Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 27
staðinn. Framari af var það silung- urinn, sem rennt var fyrir, seinna stórfursti vatnanna, laxinn. Stærst- an liefur Adam fengið hann i Laxá í Þingeyjarsýslu, 27 punda hæng, á- „Silver Gray“ númer (i. Annars stendur húsið hans aðeins nokkra faSma frá veiðivatninu mikla, Ölf- usá, þar sem liann hefur dregiö í land margan fallegan fisk um dag- ana. Adam hefur alltaf mikið að gera i iðn sinni og hlifir sér hvergi. Hann hefur aldrei sett upp vettlinga um ævina, vinnur berhentur úti, þó tiu stiga gaddur sé, og finnur þó ekki til kulda. „Enda eru ekki til þeir hanzkar í landinu, að ég komizt í þá!“ segir hann, „ekki föt heldur, nema þau séu saumuð eftir máli. Ég nota flibba númer átján og hálft.“ Árið 1930 heimsótti Adam fornar slóðir á Sjálandi, ættingja sina og vini þar, dvaidi með þeim í firnm mánuði, en fór þá aftur að langa til íslands, og sncri ánægður heim. Síðan hefur hann ekki farið, — þangað til í sumar. Ég hef heyrt hann hafi farið í sumar og verið hjá bróður sínum í Danmörku á sextugsafmæli sinu um daginn. En ég á þess von að hann verði ekki mjög lengi í siglingunni, býst held- ur við að maður sjái hann aftur áður en langt um liður, og velkom- inn heim skal hann vera. Þetta er svoddan snillingur. Hann er flóð- mælskur, talar kröftuga og kjarn- góða islenzku með lítið eitt dönsk- um hreim og vitlausum endingum. Við óskum honum öll til hamingju á sextugsafmælinu. Guðmundur Daníelsson. Hvað kostar dyggðin? Framhald af bls. 21. réttri skoðun. Og menn saurgast i aurkasti, einnig af þvi sem þeir sjálfir kasta. Hér ásannast, að skamma stund verður hönd höggi fegin. Með strangari sjálfsstjórn hefði kannske náðst varanlegri árangur. Þvi að kostnaðurinn við siðgæðið er liófsemd og sjálfsafneitun. Vernd- andi þáttur siðgæðisins er fólginn 1 þvi, að lágstæðar hvatir, sem gina við hagnaðarvon Ifðandi stundar, taki ekki ráðin af siðgæðisvitund og sjálfsvirðingu. Oft er það sjálfs- virðingarkenndin ein, sem styrk'ir okkur gegn freistingunni gjaldað róg við illmæli og lausung við lygi, og verða helzt fyrri til í slikum viðskiptum eins og Machiavelli kennir. En krafan getur orðið strangari. Sannleiksástin t. d. getur oft kost- að sjálfsafneitun, sem nálgast sjálfs- fórn. Maðurinn er gæddur þeim undursamlega hæfileika að geta dá- ið vitandi vits og af ásettu ráði fyrir hugsjón. Öll æðri trúarbrögð bera svip af þessum einstæða hæfi- leika mannsins til sjálfsfórnar. Óð- inn undirgekkst pínu hengingarinn- ar og fórnaði öðru auga sinu til þess að öðlast þá vizku, sem ein megnaði að sporna við geigvæn- legum örlögum guða og manna. Og sjálfsfórn Jesú er túlkuð sem frið- þægingarverk, ætlað öllu mann- kyni til endurlausnar frá jarðnesk- um breyzkleika. Þessi endurlausn- arverk tákna þó ekki lokasigur, sem hæfi mannkynið yfir baráttuna milli hins illa og góða. Þvert á móti: Allt til Ragnaraka berst maðurinn fyrir hinu góða og gegn hinu illa. Sjálfsfórn guðdómsins er okkur liins vegar hvöt og vísbending. að sjálfsafneitun sé samofin öllum æðri lifsháttum. ★ Yikan og Tæknin. Framhald af bls. 5. skýrslur um hvernig þau reynast. Enda er sá galli á þeim, að þau koma varla til greina i litlum fólks- hílum. í Svíþjóð hefur að undánförnu mikið verið að ]dví unnig og mark- víst, að fá bílaeigendur tii að setja öryggisbelti í bíla sína ■— og nota þau — og er talið óvefengjanlega sannað, að þau dragi úr s'ysahættu við árekstur að stórum mun. Þegar eru á markaðinum nokkrar mismun- andi gerðir af slíkum öryggisbelt- um, en sérfræðingar álita að nota- gildi þeirra sé yfirleitt mjög svipað. Dr. Backström, sem fyrr er nefnd- ur, leggur áherzlu á það. að J)að hafi aldrei komið i ljós við rannsókn á árekstrum, að nokkur hafi lilotið meiri meiðsl fyrir það, að hann var spenntur öryggisbelti, hins vegar hafi það sannazt svo ekki vcrði ve- fengt, að þau hafi hvað, eftir annað bjargað frá varanlegum örknm'nm og jafnvel bana, og er þá hafður samanburður við slys af árekstrum við sem svipaðastar aðstæður og aðdraganda, þar sem engum örygg- isbeltum var til að dreifa. Hér á landi hefur litt verið á þessi ðryggisbelti minnzt, og fáir munu þeir, eða jafnvel engir, sem nota þau. Virðist þó fyllilega tima- bært að farið sé að vinna að út- breiðslu þeirra og notkun hér; þeir eru ekki það fáir, bilaárekstrarnir, sem verða hér nú á ári hverju, og það mörg alvarleg slys, sem af þeim hljótast. ★ Nýársmatseðill. Framhald af bls. 19. S'teikt þunn flesksneið látin yfir hverja rúllu. Soðin hrisgrjón og grænmeti borið með. Eplaábætir (Triffli). 5 makkarónukökur, ávaxtasafi, vin, aldinmauk, epli (ferskjur eða aðrir niðursoðnir ávextir). 2 egg, 2 msk. sykur, 2 dl rjómi, 3 blöð matarHm, vanilja eða sitrónusafi. Eplin eru flysjuð, skorin í fjóra parta og soðin i sykurvatni þar til þau eru meyr en heil. Kæld. í stað- inn fyrir epli er ágætt að nota nið- ursoðna ávexti. Makkarónurnar eru látnar á botn- inn í skálinni, bleyttar með ávaxta- safa og vini. 1 msk. af góðu tnauki látin þar yfir. Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum og 1—2 msk. af ávayta- safa. Matarlimið er lagt í bleyti og brætt yfir gufu, hrært saman við eggjarauðurnar. Þegar það fer að þykkna er þeyttum rjómanum, van- illunni og stifþeyttum hvítunum blandað út i. Hellt yfir kökurnar og skreytt með eplunum. Súkkulaði rifið yfir. Ábætinn er einnig fallegt að bera fram i smáskálum (sjá mynd). rúasncsku hjólburðarnir cru mikið endurbsttir og hafa unnið cér, verðugt lof þeirra bifreiðacigenda sem oft þurfa að aka 6 misjöfnum vcgum cða hreinum veghysum, slitþol þeirra cr ótrúlegt, enda cr bsði efni og vinna miðað við að framleiðslan sé betri en áður þekktist Munið að spyrja þá, sem reynzlu hafa af þessum frá- bæru hjólbörðum einmitt hér, við hin erfiðu skilyrði, í landbúnaði, þungaflutning- um og einkaakstri. BETRA VERÐ - MEIRI GÆDI MARS TRADING COMPANY Kkipparstíg 20 - sími 17373. yiKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.