Vikan


Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 16
Ný framhaldssaga: LfJU^JKJHLII J|ni |D g^bxæmNIUIi Síðla kvölds, nokkru eftir andlát og jarðarför eiginmanns mins, gerðist það, að ég reikaði inn í skrifstofu hans, yfirkomin af harmi og féll á kné við stólinn hans. Ég grét og bað fyrir honum og móður minni heit- inni, unz drengurinn minn lagði hönd sína mjúklega á öxl mér. „Mamma," sagði Bunker litli. „Pabbi kemur ekki aftur þótt þú grátir, en ef þér finnst þér líða betur á eftir, þá er það í lagi. En það koma seltublettir á leðrið á fallega stólnum hans.“ Saltsins mun litt gæta á þessum blaðsiðum. Það er einlæg ósk mín að ég megi segja þar frá hinni einlægu og gagn- kvæmu ást okkar Clark Gable, lýsa hinni innilegu gleði og hamingju, sem við nutum í hjónabandi okkar, og þó fyrst og fremst því fordæmi sem hann gaf mér, varðandi sjálfsvirðingu og göfgi, hugrekki, heiöarleik og þreki. Sannarlega þurfti ég á öllu hans hugrekki og þreki að halda, kvöldið sem ég hélt á brott frá dánarbeði hans i sjúkrahúsinu. Mér var sagt að hann væri látinn. En ég vildi ekki trúa því. Harmi lostin þrýsti ég hon- um að barmi mér í fullar tvær klukkustundir. Loks gat ég tekið þessu eins og ég vissi að hann mundi hafa ætlast til af mér — ég horfðist í augu við það sem staðreynd. Hann var látinn. Ég snart kalda ásjónu hans; kvaddi hann hinzta sinni og hélt á brott. Þegar ég steig út fyrir þröskuldinn, hét ég því að lita ekki um öxl. Það heit hélt ég. Þetta var að kvöldi miðvikudagsins, þann 16. nóv. 1960. Ég yfirgaf Presby- terian-sjúkrahúsið i Hollywood harmi lostin, en um leið var ég mér meðvit- andi um þá óumræðulegu blessun, og um leið miklu ábyrgð — að ég bar ófæddan son Clarks undir belti, barn- ið, sem hann hafði þráð meir en nokk- uð annað í þessum heimi. Eitt hundrað tuttugu og fjórum dögum síðar ól ég svo John Clark Gable í þessu sama sjúkrahúsi, heil- brigðan dreng, sem er svo líkur föð- ur sinum að furðu gegnir. Og það er vissulega yndislegt. John Clark fæddist á mánudags- morgun, þann 20. marz 1961. Ég vil alltaf muna að það var fyrsti vor- dagurinn, og i senn mesti fagnaðar- og saknaðardagur ævi minnar. Ef pabbi hefði fengið að lifa að- eins hundrað tuttugu og fjórum dög- um lengur. Ef hann hefði fengið, þótt ekki væri nema einu sinni, að lyfta syni sínum á örmum sér. Ef ég gæti fengið einhverja sönnun fyrir þvi, að Clark megi á einhvern hátt fylgjast með John litla, séð að drengurinn hans uppfyllir allar þær vonir, sem hann gerði sér um hann. Ég veit að sérhver móðir getur gert sér i hugarlund hve oft og mörgum sinnum ég hef hvíslað þessi „ef“. Eins hve oft ég hef spurt hvers vegna, hvers vegna, hvers vegna? Og dag nokkurn fann Bunker litli sonur minn ljóst svar við öllum þessum spurningum minum. „Mamma — guð tók pabba til sín svo hann gæti orðið verndarengill litla barnsins. Hann getur áreiðan- lega gert mikið meira fyrir John litla þarna uppi á himnum, en ef hann væri hérna niðri á jörðunni. Og svo fer John litli líka einhverntíma þangað til hans.“ Mér finnst þetta lýsa næmum skilningi hjá dreng, sem ekki er nema ellefu ára. Og þessa fyrstu hræðilegu daga komst ég að raun um eitt, sem ég geri ráð fyrir að mörg konan hafi upp- götvað, þegar hún var sárustum harmi lostin. Ef eiginmaðurinn hef- ur elskað þig og treyst þér, færöu umborið næstum því allt. Einhvern veginn tekst þér það. Sé ég viss um nokkuð á þessari jörð, þá veit ég það, að Clark unni mér heilhugar og treysti mér, öld- ungis eins og ég unni honum og treysti. Og hvar sem hann er nú, þá er þetta óbreytt. Ég minnist þess, að skömmu eftir að við giftumst lét hann fáein orð falla um mig, er hann braut venju sina og ræddi við blaðamann. Þau orð hafa alltaf verið mér undurkær. Clark var ekki þannig gerður, að hann flíkaði tilfinningum sínum eða fjölskyldumálum yfirleitt. En þegar blaðmaðurinn minntist á mig, svaraði hann hinn hreyknasti: „Kathleen gamla stendur fyrir sínu. Henni er gefin heilbrigð skynsemi í ríkum mæli og verður ekki skotaskuld úr neinu.“ Kathleen gamla hefur reynt að láta þessi orð pabba verða að sönnu. Ég hef reynt að haga lífi mínu öldungis Um þrjátíu ára skeið var Clark Gable hinn ókrýndi konungur kvikmyndatj aldsins, og hélt velli sem elskhugi kvenna á öilum aldri og um allan heim, lengur en dæmi eru til um nokkurn annan kvikmyndaleikara. Með honum verða og þau þátta- skil, að hann gengur af hinni snoppufríðu „Yalen- tino“-draumaprinsmanngerð dauðri með karlmann- legum glæsileik sínum og hispursleysi. Hann var og góðum leikhæfileikum gæddur og kröfuharður við sjálfan sig í list sinni, og þegar hann lézt» varð hann harmdauði kvikmyndahúsagestum um víða veröld. Síðasta kona hans, Kathleen, hefur nú skrif- að endurminningar sínar um fyrstu kynni þeirra og fimm ára hjónaband, sem varð þeim báðum mjög hamingjuríkt, og birtast þær endurminningar nú í „Yikunni“, prýddar f jölda mynda- bæði af Clark Gabíe í ýmsum hlutverkum og úr fjölskyldulífi þeirra hjóna, og má eflaust vænta þess, að mörgum lesendum hennar verði það kærkomið. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.