Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 16
er þjónninn hafði skenkt á glös um milli handa sér. Það var þá fyrst, þeirra, að hún leit upp. — Þú furðar þig kanski á því, að ég skuli hafa stungið upp á því að við snæddum I veitingahúsi, sagði hún. — Ég, sem alltaf hef hagnýtt mér hvert tækifæri til að sannfæra þig um hvílíkur snillingur ég væri í matreiðslunni. — Þú hefur kannski komizt að raun um að leiðin að hjarta mínu liggur um meltingarfærin. —- Þér skal ekki takast að koma í veg fyrir að ég haldi alvöru minni dálitla stund, svaraði hún. •— Og hafðu ekki neinar áhyggjur af því, þótt ég hafi beðið um dvrustu réttina og vínið. Það er nefnilega ég sjálf sem býð og borga í þetta skiptið. Þú unnir mér vonandi þeirrar ánægju, að greiða kostnaðinn af þakkar- og kveðjuveizlu okkar. — Kveðju . . . hvað segirðu? — Kveðjuveizlu. svaraði hún og brosti dauflega. — Ég hef ákveðið, að sú von, sem þú hefur alið —eð bér undanfarin ár, skuli loks rætast. Ég hef ákveð:ð að slita trúlofun okkar. — Maud, hrópaði hann. — 1 öllum hamingju bænum farðu nú ekki að fá neitt kast svona á almannafær:. — Ég heiti því, að ég skal hafa fullt taumhald á tilfinningum mín- um, svaraði hún og brosti enn. Að visu veldur þetta mér hryggð, en ég. lofa að láta ekki á því bera, ef þú vilt hlusta á mig. —• Það skal ég gera. —• Og mæla mér ekki mót, hvað sem ég kann að segja? — Því lofa ég líka, svo að segja fyrirvaralaust. Þjónninn bar þeim fat með rækjum og brúnuðu brauði. Maud tók rækju milli fingra sér og horfði á hana með allt að því hluttekningu. — Veslingurinn litli, mælti hún lágt. — Þú reyndir vist líka að særa sjálfa þig til ólífis, áður en þú gafst upp á öllu saman, og þú varst soðin lifandi. Hún leit á Jan og var nú alvarleg. — Ekki veit ég hvað komið hefur fyrir þig í sumar, sagði hún. En hitt veit ég, að þú ert allur annar en þú varst. — Ekki annað en það . . — Þú hézt mér því, að grípa ekki fram í fyrir mér. Þú hlýtur sjálfur að vita það bezt hvað gerzt hefur. Þar eð þú hefur fast starf og tekur ekki þátt í veðmálum á kappreiðum, hlýtur það að vera önnur stúlka, sem komin er í spilið Það kann að vera að mér skjátlist Þar en það er raun- ar ekki aðalatriðið, heldur ég sjálf . . . þú sérð að ég hugsa alltaf mest um sjálfa mig. Ég hef lika breytzt. Ég hitti stúlku I veitingasölu í haust, og við tókum tal saman. ræddum meðal annars um karlmennina og af- stöðu okkar til þeirra. Og hún sagði orð, sem ég hef ekki getað gleymt þó ég reyndi. Geti konan ekki gert karlmanninn hamingjusaman og veitt honum það, sem hann þráir, hlýtur hún að missa hann, og eins fyrir það þótt stærilæti hennar og eigingirni komi í veg fyrir að hún vilji gera sér það ljóst. Og nú gefst ég upp Hér hefurðu hringinn. Nú ertu frjáls að þvi að lifa lífinu eins og þú kýst, án þess að þurfa að taka tillit til min. Nú fer ég aðeins ffam á það, að þú snæðir í ró og næði með stúlkunni, sem þú varst einu sinni heitbundinn — Maud, hvíslaði hann. Hefurðu hugsað vandlega þessa ákvörðun? — 1 þaula, svaraði hún. — Þú mátt ekki spyrja mig neins, en því get ég heitið þér, að þú þarft ekki að ótt- ast að ég fari að gera alvöru úr hin- um heimskulegu hótunum mínum aft- ur. Ég skammast mín nægilega fyrir það, sem gerðist úti í skerjagarðinum í sumar. Þau skáluðu. Og hún brosti honum til mikillar undrunar. Að vísu gat það varla kallast gleðibros, en það var einlægt. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. E'f þetta hefði gerzt fyrir að- eins nokkrum vikum, mundi það hafa gerbreytt öllu lífi hans. Og vitanlega mundi það valda breytingum, enda þótt Sonja virtist honum horfin. —■ Maud, sagði hann. — Það er satt, þetta er það, sem ég hef þráð í mörg ár, en svo, þegar til Þess kemur, finn ég ekki til sérlegrar gleði yfir því. Hann lyfti glasinu og horfði í augu henni. — Maud . . . Hún lyfti glasi sínu og leit á hann. Augu hennar voru tárvot, en björt og einlæg. — Maud, láttu þér ekki bregða um of . . . viltu giftast mér? Maud hafði lyft vínglas'nu, stað- ráðin í að brosa, hvað svo sen hann segði. En þegar hann nú spurði hana, hvort hún vildi giftast sér, þá fór öll hennar áætlun út um þúfur. •— Viltu giftast mér . . . hún setti glasið frá sér á borðið og lokaði aug- unum, svo hann gæti ekki ráð’.ð það af tilliti hennar, hvernig henni varð innanbrjósts við spurninguna. Lengi hafði hún beð'ð þess, að hann bæri fram þessa spurningu. Þau höfðu að vísu verið heitbundin hvort öðru, satt var það, en hún hafði alltaf gert sér það ljóst, að þar með væri á engan hátt öruggt, að trúlofun þeirra 1^'ddi til hjónabands. Hún vissi það bezt sjálf hve allt þeirra samlíf hafði frá upphafi verið tilraunakennt og hikandi. Það var ekki fyrr en nú, þegar hann bar fram þessa spurningu, að hún gerði sér það ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þau undir niðri, alltaf haft þetta takmark í huga, enda þótt þau hefðu aldrei skipulagt væntanlega sambúð, heldur eytt tíma sínum og þreki í það að umbera hvort annað og koma í veg fyrir að þau tengsl brystu, sem þau höfðu þegar bundið. Og þrátt fyrir allt varð hún að viður- kenna, að það hefði verið Jan, sem átti mestar þakkir skildar fyrir það, að ekki slitnaði upp úr vináttu þeirra. En ef þau gerðu nú alvöru úr því og gengu í hjónaband? Mundi það fara vel? Voru nokkrar likur til að þau yrðu hamingjusöm í s'ambúð sinni? Hún horfðist heiðarlega og undan- bragðalaust í augu við þá staðreynd, að ems og nú var komið, þá væri hjónabandsstofnun gagnstæð allri heilbrigðri skynsemi. En skynsamleg hugsun og tilfinningar eru sitt hvað. Á lampa tilfinninganna logaði enn dauft ljós vonarinnar um að hún þyrfti ekkí að sleppa hendinni af Jan. Hún hafði aldrei eignazt annan mann en hann og mundi aldrei eignast. Hún tók á öllu því sem hún átti til, í því skyni að halda ró sinni. Hún lyfti glasinu enn, leit i augu honum og Spurði: ■— Jan, hefurðu hugsað það, sem þú varst að segja? — Nei, svaraði hann hiklaust og brosti við. Ég hef hvorki hugsað það fié annað. Ég er löngu orðinn þreyttur á því, að gerhugsa hvert orð og hverja ákvörðun. Ég er orðinn uppgefinn á að reyna stöðugt að vera rök- fastur og skynsamur. — Og ef ég segði já? — Þá giftum við okkur. Þú þekkir r ig það nú orð.'ð, að þú veizt að hverju þú gengur. Þorir þú, brestur mig ekki kjark .. . — Það er engu líkara en þú hafir tekið þessa ákvörðun í einhverri ör- yæntingu og gagnstætt þínum eigin 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.