Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 13
Adam Hoffritz í átökum við vírnet í Hveragerði. Guðmundur Daníelsson: Kjarngóð íslenzka með dönskum hreim Þetta er Adam Hoffritz, se-xtugur að aldri um þessar mundir. Enginn annar en hann: kolsvart þyrilhárið og dimm glampandi augun villa ekki á sér heimildir. Annars er „Helreiðin“ eitt aðal einkenni hans, eldgamall vörubill með alls konar drasli á pallinum, gashylki, rör og miðstöðvarofna. Adam gaf honum þetta nafn þegar hann eignaðist hann fyrir 14 árum, af þvi hann var svo ljótur, og datt ekki annað í hug en hann mundi drepa sig á honum fljótlega. Reynslan varð hins vegar sú, að hann hefur aldrei iifað betra lifi en undanfarin fjórtán ár, síðan hann byrjaði að aka „helreiðinni“, sem er blendingur af apaketti og hundi, að sögn Adams. Ég sá Adam fyrsta sinni liaustið sem Ölfusárbrúin slitnaði niðuf. Hann var að ferja fólk yfir ána og lék við hvern sinn fingur, svo ég hef aldrei séð glaðari mann við vinnu. Ég veit ekki betur en hann sé léttlyndur maður að eðlisfari, eitt er víst: hlátur hans er dill- andi, röddin falleg og djúp. Um ætt og uppruna hans er þetta að segja, að hann er því miður ekki afkomandi Egils Skallagrímssonar, né af Bergsætt, né af öðrum frægum hreppstjórum, prestum og sýslu- mönnum, heldur er hann fæddur í Vandlöse, einni af útborgum Kaupmannahafnar, 26. ágúst 1901. Móðir hans hét Kristina Ascanius Hoffritz og faðirinn Johann Heinrich Hoffritz, þýzkættaður, sennilega af Alpakynstofni. Haun var málmlistasmiður (kunst- og kleinsmede- mester). Þegar Adam var fárra ára fluttust foreldrarnir með liann til Kongens Lyngby, sem nú mun vera borg upp á 100 þúsund íbúa, 0g liggur tiu til tólf kílómetrum norðan við Kaupmannahöfn. Hann var settur til vinnu strax og hann stóð út úr hnefa, hjá Ivarli Chepler gróssera, sem hafði útibú um alla Danmörku, og einnig á íslandi. Á sumrin stund- aði hann garðyrkjuvinnu hjá Áge Pippe 1 Fredriksdal fyrir 10 aura um timann, en eftir ferminguna fór hann i sveitavinnu til bænda á Sjálandi og hélt því áfram þangað til árið 1924, þá fluttist hann til Islands. Forlögin vildu að hann gerðist íslendingur, enda eru for- lögin oft velviljuð okkar þjóð. Dansk-Islandsk Samfund réði hann hingað, hann tók sér far með „íslandinu“ gamla, kom hingað 19. maí 1924. Heim kominn yfir „Atlantshafið hvita“ eins og skáldið kvað, snéri hann sér til Búnaðar- félags íslands í Reykjavík, en það (búnaðarfélagið) sendi hann umsvifalaust austur fyrir fjall til Dags Brynjólfssonar bónda í Gaulverjabæ. Samferðamennirnir austur voru ein- Framhald á bls. 26. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.