Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 25
ÚtvarpiS sendi einn sinn fegursta fulltrúa til að skála við ykkur fyrir nýárinu, og fannst ekki minna samboðið tilefninu. Þess vegna sjáið þiS hér hana Sigríði B. Egilsdótt- ir, sem er nokkurskonar sendi- herra hjá Ctvarpinu. Meira vildi hún ekki segja um sin störf. „Eigum viS aS skála snöggv- ast fyrir nýárinu, SigriSur?“ „Mig langar 'ekkert til aS skála við þig ...“ „Viltu þá skála við lesendur Vikunnar?“ „ÞaS er nú líklega.“ „Svo skála ég við þig.“ „Ókey.44 „HvaS viltu helzt drekka?“ „Sevenup.“ „Þú vilt ekkert sterkara ...?“ „Nei, þaS er nógu sterkt fyrir mig.“ „Ókey.“ „Skál!“ „Skál!“ „... fyrir nýárinu!“ „... fyrir nýárinu!“ — Dettur þér nokkuð í hug i sambandi viðR- ið, Sigríður ... ? — Það er ekki svo gott að finna út úr því ... þaS væri þá helzt að maður setti það í sam- band við RikisútvarpiS ... — Alveg rétt. Radíó Reykjavík, eins og það var einu sinni nefnt. En það hefur liklega verið áSur en þú fæddist. HvaS ertu annars gömul? — Engar nærgöngular spurningar, piltur minn. Ég er töluveTt yngri en þú. Láttu þér nægja það. Látið ekki útlitið glepja fyrir ykkur, lesendur góðir, því þótt hann sé sjóræningjalegur, þessi, þá er hann í rauninni bezta skinn og gerir engum mein. Hann heitir líka Finnur Richter og er frá ísafirði ætt- aður, svo frekari sannana þarf ekki við. „Er þetta einhver nýr ein- Finnur. kennishattur fyrir sjóliðsfor- ingja, sem þú ert með á höfð- inu, Finnur?" „Nei, piltur minn, ég er ekki í sjóhernum. Þetta er bara nýárshattur, svona til gamans." „Og hvað ertu að gera með hann á hausnum núna?“ „Nú, þú settir hann sjálfur á mig. Ertu eitt- hvað bilaður eða hvað?" „Svona, engan æsing. Þetta er bláalvarlegt blaðaviðtal, og þú verður að svara eins og við á, því annars ruglast lesendur í ríminu." „Þú ruglar þá sjálfur, maður, þegar þú ferð að skrifa. Það verður ekki héil brú i viðtalinu hvort sem er.“ „Hérna, Finnur. Fáðu þér í glasið og skálaðu nú við mig og lesendur Vikunnar fyrir nýárinu." „Hvað heldurðu að sé gaman að skála í malt- öli.“ „Brunaverðir mega ekki skála í sterku á með- an þeir eru á vakt.“ „Þetta vissirðu. Þess vegna komstu til mín þeg- ar ég var á vakt. Ég þekki þig, góði ...“ „Ekki tefja viðtalið. Hvað ertu búinn að vera lengi í brunaliðinu?" „Það heitir ekki brunalið, það ættir þú bezt að vita sjálfur." „Fyrirgefðu. Þú ert þó brunavörður, er það ekki ?“ „Jú, en það heitir slökkvilið." „Eg skil. Og hvað ertu búinn að vera lengi 1 slökkviliðinu?" „Tæp 18 ár, ef ég man rétt.“ „Þú ert þá öruglega kominn yfir tvítugt. Mér sýnist þú vera svo unglegur." „Það gerir maltið." „Af hverju heldur þú á N-i? Hvað minnir þig það á?" „Eg held á þvi af þvi þú fékkst mér það, og það minnir mig á Nógúdd." Eg bankaði óskaplega kurt- eislega á dyrnar á fæðingar- deild Landsspítalans. Eftir skamma stund kom ung og fal- leg stúlka til dyra. Ég fór allúr hjá mér, þvi mér datt skyndi- lega í hug að hún héldi að ég þyrfti að leggjast inn. En fagkunnátta ljósmóður- innar lýsti sér þegar í því að hún sá að mér var eitthvað annað á höndum. „Góðan daginn!" „Góðan daginn!“ „Ég er frá Vikunni ...“ „Þessari viku ... ?“ „Nei, með stórum staf. Vikubiaðið Vikan.“ „Já. Góðan daginn.“ „Góðan daginn.“ „Mig langar til að fá að taka mynd af ein- hverri fallegri Ijósmóður í tilefni af nýárinu." „Já, við skulum sjá. Gjörið þér svo vel.“ „Takk.“ „Þér viljið fá að taka mynd af Ijósmóður, segið þér. Fyrir Vikuna. I tilefni af nýárinu. Hvernig mynd á það að vera ... ?“ „Ljósmynd." ?“ „Með pappirshúfu, glas og staf." „Já, einmitt. Með papp ... Viljið þér hinkra aðeins við á meðan ég tala við yfirljósmóðurina?" „Já, takk fyrir.“ „Svo sat ég þarna í ganginum og beið. Allir, sem gengu um iitu á mig meðaumkunaraugum, en ég hristi það allt af mér. Loks kom sú fallega aftur. „Ég talaði við yfirljósmóðurina, en hún þarf að tala við yfirlækninn áður- en hún gefur leyfi. Vilduð þér kannski koma aftur i fyrramálið?" Og svo kom ég í fyrramálið. Þá var ljósmóðirin búin að tala við yfirljósmóðurina, yfirljósmóðirin við yfirlækninn, yfirlæknirinn við borgarstjórann og borgarstjórinn við ráðherrann. Allt klappað og klárt. Leyfið veitt. Guðrún Ólafsdóttir ljósmóðir varð fyrir valinu, og yfir því kvartar vafalaust enginn. Guðrún út- skrifaðist úr ljósmæðraskólanum s.l. haust. Hún er ættuð frá Akureyri, eins og flestar fallegar stúlkur, og hefur ólæknandi áhuga fyrir starfinu. Þegar ég spurði hana hvað T-ið minnti hana á, svaraði hún um hæl: „Tvíbura." Ólafur Ragnar Georgsson er leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum, enda ætlaði hann varla að þora að halda á glasinu, sem við réttum honum. „Ertu vitlaus, maður, held- irðu að ég fari að láta taka af mér mynd með hálffullt glas í hendinni ... ?“ „Viltu heldur hafa það hálf- tómt ...“ „Nei, það er alveg sama." „Nú, ef þér er alveg sama hvort það er hálffullt eða hálftómt, hvað ertu þá eiginlega að rövla? „Ja, sko, leigubílstjórar mega ekki drekka ...“ „En einkabilstjórar?" „Nei, ekki heldur ...“ „En vörubílstjórar?" „Nei, en ... „Eh flugmenn?" „Nei ...“ „Nú, hvað er þetta eiginlega? Þú lætur eins og þú sért eini maðurinn I heiminum, sem megir ekki halda á glasi. Veiztu annars nokkuð hvað er I glasinu?" „Kaffi, en ..." „Máttu drekka kaffi?" „Já.“ „Stattu þá grafkyrr og brostu sætt og blitt — eins og dóttir þín.“ „Dóttir mín ... ?" „Já, heldurðu að ég viti ekki að hún Sigrún Ragnars er dóttir þin. Hvað minnir L-ið þig ann- ars á? Langasand?" „Nei." „Hvað þá?“ „Leigubílstjóra." Guðmundur. Okkur fannst mjög tilhlýði- legt að koma aðeins við í áfenginu, svona í leiðinni — ekki vegna þess að við ættum þangað neitt erindi, það skal greinilega tekið fram — held- ur vegna þess að við yitum að þið eruð alltaf að líta þangað öðru hvoru yfir árið, og ef mér skjátlast ekki stórkost- lega, þá eruð þið annaðhvort nýbúin að vera þar, eða eigið eftir að fara þangað alveg á næstunni. Ef svo er, þá berið verzlunarstjóranum á Snorrabrautinni honum Guðmundi Iialldórssyni, kveðju Guðs og mina og segið honum frá mér að myndin hafi tekist þokkalega — eins og þið sjáið. Hann var ófáanlegur til að skála yið okkur. Hann var eitthvað að tala um auglýkingabann á sínum vörum, og að það mætti kannske mis- skilja myndina, ef hann færi að halda einhverj- um miði á lofti. Ég lield samt ekki að það sé nokkur leið að misskilja þessa mynd, né svipinn á Guð- mundi. Hann segir eins greinilega og á verður kosið: Gleðilegt nýár, — og þökk fyrir við- skiptin á gamla árinu! ... Anars eru ekki allir viðskiptavinir jafn- velkomnir hingað, sagði hann. Það var t. d. einn hérna alveg rétt áður en þú kornst, sem ég var ekkert sérlega hrifinn af. — Nú, var hann svona hátt uppi, eða hvað? — Nei, en hann var samt á fjórum fótum. — Kom hann skríðandi hingað inn? — Nei, hann gekk óstuddur. Það kom hingað maður ríðandi og skildi reiðskjótann sinn eftir fyrir utan dyrnar. Þar bað hann dreng að halda i hann. Einhvernveginn losaði hesturinn sig við drenginn og labbaði hingað inn á eftir hús- bónda sínum. Hann kom alveg inn að afgreiðslu- borðinu og teygði liausinn inn yfir það, eins og hann væri að athuga vörurnar. — Hann hefur ekki gert neinn usla? — Nei, nei. Það hafa margir hagað sér verr hér inni en klárgreyið. Hann var hinn prúð- asti, og gekk út með húsbónda sinum þegar hann fór. — Og liann hefur ekkert keypt? — Nei, enda hefðum við ekki afgreitt hann, þótt hann hefði beðið um eitthvað ... en hann þagði! Hólmfríður. Hólmfríður Kolbrún Gunn- arsdóttir, blaðakona hjá Al- þýðublaðinu, mátti varla vera að því að tala við okkur, því hún var að skrifa Alþýðu- blaðsfrétt, sem mikið lá á. Það var rétt svo að hún mátti vera að þvi að skála við okk- ur, — jafnvel í Sinalco. Þetta hafðist þó að lokum með þrautseigjunni, og við erum sannfærðir um að frétt- in, sem hún skrifaði á eftir, hafi verið mikið skemmtilegri fyrir bragðið. Hólmfriður hefur verið blaðakona hjá Al- þýðublaðinu siðan 1959, að undanteknum tveim timabilum, sem hún hefur eytt — misjafnlega gagnlega — erlendis. í fyrravetur dvaldist hún i Paris og segir af sinni alkunnu hæversku, að hún „hafi fylgzt með“ á blaðamannaskóla þar. — Viltu veita mér örstutt viðtal, Hólmfriður? — Það kemur sko hreint ekki til mála. 1 fyrsta lagi eiga blaðamenn aldrei að hafa blaða- viðtal við blaðamenn------. — . . . en blaðakonur . .? — Ekki heldur, og meira að segja þvi siður. Konur eiga bara alls ekki að segja neitt. Þær eru hið veika kyn og eiga enga meiningu að hafa, né skoðun á neinu. —■ Ertu eitthvað biluð? — Nei, þú mátt hafa þetta eftir mér. — Heldurðu ekki að kvenréttindakonur taki þig i gegn? — Mér er alveg sama. Kvenfólk á að vera réttindalaust með öllu. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.