Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 18
I Dffstu VIKU byrjar ný framhaldssaga, sem við í viljum sérstaklega benda kvenfólk- inu á, að láta ekki framhjá sér fara. Hún heitir: Eiginmaður minn CLARK GABLE og er eftir síðustu eiginkonu hinnar nýlátnu kvikmyndahetju. Sögunnar hefur verið beðið með mikilli ójíreyju erlendis og nú gefur Vikan ykkur kost á að lesa hana. Hér eru sýndar þrjár aðferðir við að taka upp prjónalykkjur af taui. IVLynd I sýnir, hvernig uið er dregið frá röngu upp á réttu með fínni heklunál og myndar lykkj- ur sem síðan eru þræddar á prjóninn. Myr.d II sýnir hvernig lyKRju- spor er fyrst saumað í tauið og síðan teknar upp lykkjur þann- ig, að draga garnið undir lykkju- sporið með prjóninum. Mynd III sýnir hvernig garnið er dregið upp frá röngu á réttu með prjóninum og þannig mynd- aðar lykkjur. Húfa — Trefill — Taska, fal- legir og þarfir hlutir fyrir telp- ur á aldrinum 5—10 ára. í alla hlutina þarf 50 cm af köflóttu ullarefni, 14 cm breiðu. Ef trefillinn fylgir ekki, er hægt að komast af með 30 cm. — Sfð- an þarf 30 cm stift léreft, 35 cm rautt fóðurefni, -— dálitið af pappa í töskuhotninn, — rauða ól og litinn hring, til að festa ólinni í. — í prjónabrugðninginn og dúkinn þarf dáiitið af rauðu, frekar fingerðu ullargarni og prjóna nr. 2. Trefillinn: Klippið 20 cm breið- an renning af efninu endilöngu. Dragið uppistöðuþræðina úr 3ja cffl breiðu stykki, tii endanna og myndið þannig kögur. Saumíð mjóan rúllufald i höndum á hlið- tilium. Sé efnið jtykkt og verði faldurinn grófur, má 'gjarnan sauma gatafald (hullfald) i saumavél i staðinn og klippa í miðju. Húfan: Sniðið 1 langt stykki. 8,5x62 cm og koliinn 17,5 cm í þvermál (án saumfars). Sníðið fóðrið á sama hátt. Saumið langa stykkið saman með 1 cm saumfari, flytjið út sauminn og stingið í saumavél frá réttu, Vi cm frá saumi báðum megin. Þræðið nú þetta stykki og kollinn saman, rétiu mót réttu, Framhaid á bls. 26. - TrefiU - Taska Húfa 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.