Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 11
Hún mundi halda áfram að klæðast þröngu peysunni og röndótta pilsinu eftir að hann væri farinn á sjóinn og hann mundi skrifa henni oft og allt yrði eins og áður þegar hann kæmi aftur. AMORGUN SKIN SOUN — Þú skalt ekki vera hrædd, það er ekki meiri hætta á sjó en landi. — Það er líka annað sem ég er að hugsa um. — Hvað er það? — Aðrar stelpur, þú kemur i nýtt umhverfi, og kynnist nýju fólki, þá verður allt hér svo smátt, líka ég. Aftur verður hann glaður, glaður af því hún er hrygg, en þó spyr hann: — En þú sjálf, ætlar þú kannske að gleyma mér, vegna annara stráka? — Hvaða annara stráka? Hverjir eru hér? Engir sem þú þekkir ekki. Þú veizt um allt hér, veizt nákvæmlega hvað ég geri frá morgni til kvölds. Hér verður allt óbreytt, bara þú ferð. — Komdu, við skulum setjast hérna niður, hvíslar hann heitri röddu. Hún litur á hann hrædd og undrandi, það er einhver framandi hreimur i rödd hans sem vekur hjá henni kvíða og hún segir fljótmælt: — Nei, nei, ég óhreinka pilsið mitt. — Hérna er jakkinn minn, þú getur setið á honum. Hún lætur hann ganga dálitið á eftir sér, en sezt þó loks. Hann hallar höfðinu að öxl hennar, andar að sér ilminum úr hári hennar, hann er ferskur og góður, næstum áþreifanlegur. Hikandi, en þó eins og af sjálfu sér, leitar hönd hans undir þrönga bláa peysuna. Stúlkan lætur það afskiptalaust, virðist ekki taka eftir þvi. Honum finnst hann aldrei hafa verið svona nálægt neinni manneskju fyrr, og þó er eins og hún sé langt i burtu. Hvað skyldi hún vera að hugsa? Um hann, eða um það sem gerist, þegar hann er farinn? Farinn héðan úr sveitinni, þar sem hann er fæddur og uppalinn, þar sem hann þekkir hverja þúfu og hvern stein. Hann horfir út á spegilsléttann fjörðinn, fjöllin handan við voginn. Það er sólskin i hliðunum og á gulgrænum grasgeirunum er fé á beit. Allt verður þetta hér. Sjórinn, fjöllin, fuglarnir — og hún. Bara hann fer burt og gleymist kannske, að minnsta kosti munu allir fljótlega sjá, hvað hann hefur verið óþarfur hér, líka hún. Sjá, að allt kemst svo mæta vel af án hans. Hún mun halda áfram að klæðast þröngu peysunni og rósótta pilsinu, og það mun halda áfram að vera sólskin i svip hennar og hún mun brosa og hlæja björtum glöðum hlátri sem minnir á bjölluhljóm eða kvak fuglanna á vorin, þvi sjálf er hún eins og vorið. Vorið, sem bíður eftirvæntingarfullt komu sumarsins, en óttast þó komu þess, því þegar sumarið er komið, er skammt til hausts. Það er eins og stúlkan skynji þessar hugsanir hans, grípi þær á lofti, Framhald á bls. 35. AFTUR SMÁSAGA EFTIR GUÐNÝJU SIGURÐARDÓTTUR vikan 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.