Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 33
öskraði hann. En s'á stormsveitar- maður starði einnig fram undan sér og virtist hvorki heyra né sjá. Stormsveitarforinginn sneri sér þá að Arpady og hvessti á hann reiðitryllt augun. „Látið hann nema staðar,“ skipaði hann. „Nei,“ svaraði Arpady rólega. „Segðu honum að nema staðar,“ öskraði foringinn og dró marghleyp- una upp úr beltishylkinu. „Annars drep ég þig á stundinni.“ „Drepið mig?“ spurði dávaldur- inn og brosti. „Þér hafið þegar drep- ið mig. Þér myrtuð mig í fangelsis- klefanum, á sama hátt og þér hafið myrt og drepið allt gott og göfugt og fagurt, sem vald yðar hefur náð til. En yður tókst ekki að myrða hugsun mina, ást hennar, hatur og frelsisþrá. Og það er meir en nóg til að drepa yður, herra ofur- menni.“ Von Struckel starði á hann, ör- væntingu gripinn. „Ekki ferðu þó að drepa sjálfan þig,“ sagði liann. „Nei, þetta er einhver blekkingar- brella.“ „Hugsun yðar er dásamlega rök- föst, stormsveitarforingi. Svo hár- nákvæm, að það yfirgengur allt mannlegt. Jæja, ég ætla þá að gera yður ljósar tvær staðreyndir, sem þér getið svo dregið ályktanir af. Við eigum tæpa tvo kilómetra að krappri beygju, og þá munuð þér komast að raun um hvor okkar hef- ur á réttu að standa — þér, sem ályktið samkvæmt rökfastri hugsun yðar, eða ég, sem hlýði því lilla, sem enn er eftir af sjálfsvirðingu minni, þótt það kosti mig lífið.“ Stormsveitarforinginn leit um öxl. „Akið fram fyrir bílinn,“ öskraði hann af öllum mætti til bílstjór- ans á herbílnum, sem næstur fór. „Þeir heyra ekki til yðar, herra stormsveitarforingi,“ mælti Arpady. „Og nú er ekki nema kílómetri eftir að beygjunni ...“ „Skjótið sundur hjólbarðana,“ öskraði von Struckel enn til bll- stjórans á herbílnum. „Hálfur ldlómetri." Von Struckel stormsveitarforingi sneri sér að fjötraða Ungverjanum, sem hjá honum sat, leit á hann bæn- araugum yfirkominn af ótta. „Segðu honum að nema staðar ...“ Arpady brosti. „Mig brestur vilja til þess,“ mælti hann um leið og foringjabíllinn rann beint á girð- inguna á beygjunni og steyptist nið- ur í Dóná. -fc í leit að lífsförunaut. Framhald af bls. 17. sem bað náði. Til Þess að hún hefði gaman af því I raun og veru skorti nefnilega nokk- uð á. Að hún væri í fylgd með hon- um. ... hvar ertu, Jan? Verður þér hugsað til min öðru hverju? Get- urðu skilið að ég geri þetta eingöngu af Því að ég ann þér svo óumræðilega heitt? Vegna þín og vegna mín ... vegna þess að ég óttast að ég reyn- ist þess ekki umkomin að veita þér þá hamingju sem ég vildi og sem þú þráir, og við yrðum þess vegna bæði fyrir vonbrigðum. Ég mundi berjast óhikað fyrir hamingju þinni við hvern sem væri, svífast einskis, ef þvi væri að skipta — væri ég aðeins viss um, að mér tækist svo að gera þig ham- ingjusama, og þá sjálfa mig um leið, þvi að hamingja þin er hamingja min. Þegar við nutum hvort annars fannst mér að ég þyrfti ekki að óttast þetta, en á eftir var ég ekki viss. Ég hef sætt mig við að njóta þín, án þess ég nefði rétt til þess, og ég mundi svo sannarlega ekki hika við að fórna öllu til þess að þú slitir þær viðjar að fullu og öllu, sem meina okkur að njótast frjáls, ef ég einungis væri viss um ... Hún steypti kjólnum yfir höfuð sér, hagræddi hárinu enn, brá sér í káp- una og hraðaði sér af stað. Irma var ekki komin í skrúðann, þegar hún kom heim til hennar. — Ég er að reyna að breyta ásjón- unni eitthvað til hins betra, en því verður ekki við hjálpað, ég lít alltaf út eins og rjómakaka, sagði hún. Guð . .. hvað þú ert sæt . . . — Ef ég gæti bara verið á sama máli, sagði Sonja. Þetta er allt í lagi, okkur liggur ekkert á. — Ég steinhætti að bisa við þetta, svaraði Irma. Annaðhvort er, að ég er nógu góð eins og ég er, eða þá að maðurinn er mér ekki samboðinn. Hringdu eftir bíl. Ég borga ... Umsjónarmaðurinn tók þeim tveim höndum. Það var alltaf auglýsing fyrir danssalinn, þegar tvær ungar og glæsilegar stúlkur bættust í hóp fastagestanna. Hann leiddi þær til sætis við borð á bezta stað, rétt við danssvæðið. Það borð var reyndar fyrir fjóra, en hann vissi það af reynslunni að það dróst sjaldan lengi að fleiri bættust í hópinn, Þegar ung- ar og fallegar stúlkur voru annars- vegar. Irma leit í kringum sig, svipaðist um eftir karlmönnum, sem ekki höfðu stúlkur í fylgd með sér. Þegar hún kom auga á einhvern í þeim hópi, sem henni leizt sæmilega á, horfði hún á hann góða stund, og þegar hann varð þess var, endurgalt hann henni augnatillitið og lagði sér það á minni. Hljóðfæraleikendurnir voru i smekk- legum einkennisbúningi og söngvar- inn ljóshærður og glæsilegur. Sonja varð gripin ótta. Hljómlist- in lét eins og hávaði í eyrum henni, og mennirnir, sem leiddu hana út á dansgólfið, virtust skoða það sem einhverja fórn, er þeim bæri að fá endurgoldna. E’n hún reyndi að láta eins og ekkert væri, og heyrði sjálfa sig hvísla lágkúrulegum orðum, þeg- ar dansherrarnir gengu beint til verks og báðu hana umbúðalaust að vérða samferða heim og sofa hjá sér um nóttina, eða orðuðu það jafnvel á enn grófari hátt. Tíminn leið, dansherrarnir gerðust en áleitnari, og á mörgum baugfingri mátti glöggt sjá ljósa rönd, Þar sem giftingarhringurinn hafði skýlt. Sum- ir reyndu að kyssa hana úti á gólf- inu, og allir þrýstu þeir sér svo fast að henni, að það vakti með henni andúð og viðbjóð. Þess vegna varð hún því fegnust, þegar Irma kom til hennar og til- kynnti henni, að hún ætlaði að fara heim með manni nokkrum, sem hún hafði dansað við nokkra dansa. Þetta var maður á fertugsaldri, talsvert drukkinn, og félagi hans, sem er á svipuðum aldri en ódrukkinn að því er séð verður, hefur beðið Irmu að koma því þannig í kring að vinstúlka hennar fari þá heim með honum. Irma færir það í tal við Sonju, hvet- ur hana mjög til þess, — Þótt hingað komi helzt ekki aðrir en þeir, sem einhverra hluta vegna eru ekki alltof vandir í vali sínu, segir hún, þá eru þeir þó alltaf karlmenn — og við erum ekki annað en kvenmenn, og ætli við séum ekki eins góðar á eftir. CERTINA-DS Hér er úrið, sem hefir alla þá kosti- sem karlmaður óskar eftir. Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss hefir tekizt að framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg, sem myndu gersamlega .eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir 20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og reglulegt..... sem sæmir CERTINA. Ö CERTINA-DS Selt og viðgert i rúmlega 75 löndum CERTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Svis8 ▼IKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.