Vikan


Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 28.12.1961, Blaðsíða 19
<] Ann Marie Lemetter raðar niður í töskur i herberginu sínu við Brahegötuna í Stokkhólmi. Hún er á leiðinni til New York til þess að taka við starfi sem einkaritari Mongi Slim. Einkaritar! aðalritarans Hún fór í bókabúð og keypti sér kennslubækur í, arabisku og rúss- nesku og nú hefur hún lagt kapp á að læra þau-mál. Aðalritarinn hefur menn í kringum sig úr öllum heims- hornum og það er áríðandi, að einka- ritarinn sé vel að sér i málum. Mongi Slim, náinn samstarfsmaður Dag Hammarskjölds og eftirmaður hans hjá Sameinuðu þjóðunum þar til U Thant var kjörinn til starfs- ins. Það hljóp heldur en ekki á snærið hjá Ann Marie úemetter, ljóshærðri og bráðfallegri stúlku frá Stokk- íiólmi. Hún varð cinkaritari hjá Mongi Slim, sem tók Við eftir Dag Hammarskjöld. Það má segja, að eins iauði sé annars brauð. En skjótt skipast veður í lofti; Mongi Slim er ekki aðalritari lengur og ekki Vitum við, hvort hann hefur sagt einkaritaranum upp. Ann Marie Lemetter var sjálfsagt vel að heiðrinum komin. Hún er afskaplega sænsk i útliti og ]>að þykir Víst fremur kostur, þegar um fallegar stúlkur er að ræða. Þó er hún af frönskum ættum eins og nafnið hendir til. „Ég hef bara einu sinni verði frek á æv- inni“, segir Ann Marie, „og það var, þegar ég sótti um atvinnu sem blaðaljósmyndari og hafði aldrei séð myndavél eða myrkraherbergi“. En hún var á- kveðin; fékk einhverja stráka til þess að setja sig inn í málið í aðalatriðum og svo fór, að hún lcomst að og gat sér ágætan orðstir. Hún var á heimssýning- unni í Brússel og myndaði þar af miklum móð og kynntist allskonar fólki. Svo hætti hún að mynda og Var óðar orðin tízkusýningardama í sjálfrí París. Hún undi heldur ekki við það, var eitt ár lieinia i Stokkhólmi og varð síðan flugfreyja hjá Pan Ameri- can á Austurlandaleiðum. Þá bjó hún í New York og vegna þess að hún vildi búa á virðulegum stað í borginni varð hún að taka íbúð á leigu með vin- konu sinni. Þessi vinkona hennar var einhverju sinni kynnt fyrir hinum verðandi aðalritara og sú kynning leiddi til kynna hans af Ann Marie og ráðningu henn- ar'. Svona gerast ævintýrin fyrir undarlega röð af tilviljunum. Ann Marie Lemetter var það sem kallað er á ensku „Soc.ial secretary“ hjá Mongi Sliin. Það þýðir, að hún sá um samkvæmi, fyrir hann og hélt einskonar heim- ili. Þar að auki fékk liún það verlcefni að taka á móti póstinum og flokka hann og svara þeim bréfum, sem unnt var. Mongi Slim er aðeins 1.55 m á hæð en Ann Marie mjög hávaxin, svo hann hefur varla náð einka- ritaranum meir en undir höku. En margur er knár þótt liann sé smár og Ann Marie segir, að Mongi Slim sé einn bezti maður, sem orðið hafi á hennar vegi. NýársfflAtseðill Steiktar kjötrúllur og eplaábætir. Steiktar kjötrúllur, no. 1. 1 kg kindakjöt, ca. 200 gr flesk, 2 tesk. salt, (4 tesk. pipar, 80 gr smjörlílci, 4 dl vatn. SÓSAN. 1 msk. hveiti, 1 dl vatn, soð. Kjötið, er skorið í þunnar sneiðar, sem eru liarðar með kjöthamri eða hnefanum. Kryddinu er blandað saman og stráð yfir. Á miðju hverrar kjötsneiðar er látin fleskræma og sneiðinni vafið þétt upp. Samskeytin eru fest saman með kjötprjónum eða trépinna, (nota má eldspýtur, sem brennisteinninn er tekinn af.) Smjörlíkið er brætt í potti eða á pönnu. Heitu vatni hellt yfir og soðið í 2—-3 stundarfjórðunga. Rúllurnar eru færðar upp úr og raðað á fat. Sósan jöfnuð með hveitijafningi, krydduð og 1—2 msk. af rjóma bætt i hana. Hellt yfir rúllurnar og afganginum í sósukönnu. Með þeim eru bornar soðnar eða franskar kartöflur og soðið grænmeti. Hrá grænmetis- salöt eru einnig góð hér með. Steiktar kjötrúllur, no. 2. 4—5 sneiðar nautakjöt, salt og pipar, 2 msk. rjómi, 2 stórir laukar, (150 gr sveppir), 100 gr livítkál, 100 gr smjörlíki, 2—3 súpu- teningar, 2 dl sjóðandi vatn, 1 dl tómat- kraftur, 1 dl rjómi. Kjötsneiðarnar eru barðar, salti og pipar stráð yfir. Smjörlíkið brætt (ath. að brúna það ekki), rjóminn settur saman við. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar, hvítkálið í strimla og sveppirnir í smærri bita (þeim má sleppa). Brúnað nokkrar minútur. Skipt á kjötsneiðarnar og þær vafðar upp smbr. uppskrift no. 1. Brúnaðar í smjörlíkinu. Soðið með vatni, súputeningum, tómatkrafti og rjóma, við hægan liita í 4—5 stundarfjórðunga. Raðað á fat, soðinu hellt yfir og í sósukönnu. Framhald á bls. 27. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.