stukkum við á fætur. Ég reyndi að halda rólyndi mínu, en margir félaga minna slepptu sér og voru næstum óviðráðandi um sinn, enda þola ekki nema allra tauga- sterkustu menn slíkt átak. Brátt fór að bera á því, að skipsfélagar mínir færu að hella i sig áfengi til þess að geta sofnað. Ég hafði verið frá- bitinn áfengi alla tíð, en nú fór ég líka að gripa til flöskunnar. Það var miikl líkn i öllu þessu djöfulæði að verða drukkinn ■— og gleyma. Ég gat sofnað og af því að ég hafði alltaf forðazt áfengi, þoldi ég það vel og vaknaði endurnærður, að minnsta kosti til að byrja með. En brátt fór ég að verða var við af- leiðingarnar. Ég reyndi að vona að brátt myndi þessu linna svo að ég gæti notið hvíldar á eðlilegan hátt og þá losnað við áfengið, en alltaf dróst þetta. Á hverri nóttu var eitt- hvert skipanna, og stundum fleiri en eitt, skotið niður og sást ekki urmull af þessum skipum að morgni. Þarna fórst stærsta olíuskip Dana. Sprengja hitti það eina nóttina og fór það í tætlur og ekkert sást eftir af því um morguninn, en olígn flaut um allan sjó. Þeir af skipshöfninni sem björguðust fóru heim með okkur. Þegar við höfðum verið þarna í krónni i 20 daga ruddist herlög- regla allt í einu um borð og tók skipið á sitt vald. Var það nú tekið út úr skipalaginu og því siglt til Aberdeen. Bretar höfðu komizt að því, að í farminum voru um 500 pokar af kaffi, sem átti að fara til Þýzkalands. Þeir tóku nú kaffið og slepptu okkur síðan. Tveir tund- urspillar voru látnir fylgja okkur yfir Norðursjóinn. Á þessari ferð hrepptum við eitt hið hroðalegasta veður, sem ég hef lent i á sjó og héldum við að þá og þegar mundi skipið farast. Björgunarflekum og bátum skolaði fyrir borð og sjálfs- kveikja varð á björgunarflekunum svo að þeir veltust þarna í ólgandi hafinu með fullum ljósum. Þetta varð til þess, að brezku herskipin héidu að þarna væru komnir þýzkir kafbátar og hófu skothríð á fiekana. Loks komumst við þó með skipið til Kaupmannahafnar og þá tók ég mér fri í einn mánuð. Á ÞESSUM tímum vildu helzt aliir komast á skip, sem sigldi á Suður-Ameríku, því að menn töldu að minni hætta væri á þeirri sigl- ingleið. Ég fór þvi fram á það, að ég fengi að halda áfram á Californ- iu og var ekkert því til fyrirstöðu. í febrúar 1940 fór ég til Odense, en þangað hafði verið farið með skipið og tók þar við starfi minu. Þennan vetur voru miklar frosthörkur i Danmörku og voru öll sund lokuð af föstum ís. Við urðum ]ivi inni- frosnir þarna í Odense fram að páskum. Þá losnaði um okkur. Við lögðum ekki af stað glaðir i sinni. Atbnrður hafði gerzt á föstu- daginn langa sem hafði slæm áhrif á okkur. Þá sökktu Þjóðverjar 6 skipum frá Sameinaða gufuskipa- félaginu í Norðursjónum. Þetta var algert brot á hátiðlegu loforði þýzka sjóhersins, en Þjóðverjar létu sig ekki muna um það í þá daga að svikja slík loforð. Þeir sviku fleiri loforð og stærri en þetta. Við áttum að fara frá Odense á föstudaginn langa. En þegar fréttirnar af atburð- unum i Norðursjónum bárust til okkar, urðu þær til þess, að margir af yfirmönnum slcipsins neitúðu að fara, en hásetar og vélamenn sögðust ekki fara fet fyrr en á annan i páskum. Og um kvöldið á annan lögðum við úr höfn. Hvorki okkur né fjöiskyldur okk- ar grunaði þá, að við mundum ekki sjást fyrr en að 6 árum liðnum, eða 1946. Við áttum að vera i samfylgd yfir hafið með öðru skipi frá Sameinaða, sem hét Argentina og var ferðúm okkar heitið til Suður-Ameriku. Argentina fór frá Kaupmannahöfn á sömu klukkustund og við .fórum frá Odense. Siglt var innan skerja upp til Björgvinjar í Noregi, en það- an var tekin stefna beint á haf út. Þegar við vorum staddir miðja vegu milli Björgvinjar og Vestmannaeyja höfðum við samband við Argentina, en siðan ekki söguna meir. Og ekk- ert hefur spurzt til þess skips síðan. Þegar við nálguðumst ísland urð- um við varir við marga fiskibáta og munu þeir flestir hafa verið frá Vestmannaeyjum. Skipstjóri hafði þau orð um, að skipinu stafaði hætta af þeim, þvi að „þessir íslendingar væru visir til að iáta Þjóðverja vita um ferðir þess.“ Nú var stefnunni breytt og stefnt á Canarisku eyjarnar. Þetta var i byrjun april, en Danmörk var her- tekin 9. apríl og þar með vorum við orðnir friðlausir sæfarendur. Okkur tókst að ná Las Palmas á Canarisku eyjunum, en þar áttum við að taka olíu. Englendingar réðu þar öllu og lentum við i stímabraki við þá vegna oliunnar. Þeir kröfðust þess að fá að vita hvað yið hefðum mikla oliu í skipinu. Skipstjóri mun hafa logið til um birgðir okkar, enda kom það síðar í ljós. Englendingar féllust loksins ó það, að láta okkur fá nægi- lega olíu, með bví skilyrði þó, að við sigldum til 'Sierra Lione á strönd Afríku og að við skiluðum skipinu þar í hendur Englendinga. Og með það fórum við frá Las Pa’mas. Næsta morgun vorum við allir kallaðir á þilfar og lialdin ráðstefna skipshafnar. Skipstjóri spurði um álit manna, hvort við vildum sigla til Afríku eða halda áfram ferðinni eins og ekkert hefði í skorizt til Suð- ur-Ameriku. 42 menn voru á skipinu, en 38 menn voru nú á þilfari. At- kvæðagreiðs’á fór fram og var hún leynileg. 37 vildu sigla til Sierra Lione og afhenda Englendingum umráð yfir skipinu, en 1 var á móti þvi. Við vissum ekki hver það var þá, en það kom brátt i ljós. Enn var siglt um sinn, en ekki gátum við fylgzt með þvi hvert var stefnt. Skipstjóri var þögull og fór Utvegsbanki Islands óskar viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, góðs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á gamla árinu. Kaupstefnan óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.