Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 4
Nýr kraftmeiri VOLVO 1962 PV 544 Favorit kr. 159.500,00 Amazon 75 hp. — 195.000,00 Amazon 90 hp. — 195.000 00 Innifalið í verðinu er: Ný gerð af vél B18 75 og 90 ha. 12 volta rafkerfi Asymmenetrisk ljós Öflugri hemlar Diskahemlar á AMAZON SPORT Öflugri tengsli Stærri miðstöð Nýtt litaúrval VIKAM 0$ tæknin £íðnsto sekúodan Þótt bílaárekstrar verði venju- lega með svo snöggum hætti, að ekkí veitist ráðrúm til að átta sig á neinu, er á stundum um andartaks frest að ræða. Hvernig er þá hyggilegast að verja síðustu sekúndunni svo maður slasist sem minnst? Áreksturinn er óhjákvæmilegur. Sökum hálkunnar á veginum er ekki nokkur leið að víkja bílnum til eins og með þarf, og eftir tvær til þrjár sekúndur — örskamman frest, sem oftast fer til einskis fyrir fum og ótta — hafa biiarnir skoliið saman. Ekki þannig. — Það er þýðingar- laust með öllu, að styðja beinum örmum við mælaborðið, þvf að arm- ana brestur kraft við höggið. Hvernig fáum við bezt hagnýtt okkur þennan skamma frest? — Spur-ningin er óneitanlega at- hyglisverð, og að þvi er ég bezt veit, hefur svarið við henni aldrei verið sérfræðilega athugað, segir einn af kunnustu „bílslysa-sérfræð- ingum“ Svía, dr. C. G. Backström, læknir við ríkissjúkrahúsið i Gautaborg. Hann hefur um margra ára skeið fengist við rannsókn á þeim bílslysum, sem orðið hafa í Svlþjóð, orsðkum þeirra, eðli og af- leiðingum, og samið merkilegar skýrslur og lagt fram athyglisverðar tillögur, byggðar á grundvelli þeirra rannsókna. Að sjálfsögðu er slíkri spurningu ákaflega torsvarað, og oft ber slysin svo brátt að, að þeir, sem i bílnum sitja, eiga ekki neinna kosta völ. Hinsvegar er líka allöft um skamman frest að ræða, og verður að teljast líklegt, að þjálfa mætti svo þau viðbrögð, sem þá mundu helzt draga úr hættunni, að mönnum yrðu þau ósjálfráð ef svo bæri undir. í fljótu bragði virðist sjálfsagð- ast, að farþegar í aftursæti gripi höndum um brún framsætisbaksins, sér til viðnáms. Sé það tak rétt tekið, getur það lílca oft komið að haldi, en þó því aðeins að fram- sætið sé með „föstu“ baki. Sé um bak á hjörum að ræða, gagnar það hinsvegar ekki hið minnsta; ekki heldur þótt hjarirnar séu með ör- yggislæsingu, því að hún bilar yfir- leitt ef um harðan árekstur er að ræða. Það kemur meira að segja oft fyrir, að áreksturinn sé. svo harður, að framsætin rifni upp úr gólfinu. Öruggasta úrræðið fyrir farþeg- Heldur þannig. — Leggizt eins fast að gólfinu og unnt er. Með þjálfun má gera það viðbragð ósjálfrátt. ana i aftursætinu er því í því fólgið, að reyna að komast eins langt niður á milli sætanna og þeim er frekast unnt. Venjulegast verður bíllinn fyrir því minni skemmdum, sem nær dregur grindinni eða gólfinu, og rannsókn á bilslysum hefur leitt það í ljós, að farþegar, sem annað- hvort af ráðnum hug fieygðu sér niður á milli sætanna, eða köstuð- ust niður á gólfið við áreksturinn, urðu fyrir furðu litlum meiðslum, * Miðstöð * Þvottatæki fyrir framrúðu * Aurhlífar * Öryggisbelti Biðjið um myndalista. Gunnar Æsgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Ekki þannig. — Jafnvel þótt sætis- bökin fyrir framan séu föst, veita þau lítinn stuðning, því armarnir kikna við höggið og hendurnar vilja renna upp af brúninni. Heldur þannig. — Niður á milli sætanna, og eins nálægt gólfi og unnt er. Þá kemur ekki t. d. til greina að farþegarnir kastist út í gluggana. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.