Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 15
R YFIRFARAO MlBjarOnrhaf lamh Aswatt stmai ......... Njba Aswan-sliílnm iKoptisk list Wi w........■;/ ■Kii pMtí m lágmyhdirl .Schu;i 1 íf.l'. ’ 1 i HELZTU FORNLEIFASVÆÐIN, ER HVERFA MUNU í VATNSFLÓÐIÐ. Uppdrátturinn sýnir uppistöðuvatniS, er liggja mun allt frá Aswan stíflunni nýju upp að þriðju þrengslunum f Níl langt fyrir sunnan Kaíró og Lúxor, sem margir kannast við. Á þessu svæði er að finna ógnvekjandi minnismerki yfir 2000 ára tímabils, allt frá Semmna-virkinu (frá því um 2000 f. Kr.) og Buhen-hofinu (frá 1500 f. Kr.) til Abú Simbel, Gerf Hussein og Sebúa-musteranna (frá 1300 f. Kr.) og grísk-rómverska helgidómsins í Kalabsha (frá því um Krists burð). Skreyting þeirra er mismunandi, allt frá heiðnum lágmynd- um af fálkaguðnum Hórusi til koptískrar freskó- myndar af Sankti Pétri, er komið hefur verið fyrir milli tveggja faróa. Traustir fótleggir Abú Simbel-risans eru þaktir nöfnum hundruða ferðamanna og baðaðir í gullnu ljósi sólarinnar. Hjá þeim verður næsta lítið úr fjölskyldu Ramsesar. Milli tánna hefur hann tvo fálka, er tákna hið'guðlega eðli hans. Elzti sonur hans stendur á milli ökkla hans, og hinsvegar cr höggmynd af Nefertari drottningu. Hún er klædd smekklegum kjól og ber hárkollu og kórónu. Hof hennar var helgað Haþor, gyðju gleði og ástar. Á jnyndum er Nefertari oft sýnd ásamt móðurgyðj- unni fsisi, sem með tárum sfnum var talin orsaka hin árstíðabundnu flóð í Níl. Ramses átti tvær aðrar drottningar og geysistórt kvennabúr. Hann gat um 50 dætur og yfir 100 syni, er margir urðu foringjar í her hans. Eöa iekst að bjarga hinum ómetanlegu menningar- verðmœtum áður en As- wan stíflunni lýkur VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.