Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 12
Það er komin upp ný stétt ,,hagyrðinga“ á Islandi. Forði oss almættið frá því að kalla þá skáld og hagyrð- ingar verða þeir raunar alls ekki nefndir utan gæsa- lappa. Það eru þeir menn, sem orðið hafa til þess að hnoða saman íslenzkum textum við dægurlög. Mér er sagt, að þetta sé „bísnis“. Það mátti svo sem vera auð- vitað, að peningasjónarmið lægi einhvers staðar að baki. Þegar einhver útlendur slagari er búinn að glymja í Keflavíkurútvarpinu í nokkrar vikur — og raunar ís- lenzka ríkisútvarpinu líka — og slagarinn er orðinn vin- sæll, hefjast framtakssamir menn handa, fá einhvern t:l þess að snara kláminu á íslenzku — því það ku vera vinsælla — og síðar er gefin út plata. Látum það þó allt saman vera, ef ríkisútvarpið tæki ekki hvern ófögn- uð upp á arma sína, sem frá þessum mönnum kemur. Það er ekki laust við, að ráðamenn útvarpsins séu svo- lítið misvitrir á köflum. Um orðaval og setningaskipan í auglýsingum gilda kjánalegar og fávíslegar reglur, sem framfylgt er af mikilli kostgæfni. En í hverjum einasta óskalagatíma og öðrum léttum tónlistar- og dægurlaga- þáttum útvarpsins er þrástagazt á þvílíkum viðbjóði í mynd innlendra söngtexta, að flestum sem ekki er al- veg sama um móðurmálið, rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Og til þess að afgreiða útvarpið í þessu máli: Sjáið sóma ykkar í þvi, að þessir textar komi aldrei fyrir eyru íslenzkra manna fyrir atbeina ríkisútvarpsins. Látið okkur heldur hafa bullið á ensku; I love you — I hate you, dont leave me — make love to me — og allt það. Já, þúsund sinnum heldur, vegna þess, að það mis- þyrmir ekki neinu, sem okkur er heilagt hvað mál snertir. Eitt er það efni, sem höfundar bulltextanna hafa hvað mest dálæti á: Sjóarar, sem fara á fyllirí og kvennafar í landi og lenda í slag við konuna sína, ef hún er til. Orðavalið í þessum sjóaratextum er með sönnu sjóara- bragði og þá ekki spöruð blótsyrði og önnur viðlíka smekkleg kjarnyrði: „Þeir kenna það helvízkum hrekkjum“ „en er frá leið hljóp fjandinn í svínið“ svo teknar séu tvær setningar úr texta, sem útvarpið hefur látið glymja yfir landslýðinn að undanförnu. Mér er sem ég sæi svipinn á þeim, ef komið væri með aug- lýsingu, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Reynið ABC þvottaefni — það er alveg helvítis djöfull gott. 1 öðrum texta, sem mikið er sunginn í útvarpið um þessar mundir, „Ó, María, mig langar heim“, kveður við dálítið annan tón. Blótsyrðum er sleppt, en væmin froða og hortittir leysa þau af hólmi. Einhver „sniilingur" hefur þó líklega slegið öll met með texta um Hámund á Hernum. Lagið er sennilega gamall negrasálmur og ágætt, eins og fjölmörg afsprengi þeirrar listar. En höf- imdi íslenzka textans þykir ekki nóg að hnoða saman leir, heldur verður í senn að gera gys að tilfinningum og skoðunum manna, sem hafa aðrar skoðanir á trúar- lífi en við hin: „Þú gengur fram og gáir ei að (hallelúja) því glötunardjúpið er ferlegt svað (halielúja) þín auma sál þar sekkur á kaf (hallelúja). En Satan hefur ánægju af“ (hallelúja). og aftar í textanum þessar hendingar: „Því gefið orðum mínum gaum (hallelúja) og glepjist ei af lífsins glaum“ (hallelúja). Mætti ég spyrja höfundinn: Var það kappsmál að Framhald á bls. 28. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.