Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 7
Margt hefur nú þegar verlC ritað I erlendum stjörnuspekiritum um hið komandi ár, 1962. Spennan I heimsmálunum getur leitt til vopnaðra átaka fyrr en varir, ýmsar raddir eru um plánetuafstöðurnar í febrúar næsta ár, þegar sjö plánetur verða staddar í merki Vatnsberans. Þessar plánetur eru Satúrn, Júpiter, Marz, Venus, Merkúr, Sólin og Máninn. Hápunkti nær þessi afstaða dagana 4. og 5. febrúar. Ég hefi aðallega heyrt eftir indversk- um stjörnuspekingum, að búast mætti við miklum flóðum og veðraham þá dagana og yfir- leitt i febrúar Það ár. Sumir halda því jafnvel fram að samskonar afstöður hafi ekki átt sér stað síðan Nóaflóðið hið mikla átti sér stað. Ef Nóaflóðið er söguleg staðreynd, þá er ekki óhugsandi að slíkir atburðir eigi sér stað aftur. Það er hins vegar spurningin hvaðan slíkt vatnsmagn ætti að koma sem setti allt á bóla kaf. Ég hefi heyrt þá kenningu setta fram, að til væru vatnshnettir út i himin- rúminu, sem jarðhnettir gætu rekizt á og ættu sér þá staS óskapleg flóð og rigningar. Hins vegar hefi ég einnig heyrt þá kenningu í sambandi við afstöðurnar í febrúar 1962 að hið gagnstæða ætti að eiga sér stað. Kenningin er á þá leið að ógurlegir hvirfil- vindar ættu að soga upp sjóinn og jafnvel þurrausa Atlantshafið og að samskonar atburð- ir hafi fitt sér stað fyrir óra löngu. Nafnið Vatnsberinn gefur tilefni til ýmissa hugleiðinga. Venjulega er hann táknaður, með manni, sem heldur á stóru vatnskeri. Úr vatnskerinu flæðir yfir jörðina. Sumir skilja þessa mynd táknrænt og telja að Vatnsberinn sé að hella vizku yfir jörðina og benda á að síðan við komumst undir áhrifasvæði þessa merkis hafi orðið mjög miklar vitsmunalegar framfarir. Þetta er vissulega rétt á sína vísu. Hins vegar er einnig stór hópur, sem álítur þessar afstöður, sem raunverulega sprengingu og flóð úr vatnskeri Vatnsberans. Hvort nokkurt slikt gerist mun tíminn einn skera úr. HRINGSJÁ HEIMSINS 1962. Kfna. Eitt það athyglisverðasta í heimsmálunum árið 1962 verður skoðanamunur og deilur Kinakommúnista og Moskvukommúnista. Kínakommar munu marka sér eigin kommúnisma án allrar rússneskrar leiðbeiningar. Það, sem liggur bak við breytni þeirra, verður löngun þeirra eða þörf til útþenslu, allt frá Kóreu til Burma og sennilega munu þeir leitast við að ná fótfestu á Filippseyjum, en Bandaríkjamenn munu taka skarplega á móti, þegar þeir verða varir við hvert stefnir. Pekingstjómin mun stuðla að aukinni menntun og iðnvæð- ingu til að halda sér sem óháðastri umheiminum. 1 Indland og Pakistan. Fyrrihluti ársins 1962 verður ekki hagstæður Indlandi sem heild, þar sem Marz gengur þá gegnum merki Steingeitarinnar. Árekstrar og undirróður milli hinna tveggja ríkisstjórna verða þá meir áberandi. 1 janúar, maí, september og október verða uppþot, sem sennilega fela einnig i sér árásir á ráðherra, frá april veröur Júpíter í merki Fiskanna og hefur því góð áhrif á Steingeitarmerkið og þá verða hagstæðir straumar i fjármála og efnahags- lífi Indlands. Pakistan mun vegna betur en Indlandi og ieiðtogar þess verða í hærri met- um hjá hinum vestrænu ríkjum, heldur en þeir indversku. Breytingar verða I ríkisstjóm Indlands. 1 tímaritinu HOROSCOPE, sem gefiO er út i Bandaríkjunum segir Marguerite Carter: VerBandi staSa Satúrnusar i merki Vatnsberans i byrjun ársins 196S bendir eindregiO til dauOadæmdrar ákvörOunar Krúséfs, ákvörOunar, sem svipta mun hann þeim veld- issprota sem hann hefur háldiO i nokkur ár. Einnig bendir staOa Úranusar l korti Sovjetríkjanna til þess aO skyndilega verOi breytingar i Sovjetríkjunum fyrir þrótt- mikinn tilverknaO yngra fótks. Þetta mun verOa veldi Rússlands dýrkeypt og þessar breytingar gœtu orOiO framar okkar æOstu vonum nú.“ WSi ! i . Rússland, Bandarfkin og fleiri rfki. Nýtt tungl 6. janúar 1962. Rússneskir valdhafar verða nokkuð meir ógnandi næsta hálfan mánuðinn. Framfarir á efnahagssviði Austur-Evrópulanda. Framfaratimabil hefst i Kanada. Fullt tungl 20. janúar 1962. Deilur 1 brezka Verkamannaflokknum og möguleiki er á breyttri stjórnarforustu flokks- ins. Hin harða afstaða Kremlmanna linast talsvert þegar líða tekur á mánuðinn. Stofnun nýrra samskipta milli Moskvu og New York. Nýtt tungl 5. febrúar 1962. Harðar deilur í brezka þinginu, sem leiðir af sér minnkandi tiltrú almennings ‘á rikis- stjórnina. Almennar kosningar eru líklegar í Englandi. Frekari óeirðir í París og árás á De Gaulle, einnig vígaferli og deilur i Afríku. Fullt tungl 19. febrúar 1962. j Veikindi eins af eldri stjórnmálamönnum heimsins mun orsaka miklar áhyggjur. Framb. bls. 35. Á árinu munu Kínakommar marka sér eigin stefnu án rússneskrar leiðbeiningar. Myndin er tekin þegar Mao fór af flokksþinginu og þá voru komnir maðkar í mysuna. En er þetta sfðasta handtakið þeirra í svo- kölluðu bróðerni? í Frakklandi, mun De Gaulle víkja fyrir yngri manni á ár- inu. Eftir Þór Baldurs VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.