Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 20
KNATTSPYRHUIEIKURIHN Hjá skóginum, sem tröllapabbi, tröllamamma og fjórtán óþægu tröllabörnin eiga heima í, er fallegt lítið þorp. í þorpinu var, meðal ann- ars, mjög gott fótboltalið, sem allir þorpsbúar voru mjög hreyknir af. Þetta frétti tröllapabbi og þá varð hann leiður og klóraði sér í höfð- inu. — Fótbolti, svoleiðis vitleysa, tautaði hann. — Eins og það væri eitthvað sér- stakt að sparka í bolta á grasflöt. Og hvað fólkið þarna niðri í þorp- inu er merkilegt með sig, bara af því að fótboltaliðið vann alla leiki sem það tók þátt í. Nei, þeir þyrftu svo sannarlega að komast niður á jörðina. — Já, þú og börnin, þið leikið ábyggilega miklu betur fótbolta, sagði tröllamamma. Þú ættir bara að fara og skora á þá í keppni, og sigra þá rækilega, þá kæmi liklega annað hljóð í strokkinn. — Þú segir nokkuð, sagði trölla- pabbi. Svo fór hann niður i þorpið og í knattspyrnuklúbbinn. Hann sagði þeim að vera tilbúnum næsta sunnudag, því þá kæmu tröllin úr tröllaskóginum og ætluðu að keppa við þá. Fyrst voru knattspyrnumennirnir tregir til, en þegar tröllapabbi gerði grín að þeim og sagði að það væri af því að þeir þyrðu ekki, já, þá samþykktu þeir. Svo stóð það 1 blöðunum, að næsta sunnudag ætluðu tröllin að leika á móti knattspyrnumönnunum frá þorpinu og sætamiðar seldust upp á sextán og hálfri minútu, því þetta var það forvitnilegasta, sem skeð hafði í bænum í lengri tima. Svo rann sunnudagurinn upp og allt fólkið kom tímanlega á völlinn til að missa nú ekki af neinu. Það var mikið klappað, þegar knatt- spyrnulið þorpsins gekk inn á völl- inn, en allt var mjög hljótt, þegar tröllapabbi birtist með tíu af börn- um sínum. Tröllapabbi gekk nefni- lega að markinu og stillti sér þar upp ... já, eins og borgarstjórinn sagði: — Hann nær bara alveg upp í þverslána, og sjáið þið, þegar hann réttir út langa handleggina með þessum risastóru höndum ... Nei, þetta er hræðilegt, menn okkar hafa ekki tækifæri til að koma boltanum í mark hjá honum, hann fyllir alveg út í það. — Hvað í ósköpunum eigum við að gera, kjökraði lögreglustjórinn. Það er svo hræðilegt ef liðið okkar tapar fyrir tröllunum. En ég get ekki séð að þau hafi brotið neinar leikreglur, svo ég get ekki stöðvað leikinn. — Tröllabörnin léku mjög vel. Þau þeyttust fram og aftur á milli hinna ringluðu manna frá þorpinu og notuðu halann til að sparka með. Það stendur nefnilega ekkert um það i knattspyrnulögunum, hvort nota megi hala til að sparka með eða ekki. Tröllapabbi stóð í mark- inu, öruggur með sjálfan sig og 'glotti. Tröllabörnin höfðu að vísu ekki gert neitt mark ennþá, en það höfðu hinir ekki heldur. Þeir gátu það alls ekki vegna tröllapabba. Þá datt konu borgarstjórans dá- litið í hug. — Komið þið aðeins með mér, sagði hún við mann sinn og lög- reglustjórann, þegar fyrri hálfleik var lokið. Og svo fór hún niður að sætunum, sem voru rétt fyrir aftan markið hjá tröllapabba. Þegar leikurinn byrjaði aftur, kallaði hún til tröllapabba. — Hr. tröllapabbi ... ég verð að heilsa aðeins upp á yður, sagði hún. En hvað þér eruð dúglegur og mik- ið eigið þér dásamleg börn. Við þetta varð tröllapabbi svo glaður að hann sneri bakinu við fót- boltavellinum til að hlusta betur. — Já, þó ég segi það sjálfur, sagði hann, þá held ég líka að ... Og þá heyrðist BUUUUM í net- inu við hliðina á tröllapabba. Loks- ins var þá tækifæri til að gera mark . *”&*»****&»«»>!> fyrir aumingja mennina úr þorp- inu. Og allt ætlaði að drukkna i fagnaðarlátum. — Þetta skeði svo eldfljótt, hróp- aði tröllapabbi, og svo breiddi hann aftur úr hinum volduga búk sín- um, þannig að hann þakti allt mark- ið. Nú ætlaði hann sko að passa sig betur ... — Þá er röðin komin að þér, hvíslaði borgarstjórafrúin að manni sínum. — Ahemm ... Ahemm ... borg- arstjórinn hóstaði til að vekja at- hygli tröllapabba, en það heppnað- ist ekki, þá hrópaði hann: — Heyrðu, tröllapabbi, ég vona að þú látir það ekki á þig fá, þó Framhald á bls. 42. 4« f-:: -■ . h Barnagaman Fyrsti fylgihnöttur jarðar. Það eru uppi margar ólíkar skoðanir um það, hvernig fyrsti fylgi- hnöttur jarðarinnar — tunglið — hafi komizt á sporbraut sína. Teiknari nokkur reyndi að útskýra það með þessum teikningum, en myndirnar rugluðust saman hjá okkur, og þess vegna er það, að við biðjum ykkur um að raða þeim saman í rétta röð, svo að einhver meining verði i þessu öllu saman. Hve fljót eruð þið að því? '9 So a ‘V ‘D :S9J í-tessacj i jsegnj ge egia jBUJipmCjv :jbas Hvað sér bjöminn? Hvað heldur þú að björninn sé að horfa á? Giskaðu á. Fáðu þér sfðan blýant og athugaðu málið betur. Þú gerir það þannig að þú byrjar við punkt númer 1, og dregur strik yfir að punkt númer 2, síðan til númer 3 og svo koll af kolli allt til 17. Síðan skaltu lita myndina. Emma C.MSKeam I 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.