Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 2
h/ólbnrðAr Verið öruggur í hröðum ákstii sparið g hverjum kílómetra. 1 borg og bæ sanna Firestone hjólbarðar ágæti sitt með meiri endingu og auknu öryggi. Það borgar sig ekki að treysta á slæma hjólbarða þegar ekið er á miklum hraða á slæmum vegi. Góð end- ing hjólbarðanna er þar að auki mjög mikilvæg, og staðreyndin er sú að Firé- stone hjólbarðar eru ódýrari en ýmsar lélegri gerðir. VERIÐ TIL FYRIRMYNDAR f AKSTRI, hugsið um farþega og fótgangandi. Það er yðar, forréttindi að vera öruggur í umferðinni. Tir*$tone merkið tryggir gæðin. Lougovegi 178 Simi 38000 Foriíðan Þið sjáið, að við höfum haft mikið við og gert eina stórfenglega upp- stillingu í tilefni af áramótunum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru lika áramótin skemmtilegasta há- tíð ársins, enda öllu á botninn hvolft og nýjar heitstrengingar gefnar. Þá stíga menn í stokk og strengja þess heit að hætta að reykja, að hætta að drekka, að hætta að borða of mikið, að hætta að sofa yfir sig, en fá sér svo bæði „smók“ og afréttara, Þegar þeir vakna um hádegið, fyrir riku- legan hádegisverð á nýársdag. Menn eru nú einu sinni mannlegir og aldrei mannlegri og breizkari en um ára- t mótin. Þessi bráðfallega stúlka á forsíðu- myndinni heitir Guðbjörg Björnsdótt- ir. Hún er fædd og uppalin í Reykja- \ vík og hefur tekið gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar ein- hverntíma í náinni fortíð. Hún hefur líka verið í Tízkuskólanum og tók þátt í tízkusýningum á Reykjavíkur- sýningunni sællar minningar. Guð- björg afneitar því með öllu, að hún ætli að ganga einhverjar tízkubrautir í framtíðinni. Hún segist vera afskap- lega stillt og prúð og helzt hafa áhuga fyrir heimilishaldi og prjóna- og saumaskap. Hún segist helzt kjósa sér að verða góð húsmóðir og halda mikið kyrru fyrir heima. Guðbjörg f er trúlofuð og sá ljónheppni kærasti heitir Pétur Valbergsson. Annars er Guðbjörg af ágætu, vestfirzku kyni; móðir hennar, Oddný Ólafsdóttir, er frá Látrum i Aðalvík og faðir henn- ar, Björn Jóhannesson, sjómaður, er frá Bolungarvík. , Til þess að búningur ungfrúarinn- ar yrði sem ákjósanlegastur miðað við þennan tíma sólarhrings sem gamla klukkan sýnir, miðað við ára- mót, kampavin og forsíðuna á Vik- unni, þá þótti eðlilegast að hún i- klæddist náttfötum með einhverju lúxussniði og við völdum bleik Carabella-náttföt af sömu gerð og Ungfrú Yndisfríð úthlutaöi heppnum lesendum um skeið. Þau eru með þessum yndælis blúndum sem fara vel við flugelda og klingjandi glös á gamlárskvöld og Guðbjörg Björns- dóttir segir skál — skál fyrir nýja árinu. Við tökum undir það með henni og skálum við ykkur, lesendur Vikunnar með þökk fyrir einstaklega gott samstarf á þessu ári, sem nú er að syngja sitt síðasta vers. 2 VIKAN ÞINGEYINGAR SVARA FYRIR SIG . . . Kæra Vika. . Mig langar til að skrifa þér út af þessari asnalegu grein Helga Sæm. Þið ættuð að verja þessu plássi, sem þið hafið undir þennan asna og hans asnalegu greinar, sem enginn heilvita maður les (LETURBREYT- ING PÓSTSINSIl) i annað skemmti- legra. Sárt brann mér, er hann fór að hreyta ónotum í Þingeyinga og tala nm ryk á bókasafni Húsavikur og Þingeyinga. Ég vona, að ég sé ekki eini Þingeyingurinn, sem tekur upp hanzkann fyrir sinn landshluta. En eitt get ég sagt þessum vesaling, að til eru fleiri fyndnir Þingeyingar en Egill okkar Jónasson. Og að hann gæti verið Sunnlendingur fyrir sína kímni er vitleysa, því hvergi finnst fyndinn Sunnlendingur á íslandi. I am sorry. — Og svo verjið þið plássi undir þetta fifl. í sannleika sagt væri ég í ykkar sporum löngu búinn að dangla hraustlega i aftur- endann á greyinu. En í orðsins fyllstu merkingu — maðurinn er ekki normal. Jón H. P. s. Hvernig er skriftin? Þakka birtinguna. Ég þori ekkert að segja um kímnigáfu Þingeyinga, en ef dæma má af þessu bréfi, vantar suma þeirra ekki stóryrðin. — Var einhver að minnast á tóma tunnu? — Skriftin er þingeysk, hvað sem það nú þýðir. Reykjavík, mánuði fyrir jól, 1961. Greinin hjá Helga geð mitt kætti, í gríni er maðurinn fjarska slyngur, en fram í ættir þó ætla mætti, að ef til vill væri hann Þingeyingur. Með beztu kveðjum. Fullkominn Þingeyingur. (eins og þeir eru allir). ALDURSMUNUR . Kæri Póstur. Getur þú gefið alvarlegt svar við alvarlegri spurningu? Ég er 19 ára gömul og er ástfangin af manni, sein er 35 ára. Hann er ungur í anda, og mér geðjast mjög vel að honum. Vinstúlkur mínar segja, að þessi aldursmunur geri ekkert til. En for- eldrar mínir, sem vilja mér allt gott, telja þetta alveg fráleitt, það muni koma 1 ljós síðar. Ég met foreldra mína mikils, þau hafa ætíð verið mér góðir ráðgjafar, og þess vegna er ég nú í öngum mínum. Mér þykir mjög vænt um manninn, og ég veit, að hann ber sama hug til mín, en ég vil þó ekki stíga neitt alvarlegt víxlspor. Hvað finnst þér, Póstur góður — eða „sérfræðingum“ þinum. Er ó- skynsamlegt að giftast, þegar um svona mikinn aldursmun er að ræða? Hvað segir reynslan? Ég þekki engan, sem ég gæti spurt, og þvi leita ég nú til þín ... og þakka þér fyrirfram fyrir skilmerkilegt svar. Þín Anna María. Ef þið elskizt af heilum hug, finnst mér sannarlega ekkert að því þótt þið gangið í það heilaga. Og f rauninni er þessi aldurs- munur ekki ýkjamikill — þess eru mörg dæmi, að hjónabönd hafa orðið farsæl, þótt aldurs- munurinn hafi verið mun meiri. Hugsaðu þig samt vel um, áður en þú tekur nokkra ákvörðun. Þú verður 34 ára, þegar hann heldur upp á fimmtugsafmælið sitt. Með þessu er ég engan veg- inn að draga úr þér kjarkinn — en við verðum að taka allt til greina. Af bréfi þínu má ráða, að þú ert sjálf enn í miklum vafa. Á meðan þú ert þannig þenkjandi væri það sannarlega „alvarlegt víxlspor“ að giftast þessum manni. Þú skalt kynnast honum betur, áður en þú tekur endan- lega ákvörðun. Svar til Dóru Biarkar, sem ekki kyssti, þegar hún var beðin um það en sér nú eftir öllu saman — en nú er kossinn ekki lengur í boði. í guðanna bænum, farðu nú ekki að taka þetta of alvarlega. Strákar á þessum aldri taka feg- inshendi öllum þeim kossum, sem þeim bjóðast. Ekki þar fyrir — strákurinn gæti verið pínulítið „skotinn“ í þér, en ekki skaltu gera þér neinar tálvonir um þá framtíð, sem þið eigið í vændum. Viltu ekki reyna að kynnast pilt- inum svolítið betur. Fólk kynn- ist engan veginn nógu vel á „rúntinum“. ÖFUND.... Elsku Vika mín. Ég þakka þér allt á liðnum árum, og nú langar mig til að leita ráða hjá þér .við vandamáli, sem ég kann ekki vel við. Þannig er mól með vexti, að bezta vinkona mín á frekar fátæka for- eldra, en minir eru vel efnaðir, og get ég veitt mér það, sem mig lang- ar i. Nú síðustu vikurnar hef ég tekið eftir, að hún er farin að öf- unda mig, og það ber svo mikið á þessu, að fólk er farið að taka eftir því. Hún reynir að níða mig á allan hátt og er alltaf að tala um hve heimsk ég sé, en hingað til hef ég tekið alveg ágætis próf, ef það er það, sem hún meinar. Elsku Vika min, nú leita ég til þín og vona, að þú birtir svarið sem fyrst. Virðingarfyllst. Siddý. P.s. Hvernig er skriftin? „Bezta vinkona þín“ segirðu. Það er leiðinlegt til þess að vita, að þú eigir þá beztu vinkonu, sem níðir þig og smáir. Þetta gæti liðið hjá, fyrr en varir, en ef hún er eins góð vinkona þín og þú vilt vera láta, ættir þú skilyrðislaust að ræða þetta við hana í einlægni. Ekki getur þú „gert að því“ þótt forsjónin hafi verið þér hliðholl — og öfund vinkonu þinnar er í hæsta máta barnaleg og óeðli- leg. Ef þetta líður ekki hjá, vona ég sannarlega, að þú megir eign- ast aðra „beztu vinkonu“, því að forsendan fyrir langvinnri vin- Útgcfnndi: VIKAN H.F. RUatjóri: Gf*li Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Jóhannes Jörundnson. Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. ítitstjðrn og auglýslngar: Skipholtt 33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Póst- i hólf 149. AfgrelBsla og dreifing: | BlaBadrelting, Miklubraut 15, aiml ■ 38720. Drelílngaratjóri: Óskar Karlí . son. VerB I lausasðlu kr. 15. Askrift- arverö, cr 200 kr. ArsþriBjungsle greiðlst íyrirfram. Prentun; h.f. Myndamót: Raígraf h.f / næsta blaði verður m. a.: ¥ Hvað bíður okkar árið 1962? Spádómar um heimsmálin á næsta ári eftir Þór Baldurs. ¥ Haust, smásaga eftir Guðmund Halldórsson. ¥ Ramses II. Einn merkasti faraó Egypta, sem gerði sig ódauð- legan með risastórum höggmyndum við Nílarfljót. ¥ Harmleikur á heljarslóð, — hrakningasaga fyrsta leiðangurs- ins, sem farinn hefur verið til Norðurpólsins. Leiðangurs- menn lögðu af stað frá San Francisco 1879 á skipinu Jeanettu, en áður en varði var skipið sokkið og raunir þeirra hófust, er enduðu með dauða margra þeirra. V Clark Gable — ný framhaldssaga um líf kvikmyndaleikarans. ¥ Skipbrot. Smásaga eftir Robert Raymond. V Framhaldssagan: í leit að lífsförunaut. — Sögulok. # Má selja kjöt og kjaftastóla á kvöldin? Grein og viðtöl við ýmsa menn um lokunartíma sölubúða og tilvonandi breyting- ar á honum. áttu er fyrst og fremst, að hún sé gagnkvæm. FERÐALANGAR . . . AUGLYSINGALESTUR í RÍKIS- ÚTVARPINU? Bezta_svarið (ekki lengra en svo sem ein vélrituð síða) verður verðlaunuð með 100 krónum. Sæll, Póstur minn! Þar sem þú hefur reynzt mörgum sönn hjálparhella, snúum við okk- ur til þín I von um aðstoð. Við erum hér, þrjár yngismeyjar, sem langar til að kanna ókunn lönd, og þar sem efnahagurinn er heldur þröngur, sýnist okkur helzta úrræðið að fá okkur vinnu erlendis. Við vildum helzt fara til Noregs eða Sviþjóðar og viljum vinna næstum hvað sem er. — Nú viljum við biðja þig um að spgja okkur, hvert bezt er að snúa sér í leit að upplýsingum um vinnu. Við yrðum þér eilíflega þakklátar, ef þú gætir hjálpað okk- ur. Eins þætti okkur vænt um að fá svar fljótlega. Með fyrirfram þökk. Þrjár i ferðahug. Það vill oft verða nokkrum erf- iðleikum bundið fyrir landann að fá vinnu erlendis — en ekki myndi saka að tala við einhvern í sendiráði þessarra landa hér. Þar munuð þið fá allar nánari upplýsingar. SPURNING VIKUNNAR Þar sem bréfritarar hafa undan- farið látið sér svo annt um Ríkis- útvarpið okkar, væri ekki fráleitt að bera að þessu sinni upp spurn- ingu, sem fram kom i hréfi í síðasta Pósti: Á AÐ LEGGJA NIÐUR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.