Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 17
eins og hann væri enn hjá mér. Að
minni hyggju er þetta mjög mikil-
vægt. Við erum öll samtaka um það
á þessu heimili — heimilinu, sem
hann unni svo mjög — að reyna að
halda öllu sem næst því horfi, er við
vitum að hann hefði sjálfur helzt
kosið. Clark var húsbóndi á þvi heim-
ili — og hann er það enn. Það verður
hann alla tíð. Og ég mun aldrei mér
að sjálfráðu breyta gegn vilja hans
í neinu, eins og ég vissi hann i lifanda
lífi.
En það er svo erfitt að vera án
hans. Samlíf okkar var svo unaðs-
rikt. Og enn get ég ekki trúað að því
sé lokið. Á stundum verð ég þess vör,
að ég er að hlusta eftir létta og hraða
fótatakinu hans fyrir dyrum úti og
bíð þess, að hann opni dyrnar og
ávarpi mig gæluorðinu gamla,
„mamma", Clark ræddi svo oft um
það hversu mjög hann þyrfti mín
við. Nú verður mér það ljóst hversu
mjög ég þurfti hans við — og svo
margra hluta vegna.
Kunningjarnir eru alltaf að segja
mér að þetta verði allt léttbærara
er írá líður. Ekki hirði ég um þá
spá. Ég tek það fram, að ég er hvorki
að vola né víla, Því að ég veit að
honum mundi ekki falla það. Eg á
einungis við það, að innst í hugskoti
mínu muni mér alltaf veitast það örð-
ugt að vera án hans, og ég geri ekki
neina tilraun til að breyta því. En
ég er staðráðin í að leitast við að
verða sífellt sterkari og þrekmeiri.
Og eins er ég staðráðin í að stjórna
heimili hans eins vel og mér er unnt
og annast son okkar og stjúpbörn
hans. Líf okkar verður á allan hátt
eðlilegt og hamingjurikt og við verð-
um stöðugt umvafin ást hans.
Ýmislegt annað hefur orðið mér
til hughreystingar. Mér hafa borizt
bréf svo tugþúsundum skiptir, sem
ég geymi í öskjum í litla hvíta borð-
inu minu, og þær samúðarkveðjur,
sem þau hafa flutt mér, bera vitni
slíkri góðvild, að mér hefur hlýnað
um hjartaræturnar. Að sjálfsögðu
hef ég alltaf gert mér grein fyrir
þvi að hann var heimsfrægur maður.
Ég vissi að hann átti milljónir aðdá-
enda í bókstaflegum skilningi. Ég
vissi að karlar sem konur og á öllum
aldri og stéttum, dáðu hann og virtu.
En þó ég hefði lengi gert mér allt
þetta ljóst, varð ég í sannleika sagt
bæði undrandi og djúpt snortin af þvi
hversu almenn hluttekning mér var
sýnd við andlát hans, og hve margir
gerðust til að samfagna mér við fæð-
ingu sonar hans. Vera má að undrun
mín hafi átt rætur sínar að rekja
til þess, að maðurinn, sem ég unni
skyggði jafnan á þann mann fyrir
mér, sem fólkið unni og þvi hafi ég
ekki getað gert mér grein fyrir Því
til hlýtar hversu djúplæg og sönn
aðdáun þess var. Og Þó má vera aö
sú ímynd, sem ég gerði mér af honum
og sú ímynd, sem fjöldinn gerði sér
af honum, hafi ekki verið svo ýkja
ólíkar hvor annari.
Ég sagði að öll þessi bréf hefðu
snortið mig djúpt. Meira en það —
fyrirbænir alls þessa fólks og víðtæk,
næm samúð þess, hafa kennt mér
sanna auðmýkt. Ég segi það af ein-
lægni. Hafi nokkuð það verið í fari
manna, sem eiginmaðurinn minn gat
ekki þolað, var það að látast vera
einlægur.
Fjöldi fólks sendi gjafir; það sendi
John ísaumaða skó, leikföng og
bleyjunælur og mér sendi það fallega
vasaklúta, jafnvel málaðar myndir
af Clark og litla drengnum, sem gerð-
Clark í einkennisbúningi — í al-
vöru, því hann tók þátt í siðari
heimstyrjöldinni sem flugmaður og
og gat sér góðan orðstír. Þegar
styrjöldinni lauk, var hann orðinn
niajór í bandaríska flughernum.
ar höfðu verið eftir blaðaljósmynd-
um. Einnig bárust okkur verndar-
gripir, sem höfðu verið sérstaklega
vígðir og blessaðir.
Fyrst eftir að öll þessi bréf tóku
að berast reyndi ég að svara þeim
sjálf. En ég komst brátt að raun um,
að ég hafði ekki likt því við póst-
inum, enda þótt ég nyti aðstoðar
Elisabeth systur minnar og einkarit-
ara Clarks. Og þegar svo þar við
bættist, að fjöldi bréfritara bað mig
að senda sér mynd af litla drengnum
eða Clark, eða eitthvað til minningar
um þá, furðar engan á þvi þótt ég
gæti ekki orðið við þeim óskum.
Hinsvegar er það ósk mín og von,
að þessi bók megi flytja innilegustu
þakkir mínar sérhverjum þeim, sem
dáði eiginmann minn og þótti vænt
um hann og sýnt hefur bæði mér og
hinum unga syni hans góðvild sína.
Nú vil ég veita þeim hlutdeild i un-
aðsríkum endurminningum mínum
um sambúð okkar Clarks, og ef til vill
verða hugleiðingar mínar líka ein-
hverjum þeim að liði, sem harma
horfinn ástvin.
Að sjálfsögðu áttum við Clark lika
þau leyndarmál, sem ég geymi í hjarta
mér og tek með mér í gröfina.
Hvað myndirnar I bók þessari
snertir, get ég ekki sagt með sanni
að Clark hafi haft sérstakt dálæti
á nokkurri þeirra. Hann hafði aldrei
dálæti á neinni mynd af sér annarri
fremur. I sannleika sagt varð ég þess
aldrei vör, öll þau ár sem ég þekkti
hann, að hann hefði minnsta áhuga
á ljósmyndum af sér. Hann var ein-
faldlega ekki þessháttar manngerð.
Þegar honum voru tilkynnt úrslit
síðustu skoðunarkönnunar varðandi
almenningshylli hans, lét hann sig Það
engu skipta. Sjálfur var hann ekki
þannig gerður, að hann gæti dáð
þann glæsilega draumaprins kvik-
myndatjaldsins, Clark Gable.
Samt er það ein af myndunum af
honum, sem mér þykir vænzt um.
Ég virði hana fyrir mér á hverjum
degi, þar sem hún stendur í einfaldri
silfurumgerð á náttborðinu við rekkju
okkar. Og sama mynd í samskonar
umgerð stendur á borði við vöggu
Johns Clark i barnaherberginu.
Clark furðaði sig dálítið á þvi að
ég skyldi velja einmitt þessa mynd.
„Þetta er gömul mynd,“ sagði hann.
„Hefurðu tekið eftir hvað gerðin á
fötunum er gamaldags? Að hvaða
leyti finnst þér hún taka öðrum
fram?"
Mér fannst myndin sýna það, sem
ég hef alltaf séð fyrst og fremst i
fari og framkomu eiginmanns mins;
heiðarleik og hreinskilni, kraft og
karlmennsku — en um leið ljúf-
mennsku hans og næman skilning. Og
einnig það, sem ég dáði ekki hvað sízt,
kímni hans, heillandi græzkulausa
kímni.
Vegna þess hve Clark var dulur
maður að eðlisfari — hann var í
rauninni ákaflega hlédrægur — voru
Framhald á bls. 38.
Clark Gable og síðasta eiginkona
hans — Kalhleen — höfundur bók-
arinnar, Clark Gable, eiginmaður
minn, sem „Vikan“ flytur nú les-
endum sínum í óstyttri þýðingu.